Fótbolti

Glódís fær nýjan þjálfara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
José Barcala fær það verkefni að viðhalda sigurgöngu Bayern München.
José Barcala fær það verkefni að viðhalda sigurgöngu Bayern München. getty/Daniela Porcelli

Þýskalandsmeistarar Bayern München, sem Glódís Perla Viggósdóttir leikur með, hafa ráðið nýjan þjálfara.

Norðmaðurinn Alexander Straus hefur stýrt Bayern frá 2022 og gert liðið að þýskum meisturum í þrígang. Hann er hins vegar að hætta hjá félaginu til að taka við Angel City í Bandaríkjunum.

Í stað Straus hefur Bayern ráðið José Barcala, 43 ára Spánverja. Hann kemur til Bayern frá Servette Geneva í Sviss. Hann gerði liðið að tvöföldum meisturum í fyrra.

Barcala hefur komið víða við á þjálfaraferlinum. Auk heimalandsins og Sviss hefur hann starfað í Ástralíu og Frakklandi. Þá var hann aðstoðarþjálfari skoska landsliðsins um tíma.

Bayern vann bæði deild og bikar á nýafstöðnu tímabili. Glódís er fyrirliði liðsins en auk hennar eru Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir samningsbundnar félaginu. Karólína hefur verið á láni hjá Bayer Leverkusen undanfarin tvö ár en Cecilía lék með Inter á Ítalíu í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×