„Elska að horfa á FH“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2025 13:47 FH-ingar hafa unnið fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum í Bestu deild kvenna og aðeins fengið á sig tvö mörk, fæst allra. vísir/guðmundur þórlaugarson FH hefur átt góðu gengi að fagna í upphafi tímabils og er í 2. sæti Bestu deildar kvenna með þrettán stig eftir fimm umferðir. Í uppgjörsþætti Bestu markanna voru FH-ingar hlaðnir lofi. FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar í fyrra en liðið gaf eftir seinni hluta tímabilsins. En FH-ingar hafa byrjað þetta tímabil af krafti undir stjórn bræðranna Guðna og Hlyns Eiríkssona. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir segir að það hafi alveg verið viðbúið að FH tæki smá dýfu í fyrra eftir gott tímabil 2023. „Ég held að það sé alveg eðlilegt fyrir þetta FH-lið. Þetta eru mjög ungar stelpur sem hafa fengið reynslu í ÍH sem er virkilega vel gert í Hafnarfirðinum og skiptir þær miklu máli. Bræðurnir eru miklir stemmningsmenn og það kemur orka frá þeim á hliðarlínunni. Þeir virðast vera með liðið í góðu standi. Það er spurning hversu lengi halda þær út svona mikilli orku í leikjum,“ sagði Ásgerður. „Það eru margir leikmenn þarna sem hafa komið mér á óvart og eru að spila virkilega vel. Aldís [Guðlaugsdóttir, markvörður] er að eiga frábært tímabil þannig ég held að það sé bara spurning hversu heppnar verða þær með meiðsli og hversu lengi tekst þeim að halda svona tempói í leikjunum.“ Reynslan hjálpar Mist Rúnarsdóttir tók undir með Ásgerði en hún hefur hrifist af framgöngu FH í sumar. „FH-liðið lenti í algjörri brekku lokahlutann á síðasta tímabili. Það var mikið meiðslabras og við fengum að kynnast fullt af unglingum í Hafnarfirði í staðinn. En ég held að reynslan sem vannst inn á lokasprettinum í fyrra muni hjálpa þeim að halda breidd í hópnum,“ sagði Mist. Klippa: Bestu mörkin - umræða um FH „Ég elska að horfa á FH þegar þær eru „on it“. Þetta er eitt af þeim liðunum sem mér finnst skemmtilegast að horfa á.“ Agaðri Arna Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur spilað virkilega vel í vörn liðsins sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í Bestu deildinni. „Arna er frábær íþróttamaður. Hún hefur bætt sig sem varnarmaður milli ára. Þegar hún var hjá Val sat hún mikið á bekknum og spilaði kannski færri leiki. En hún spilaði heilt tímabil í fyrra og mér finnst hún orðin agaðri. Hún er gamall miðjumaður og var oft að rjúka úr stöðu upp á miðju en mér finnst hún hafa spilað þessa fyrstu fimm leiki virkilega vel,“ sagði Ásgerður. „Það er búið að færa heilmikið til í kringum hana en samt er FH að halda stöðugleika þarna aftast. Það er líka ólíkt FH að vera bara búið að fá á sig tvö mörk því leikstíllinn þeirra veldur því oft að þær fái á sig mörk á móti en allt í lagi, þær skora fleiri. Mér finnst þetta ofboðslega spennandi og ég er spennt að sjá hvað þær geta farið langt.“ Innslagið úr Bestu mörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Tengdar fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Í síðasta þætti Bestu markanna voru fyrstu fimm umferðir Bestu deildar kvenna í knattspyrnu gerðar upp. Lið tímabilsins til þessa valið, hvaða leikmenn hefðu skarað fram úr, hvaða leikmenn hefðu komið á óvart og þar fram eftir götunum. 14. maí 2025 23:30 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Fótbolti Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar í fyrra en liðið gaf eftir seinni hluta tímabilsins. En FH-ingar hafa byrjað þetta tímabil af krafti undir stjórn bræðranna Guðna og Hlyns Eiríkssona. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir segir að það hafi alveg verið viðbúið að FH tæki smá dýfu í fyrra eftir gott tímabil 2023. „Ég held að það sé alveg eðlilegt fyrir þetta FH-lið. Þetta eru mjög ungar stelpur sem hafa fengið reynslu í ÍH sem er virkilega vel gert í Hafnarfirðinum og skiptir þær miklu máli. Bræðurnir eru miklir stemmningsmenn og það kemur orka frá þeim á hliðarlínunni. Þeir virðast vera með liðið í góðu standi. Það er spurning hversu lengi halda þær út svona mikilli orku í leikjum,“ sagði Ásgerður. „Það eru margir leikmenn þarna sem hafa komið mér á óvart og eru að spila virkilega vel. Aldís [Guðlaugsdóttir, markvörður] er að eiga frábært tímabil þannig ég held að það sé bara spurning hversu heppnar verða þær með meiðsli og hversu lengi tekst þeim að halda svona tempói í leikjunum.“ Reynslan hjálpar Mist Rúnarsdóttir tók undir með Ásgerði en hún hefur hrifist af framgöngu FH í sumar. „FH-liðið lenti í algjörri brekku lokahlutann á síðasta tímabili. Það var mikið meiðslabras og við fengum að kynnast fullt af unglingum í Hafnarfirði í staðinn. En ég held að reynslan sem vannst inn á lokasprettinum í fyrra muni hjálpa þeim að halda breidd í hópnum,“ sagði Mist. Klippa: Bestu mörkin - umræða um FH „Ég elska að horfa á FH þegar þær eru „on it“. Þetta er eitt af þeim liðunum sem mér finnst skemmtilegast að horfa á.“ Agaðri Arna Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur spilað virkilega vel í vörn liðsins sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í Bestu deildinni. „Arna er frábær íþróttamaður. Hún hefur bætt sig sem varnarmaður milli ára. Þegar hún var hjá Val sat hún mikið á bekknum og spilaði kannski færri leiki. En hún spilaði heilt tímabil í fyrra og mér finnst hún orðin agaðri. Hún er gamall miðjumaður og var oft að rjúka úr stöðu upp á miðju en mér finnst hún hafa spilað þessa fyrstu fimm leiki virkilega vel,“ sagði Ásgerður. „Það er búið að færa heilmikið til í kringum hana en samt er FH að halda stöðugleika þarna aftast. Það er líka ólíkt FH að vera bara búið að fá á sig tvö mörk því leikstíllinn þeirra veldur því oft að þær fái á sig mörk á móti en allt í lagi, þær skora fleiri. Mér finnst þetta ofboðslega spennandi og ég er spennt að sjá hvað þær geta farið langt.“ Innslagið úr Bestu mörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Tengdar fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Í síðasta þætti Bestu markanna voru fyrstu fimm umferðir Bestu deildar kvenna í knattspyrnu gerðar upp. Lið tímabilsins til þessa valið, hvaða leikmenn hefðu skarað fram úr, hvaða leikmenn hefðu komið á óvart og þar fram eftir götunum. 14. maí 2025 23:30 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Fótbolti Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Í síðasta þætti Bestu markanna voru fyrstu fimm umferðir Bestu deildar kvenna í knattspyrnu gerðar upp. Lið tímabilsins til þessa valið, hvaða leikmenn hefðu skarað fram úr, hvaða leikmenn hefðu komið á óvart og þar fram eftir götunum. 14. maí 2025 23:30
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann