Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Valur Páll Eiríksson skrifar 17. maí 2025 09:01 Kristinn Gunnar Kristinsson fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu síðustu helgi. Hann þakkar góðum undirbúningi fyrir góða líðan eftir tæplega 300 kílómetra hlaup. Vísir/Viktor Freyr Kristinn Gunnar Kristinsson kvartar lítið yfir eymslum í líkamanum eftir afrek síðustu helgar þegar hann fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð. Valur Páll hitti Kristinn örfáum dögum eftir að hann hafði verið tæplega tvo sólarhringa á hlaupum. Kristinn hóf að hlaupa líkt og aðrir keppendur klukkan níu á laugardagsmorgun síðustu helgi og var á hlaupum næstu 43 klukkustundirnar. Á þeim tíma hljóp hann tæplega 288 kílómetra og stóð einn eftir sem sigurvegari hlaupsins þegar hlaupadrottningin Mari Jarsk þurfti að segja sig úr keppni. „Maður er svona að reyna að ná sér niður á jörðina. Ég bjóst ekki alveg við þessu, að þetta myndi gerast. Maður fer ekkert inn í svona hlaup með það í huga að reyna að vinna - bara að gera sitt, hafa sín markmið og stefna að þeim. Þetta kom mér verulega á óvart,“ segir Kristinn og kveðjunum hefur rignt yfir hann eftir sigurinn: „Já, alveg fullt. Síminn er ekki búinn að stoppa,“ segir Kristinn hress en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. Kristinn segir eilítinn tíma hafi tekið að jafna sig en hann sé þó góður í skrokknum nokkrum dögum eftir hlaupið. „Kerfið er á fullu enn að vinna. Maður svitnar og það er allt vont, náladofar og þannig tilfinningar. Á mánudaginn þegar ég kom heim ætlaði ég að reyna að sofa en náði að vera uppi í rúmi í þrjá tíma og fór þá aftur fram úr því ég náði bara ekkert að sofa.“ Svefn og næring er þá það mikilvægasta og ef til vill það erfiðasta til að takast á við beint eftir hlaup. „Síðustu tíu hringina var krúið mitt að segja að það væru komnir svefnkippir í mann, þegar maður var að sofna. Ég var alveg dottinn út. Maður nær alveg smásvefni. Ég veit alveg að þetta er kannski ekki æskilegt en þetta er gaman og þess vegna gerir maður þetta,“ segir Kristinn. Hann er þó búinn að vera brattur eftir sigurinn og þakkar það góðum undirbúningi: „Ég held að undirbúningurinn hjá mér skipti mjög miklu máli um það hvernig ég kem út úr þessu. Ég hef verið að sinna mjög mikilli styrktarþjálfun núna, sem er búið að breytast mikið í æfingaferlinu hjá mér. Ég held að það skipti lykilmáli um það hvernig ég kem út úr þessu, ekki eins tjónaður og maður hefði vanalega orðið.“ Bakgarðshlaup Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Leik lokið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona rúllaði yfir Como Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Leik lokið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Kristinn hóf að hlaupa líkt og aðrir keppendur klukkan níu á laugardagsmorgun síðustu helgi og var á hlaupum næstu 43 klukkustundirnar. Á þeim tíma hljóp hann tæplega 288 kílómetra og stóð einn eftir sem sigurvegari hlaupsins þegar hlaupadrottningin Mari Jarsk þurfti að segja sig úr keppni. „Maður er svona að reyna að ná sér niður á jörðina. Ég bjóst ekki alveg við þessu, að þetta myndi gerast. Maður fer ekkert inn í svona hlaup með það í huga að reyna að vinna - bara að gera sitt, hafa sín markmið og stefna að þeim. Þetta kom mér verulega á óvart,“ segir Kristinn og kveðjunum hefur rignt yfir hann eftir sigurinn: „Já, alveg fullt. Síminn er ekki búinn að stoppa,“ segir Kristinn hress en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. Kristinn segir eilítinn tíma hafi tekið að jafna sig en hann sé þó góður í skrokknum nokkrum dögum eftir hlaupið. „Kerfið er á fullu enn að vinna. Maður svitnar og það er allt vont, náladofar og þannig tilfinningar. Á mánudaginn þegar ég kom heim ætlaði ég að reyna að sofa en náði að vera uppi í rúmi í þrjá tíma og fór þá aftur fram úr því ég náði bara ekkert að sofa.“ Svefn og næring er þá það mikilvægasta og ef til vill það erfiðasta til að takast á við beint eftir hlaup. „Síðustu tíu hringina var krúið mitt að segja að það væru komnir svefnkippir í mann, þegar maður var að sofna. Ég var alveg dottinn út. Maður nær alveg smásvefni. Ég veit alveg að þetta er kannski ekki æskilegt en þetta er gaman og þess vegna gerir maður þetta,“ segir Kristinn. Hann er þó búinn að vera brattur eftir sigurinn og þakkar það góðum undirbúningi: „Ég held að undirbúningurinn hjá mér skipti mjög miklu máli um það hvernig ég kem út úr þessu. Ég hef verið að sinna mjög mikilli styrktarþjálfun núna, sem er búið að breytast mikið í æfingaferlinu hjá mér. Ég held að það skipti lykilmáli um það hvernig ég kem út úr þessu, ekki eins tjónaður og maður hefði vanalega orðið.“
Bakgarðshlaup Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Leik lokið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona rúllaði yfir Como Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Leik lokið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira