Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar 15. maí 2025 16:01 „Ég get ekki annað en velt fyrir mér virðingu þeirra sem leika þennan leik gagnvart tíma fólks sem starfar á Alþingi.“ Svona másar Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sig hása í grein á Vísi fyrr í dag þar sem hún viðurkennir að hún sé enn að reyna að skilja hvernig lýðræðisleg umræða gengur fyrir sig á Alþingi. Og það er ekkert að því. Hún er nýr þingmaður – rétt eins og ég – og saman munum við ná tökum á þessu með tíð og tíma. Yfirlæti ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er slíkt að stjórnarmeirihlutinn kemst ekki yfir það að lýðræðisleg umræða fari yfir höfuð fram um öll fallegu málin þeirra. Svo mjög að er farið loftköstum þegar tekist er á um risastór mál eins og veiðigjöldin og talað um Íslandsmet í málþófi. Þar gleymist þátttaka meirihlutans, sem tók afar virkan þátt í umræðunni þannig samhentur var þingheimur að bæta það met. Á meðan ríkisstjórnin hefur velt fyrir sér öflugum málflutning minnihlutans – eitthvað sem þingmenn voru lýðræðislega kjörnir til að gera – höfum við bent á hversu litla virðingu ríkisstjórnin ber fyrir Alþingi. Svikin loforð, ítrekuð brot á hefðum og venjum, svo ekki sé minnst á mætingu meirihlutans til vinnu á laugardaginn var. Þingfund sem meirihlutinn boðaði til. Ása másar sig hása er hún spyr hvernig þingmenn „sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun“. Fólkið í landinu vill að mætt sé til vinnu og að þingmenn taki málin alvarlega. Hún ætti kannski að líta sér nær og spyrja einn þingmann í sínum flokki, hvers vegna hann tók golfmót fram yfir þingfund á laugardaginn var, þegar hið risastóra veiðigjaldamál var til umræðu. Ég spyr mig hvernig þingmenn sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun? Hvað finnst þér? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
„Ég get ekki annað en velt fyrir mér virðingu þeirra sem leika þennan leik gagnvart tíma fólks sem starfar á Alþingi.“ Svona másar Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sig hása í grein á Vísi fyrr í dag þar sem hún viðurkennir að hún sé enn að reyna að skilja hvernig lýðræðisleg umræða gengur fyrir sig á Alþingi. Og það er ekkert að því. Hún er nýr þingmaður – rétt eins og ég – og saman munum við ná tökum á þessu með tíð og tíma. Yfirlæti ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er slíkt að stjórnarmeirihlutinn kemst ekki yfir það að lýðræðisleg umræða fari yfir höfuð fram um öll fallegu málin þeirra. Svo mjög að er farið loftköstum þegar tekist er á um risastór mál eins og veiðigjöldin og talað um Íslandsmet í málþófi. Þar gleymist þátttaka meirihlutans, sem tók afar virkan þátt í umræðunni þannig samhentur var þingheimur að bæta það met. Á meðan ríkisstjórnin hefur velt fyrir sér öflugum málflutning minnihlutans – eitthvað sem þingmenn voru lýðræðislega kjörnir til að gera – höfum við bent á hversu litla virðingu ríkisstjórnin ber fyrir Alþingi. Svikin loforð, ítrekuð brot á hefðum og venjum, svo ekki sé minnst á mætingu meirihlutans til vinnu á laugardaginn var. Þingfund sem meirihlutinn boðaði til. Ása másar sig hása er hún spyr hvernig þingmenn „sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun“. Fólkið í landinu vill að mætt sé til vinnu og að þingmenn taki málin alvarlega. Hún ætti kannski að líta sér nær og spyrja einn þingmann í sínum flokki, hvers vegna hann tók golfmót fram yfir þingfund á laugardaginn var, þegar hið risastóra veiðigjaldamál var til umræðu. Ég spyr mig hvernig þingmenn sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun? Hvað finnst þér? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun