Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 15. maí 2025 11:30 Mannvinurinn Nelson Mandela sagði einhverju sinni: “Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín” Og mikið er ég sammála honum. Því ég lít svo á að það eru okkar mennsku auðlindir og mannlegu innviðir, eða elsku börnin okkar, sem skipta hér lang mestu máli. Þetta eru, að mínu mati, okkar arðbærustu fjárfestingar og dýrmætasta verðmætasköpun. Mér er hugsað til þeirra þúsunda barna sem hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi eða jafnvel búa við viðvarandi ofbeldi á heimili sínu, til barna sem búa á heimili þar sem foreldri eða systkini glímir við fíknisjúkdóm eða geðrænan vanda, eða til einhverfa barna sem bíða eftir að fá að finna sig í skólaumhverfi sem hentar þeirra þörfum og hlúir að taugakerfi þeirra, Mér er líka hugsað til þeirra barna sem búa á heimili þar sem allt er með felldu á yfirborðinu, kótilettur með raspi, brúnaðar kartöflur og grænar ora baunir á sunnudögum, en foreldrarnir hafa ekki burði til tengjast þeim tilfinningalega. Allt þetta og miklu meira til eru markerandi reynslur og áföll sem geta haft skaðleg áhrif á börnin okkar og með alvarlegum afleiðingum á andlega og líkamlega heilsu inn í fullorðinsárin. Ég hef séð nýlega útreikninga sem benda á að það að fjárfesta í að grípa barn sem hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli nemur um 2-3% af kostnaðinum við að bera þennan sama einstakling brotinn í gegnum kerfin út lífið. Um 90% kvenna sem leita sér aðstoðar vegna áfengis- eða fíknivanda hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Í fangelsum landsins eru fangar sem eiga langflestir hræðilega sorglega og átakanlega sögu. Í atvinnulífinu er um 25% fólks að glíma við andlega erfiðleika og eða kulnun hverju sinni, sem má oft er hægt að rekja til áfalla í barnæsku. Allt eru þetta dæmi um afleiðingar sem kosta samfélagið gríðarlega fjármuni á hverjum degi. Við erum að gera margt gott en við getum gert svo miklu betur. Sjálf er ég til að mynda afar fylgjandi og hrifin af Farsældarlögunum. En ég vil sjá okkur taka miklu stærri skref þegar það kemur að því að grípa fallandi börn. Útum allt kerfi og út á vettvangi hvarvetna er lausnamiðað fólk með risa stórt hjarta sem býr til hring úr rúðustrikuðum kössum kerfisins. Það er hins vegar okkar, sem við stjórnvölinn eru, að búa til kerfi og vettvang sem með hefur sveigjanlegar útlínur rammanna svo þetta fólk geti nálgast einstaklinga með ólíkar þarfir.Það er verðmætaskapandi kerfi. Því hvet ég þingheim að sameinast í því að hafa kjark til að taka samstíga og stærri skref þegar það kemur að því að mæta börnum sem hafa orðið fyrir eða eru að verða fyrir áföllum. Við skulum ekki láta langar flóknar pólítískar forsögur, teknókratíu og prótókola hindra slíka samstöðu. Við verðum að láta sögurnar af þessum dýrmætu einstaklingum og tölfræðina tala saman.Hvað er orsök og hvað er afleiðing?- og hvoru megin ætlum við að vera þegar það kemur að fjárfestingu í hverju barni? Höfundur er varaþingkona Viðreisnar og byggir þessi grein á jómfrúarræðu hennar, sem flutt var á Alþingi 14. maí 2025 undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Viðreisn Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Mannvinurinn Nelson Mandela sagði einhverju sinni: “Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín” Og mikið er ég sammála honum. Því ég lít svo á að það eru okkar mennsku auðlindir og mannlegu innviðir, eða elsku börnin okkar, sem skipta hér lang mestu máli. Þetta eru, að mínu mati, okkar arðbærustu fjárfestingar og dýrmætasta verðmætasköpun. Mér er hugsað til þeirra þúsunda barna sem hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi eða jafnvel búa við viðvarandi ofbeldi á heimili sínu, til barna sem búa á heimili þar sem foreldri eða systkini glímir við fíknisjúkdóm eða geðrænan vanda, eða til einhverfa barna sem bíða eftir að fá að finna sig í skólaumhverfi sem hentar þeirra þörfum og hlúir að taugakerfi þeirra, Mér er líka hugsað til þeirra barna sem búa á heimili þar sem allt er með felldu á yfirborðinu, kótilettur með raspi, brúnaðar kartöflur og grænar ora baunir á sunnudögum, en foreldrarnir hafa ekki burði til tengjast þeim tilfinningalega. Allt þetta og miklu meira til eru markerandi reynslur og áföll sem geta haft skaðleg áhrif á börnin okkar og með alvarlegum afleiðingum á andlega og líkamlega heilsu inn í fullorðinsárin. Ég hef séð nýlega útreikninga sem benda á að það að fjárfesta í að grípa barn sem hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli nemur um 2-3% af kostnaðinum við að bera þennan sama einstakling brotinn í gegnum kerfin út lífið. Um 90% kvenna sem leita sér aðstoðar vegna áfengis- eða fíknivanda hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Í fangelsum landsins eru fangar sem eiga langflestir hræðilega sorglega og átakanlega sögu. Í atvinnulífinu er um 25% fólks að glíma við andlega erfiðleika og eða kulnun hverju sinni, sem má oft er hægt að rekja til áfalla í barnæsku. Allt eru þetta dæmi um afleiðingar sem kosta samfélagið gríðarlega fjármuni á hverjum degi. Við erum að gera margt gott en við getum gert svo miklu betur. Sjálf er ég til að mynda afar fylgjandi og hrifin af Farsældarlögunum. En ég vil sjá okkur taka miklu stærri skref þegar það kemur að því að grípa fallandi börn. Útum allt kerfi og út á vettvangi hvarvetna er lausnamiðað fólk með risa stórt hjarta sem býr til hring úr rúðustrikuðum kössum kerfisins. Það er hins vegar okkar, sem við stjórnvölinn eru, að búa til kerfi og vettvang sem með hefur sveigjanlegar útlínur rammanna svo þetta fólk geti nálgast einstaklinga með ólíkar þarfir.Það er verðmætaskapandi kerfi. Því hvet ég þingheim að sameinast í því að hafa kjark til að taka samstíga og stærri skref þegar það kemur að því að mæta börnum sem hafa orðið fyrir eða eru að verða fyrir áföllum. Við skulum ekki láta langar flóknar pólítískar forsögur, teknókratíu og prótókola hindra slíka samstöðu. Við verðum að láta sögurnar af þessum dýrmætu einstaklingum og tölfræðina tala saman.Hvað er orsök og hvað er afleiðing?- og hvoru megin ætlum við að vera þegar það kemur að fjárfestingu í hverju barni? Höfundur er varaþingkona Viðreisnar og byggir þessi grein á jómfrúarræðu hennar, sem flutt var á Alþingi 14. maí 2025 undir dagskrárliðnum Störf þingsins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar