Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 15. maí 2025 07:01 Hvernig er í nýju vinnunni er spurning sem ég fæ mjög reglulega þessa dagana. Ég get sagt mjög margt um nýju vinnuna sem ég er ákaflega stolt af, eins og það hvað hér er mikið af öflugu fólki úr ólíkum áttum, verkefnin eru bæði spennandi og krefjandi og ég fæ að kynnast vel ýmsum krókum og kimum samfélagsins á allt annan hátt en áður en ég byrjaði að vinna sem þingkona. Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja. Það er það hvernig sumir þingmenn sem eru kjörnir á Alþingi til þess að vinna að hag þjóðarinnar finna sig knúna til þess að tefja framgang mála með innihaldslausu rausi í ræðustól Alþingis. Meira að segja í þeim málum sem samhljómur er um að séu mikilvæg eins og mörg þeirra sem hafa verið til umræðu síðustu vikur, síðast í gær um fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna við Taíland, svo ekki sé minnst á plasttappamálið svokallaða. Síðan ég byrjaði þá hef ég lært að hefðbundin málsmeðferð þingmála er að þau koma í þingsal í fyrstu umræðu og fara svo í viðeigandi nefndir þar sem þau fá ítarlega umfjöllun þingmanna sem byggir á umsögnum almennings, fyrirtækja og hagsmunaaðila sem oftar en ekki koma einnig og hitta nefndina til þess að ræða um ólíka fleti þingmálanna. Í umfjöllun nefndanna er hægt að kalla eftir frekari gögnum og greiningum og kafa vel ofan í málin. Því næst fara málin í aðra umræðu inn í þingsal og ef þau breytast að einhverju leyti í þeirri umræðu þá fara þau aftur til umfjöllunar hjá viðeigandi nefnd áður en málin fara í þriðju og síðustu umræðu í þingsal. Allt ferlið frá fyrstu umræðu í þingsal til þeirrar þriðju þarf að klárast innan starfsársins, annars þarf að byrja aftur á byrjunarreit á næsta þingi. Nú vill svo til að hér urðu valdaskipti og verkstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur komið með fjöldann allan af málum sem hafa mest megnis verið í fyrstu umræðu síðustu vikurnar. Þrátt fyrir að allir þingmenn geti haft ótal snertifleti við þessi tilteknu mál í því ferli sem bíður þeirra, þá leika sumir þeirra nú þann leik að mása sig hása í ræðustól Alþingis hver á eftir öðrum með endalausum endurtekningum og útúrdúrum til þess að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin, sem var kjörin af meirihluta þjóðarinnar, geti unnið fyrir land og þjóð og komið málunum áfram. Mikilvægum framfaramálum eins og leiðréttingu veiðigjalda sem þjóðin styður í miklum meirihluta. Ég get ekki annað en velt fyrir mér virðingu þeirra sem leika þennan leik gagnvart tíma fólks sem starfar á Alþingi, því hér eru ekki aðeins þingmenn að störfum fram á kvöld og jafnvel nótt dag eftir dag, heldur mikið af starfsfólki Alþingis. Ég spyr mig hvernig þingmenn sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun, og ég hugsa líka hvort þessu sama fólki þætti nýting á tíma starfsfólks, framlegð og árangur ásættanlegur ef hér væri um að ræða fyrirtæki sem þau væru að reka? Hvað finnst þér? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig er í nýju vinnunni er spurning sem ég fæ mjög reglulega þessa dagana. Ég get sagt mjög margt um nýju vinnuna sem ég er ákaflega stolt af, eins og það hvað hér er mikið af öflugu fólki úr ólíkum áttum, verkefnin eru bæði spennandi og krefjandi og ég fæ að kynnast vel ýmsum krókum og kimum samfélagsins á allt annan hátt en áður en ég byrjaði að vinna sem þingkona. Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja. Það er það hvernig sumir þingmenn sem eru kjörnir á Alþingi til þess að vinna að hag þjóðarinnar finna sig knúna til þess að tefja framgang mála með innihaldslausu rausi í ræðustól Alþingis. Meira að segja í þeim málum sem samhljómur er um að séu mikilvæg eins og mörg þeirra sem hafa verið til umræðu síðustu vikur, síðast í gær um fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna við Taíland, svo ekki sé minnst á plasttappamálið svokallaða. Síðan ég byrjaði þá hef ég lært að hefðbundin málsmeðferð þingmála er að þau koma í þingsal í fyrstu umræðu og fara svo í viðeigandi nefndir þar sem þau fá ítarlega umfjöllun þingmanna sem byggir á umsögnum almennings, fyrirtækja og hagsmunaaðila sem oftar en ekki koma einnig og hitta nefndina til þess að ræða um ólíka fleti þingmálanna. Í umfjöllun nefndanna er hægt að kalla eftir frekari gögnum og greiningum og kafa vel ofan í málin. Því næst fara málin í aðra umræðu inn í þingsal og ef þau breytast að einhverju leyti í þeirri umræðu þá fara þau aftur til umfjöllunar hjá viðeigandi nefnd áður en málin fara í þriðju og síðustu umræðu í þingsal. Allt ferlið frá fyrstu umræðu í þingsal til þeirrar þriðju þarf að klárast innan starfsársins, annars þarf að byrja aftur á byrjunarreit á næsta þingi. Nú vill svo til að hér urðu valdaskipti og verkstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur komið með fjöldann allan af málum sem hafa mest megnis verið í fyrstu umræðu síðustu vikurnar. Þrátt fyrir að allir þingmenn geti haft ótal snertifleti við þessi tilteknu mál í því ferli sem bíður þeirra, þá leika sumir þeirra nú þann leik að mása sig hása í ræðustól Alþingis hver á eftir öðrum með endalausum endurtekningum og útúrdúrum til þess að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin, sem var kjörin af meirihluta þjóðarinnar, geti unnið fyrir land og þjóð og komið málunum áfram. Mikilvægum framfaramálum eins og leiðréttingu veiðigjalda sem þjóðin styður í miklum meirihluta. Ég get ekki annað en velt fyrir mér virðingu þeirra sem leika þennan leik gagnvart tíma fólks sem starfar á Alþingi, því hér eru ekki aðeins þingmenn að störfum fram á kvöld og jafnvel nótt dag eftir dag, heldur mikið af starfsfólki Alþingis. Ég spyr mig hvernig þingmenn sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun, og ég hugsa líka hvort þessu sama fólki þætti nýting á tíma starfsfólks, framlegð og árangur ásættanlegur ef hér væri um að ræða fyrirtæki sem þau væru að reka? Hvað finnst þér? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar