Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar 16. maí 2025 12:32 Ríkisútvarpið flutti frétt í gær sem bar yfirskriftina Vilja auka framlög til selalaugar um 60 milljónir en skerða framlög til íþróttafélaga. Mér finnst tilefni til að bregðast við þessari misvísandi fyrirsögn og vil ég einnig gera grein fyrir þeim breytingum sem gerðar eru á fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem vísað var úr borgarráði í gær til samþykktar borgarstjórnar. Fyrir það fyrsta er ekki verið að skerða nein fjárframlög til íþróttafélaga eða Þjóðarhallarinnar. Fyrir liggur, vegna margvíslegra ólíkra ástæðna, að tafir hafa orðið á verkefnum sem við höfum skuldbundið okkur að fara í með þeim og að þeir fjármunir, sem gert var ráð fyrir í upphafi árs, verða ekki að öllu nýttir núna. Þess vegna var farið í tilfærslur á milli liða og breytingar gerðar á fjárfestingaráætlun. Við ráðum stundum ekki við framvindu verkefna og er það ekki vegna skorts á fjármunum sem við setjum í þau. Aðrir hlutir þurfa að ganga upp frekar en að fjármögnun sé ábótavant. Því skal því haldið til haga hér að það fjármagn sem við höfum lofað íþróttafélögunum í þörf og nauðsynleg verkefni er tryggt. Breytingar á milli liða í fjárfestingaráætlun breyta því ekki. Fyrir það annað þá var myndað nýtt meirihlutasamstarf í Reykjavík í vetur. Í því samstarfi eru fimm ólíkir flokkar sem þó hafa sameiginlega sýn um mörg stór og mikilvæg verkefni. Það var því eðlilegt að taka upp fjárfestingaráætlunina á miðju ári og endurmeta fjármögnuð verkefni borgarinnar. Sem dæmi má nefna Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem hefur lengi beðið eftir úrbótum í garðinum, nýju þjónustuhúsi fyrir gestina og betri umgjörð utan um selina sem veita börnum og fylgdarfólki þeirra gleði. Það kann að vera að það hefði verið farsælla á sínum tíma að taka ákvörðun um að hafa ekki seli til sýnis en ég held í dag að fáir myndu stinga upp á því að aflífa þá og loka lauginni. Fyrir utan það þá var búið að taka þessa fjárfestingaákvörðun fyrir þremur árum síðan en henni forgangsraðað aftar vegna hagræðingaraðgerða sem nú hafa skilað Reykjavíkurborg á betri stað fjárhagslega, eins og ársreikningurinn sýndi okkur. Fleiru var breytt í fjárfestingaráætluninni. Samstarfsflokkarnir eru mjög áfram um að bæta starfs- og námsaðstæður barna og fullorðinna í leik- og grunnskólum. Verjum við því fjármagni í að bæta hljóðvist í allnokkrum skólum. Er það í fyrsta sinn sem það er gert með jafn markvissum hætti. Margt annað er í undirbúningi í þeim efnum. Eins erum við fimm flokkar sammála um að matur sem framreiddur er í húsum á forræði borgarinnar eigi að vera eldaður á staðnum og honum ekki útvistað. Þess vegna setjum við aukið fjármagn í að bæta eldhúsið í samfélagshúsinu á Vitatorgi svo hægt sé að elda góðan og hollan mat fyrir Reykvíkinga á öllum aldri. Fleira er hægt að tína til í þessari upptalningu en eftir stendur að öll þau verkefni sem hefur verið ákveðið að ráðast í er með hagsmuni og þarfir allra borgarbúa í fyrirrúmi, menn, dýr og gróður. Mér finnst gott að finna að borgarbúar hafa skoðanir á Reykjavík og hvernig henni er stjórnað. Það er hins vegar dapurlegt að misvísandi og óvandaður fréttaflutningur af borgarmálum, þar sem ekki er leitað álits eða skýringa; eins og til dæmis breytingum sem gerðar eru á fjárfestingaáætlun, stjórni umræðunni um þau. Eitt er hvernig stjórnmálamenn hagræða málflutningi sínum eftir því hvaða hlutverki þeir gegna hverju sinni, annað eru fjölmiðlar sem eiga að leggja sig fram um að gæta hlutleysis og greina frá staðreyndum hverju sinni og leita álits ólíkra skoðanamanna. Fréttin sem ég nefndi hér að ofan var því miður ekki þannig og hefur umræðan í kjölfarið farið að snúast um atriði sem eiga ekki við rök að styðjast og standast ekki skoðun. Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðislegri umræðu og það eru hagsmunir samfélagsins að þeir, og einnig við sem erum í stjórnmálum, vandi sig í hvívetna. Höfundur er oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Ríkisútvarpið Vinstri græn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið flutti frétt í gær sem bar yfirskriftina Vilja auka framlög til selalaugar um 60 milljónir en skerða framlög til íþróttafélaga. Mér finnst tilefni til að bregðast við þessari misvísandi fyrirsögn og vil ég einnig gera grein fyrir þeim breytingum sem gerðar eru á fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem vísað var úr borgarráði í gær til samþykktar borgarstjórnar. Fyrir það fyrsta er ekki verið að skerða nein fjárframlög til íþróttafélaga eða Þjóðarhallarinnar. Fyrir liggur, vegna margvíslegra ólíkra ástæðna, að tafir hafa orðið á verkefnum sem við höfum skuldbundið okkur að fara í með þeim og að þeir fjármunir, sem gert var ráð fyrir í upphafi árs, verða ekki að öllu nýttir núna. Þess vegna var farið í tilfærslur á milli liða og breytingar gerðar á fjárfestingaráætlun. Við ráðum stundum ekki við framvindu verkefna og er það ekki vegna skorts á fjármunum sem við setjum í þau. Aðrir hlutir þurfa að ganga upp frekar en að fjármögnun sé ábótavant. Því skal því haldið til haga hér að það fjármagn sem við höfum lofað íþróttafélögunum í þörf og nauðsynleg verkefni er tryggt. Breytingar á milli liða í fjárfestingaráætlun breyta því ekki. Fyrir það annað þá var myndað nýtt meirihlutasamstarf í Reykjavík í vetur. Í því samstarfi eru fimm ólíkir flokkar sem þó hafa sameiginlega sýn um mörg stór og mikilvæg verkefni. Það var því eðlilegt að taka upp fjárfestingaráætlunina á miðju ári og endurmeta fjármögnuð verkefni borgarinnar. Sem dæmi má nefna Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem hefur lengi beðið eftir úrbótum í garðinum, nýju þjónustuhúsi fyrir gestina og betri umgjörð utan um selina sem veita börnum og fylgdarfólki þeirra gleði. Það kann að vera að það hefði verið farsælla á sínum tíma að taka ákvörðun um að hafa ekki seli til sýnis en ég held í dag að fáir myndu stinga upp á því að aflífa þá og loka lauginni. Fyrir utan það þá var búið að taka þessa fjárfestingaákvörðun fyrir þremur árum síðan en henni forgangsraðað aftar vegna hagræðingaraðgerða sem nú hafa skilað Reykjavíkurborg á betri stað fjárhagslega, eins og ársreikningurinn sýndi okkur. Fleiru var breytt í fjárfestingaráætluninni. Samstarfsflokkarnir eru mjög áfram um að bæta starfs- og námsaðstæður barna og fullorðinna í leik- og grunnskólum. Verjum við því fjármagni í að bæta hljóðvist í allnokkrum skólum. Er það í fyrsta sinn sem það er gert með jafn markvissum hætti. Margt annað er í undirbúningi í þeim efnum. Eins erum við fimm flokkar sammála um að matur sem framreiddur er í húsum á forræði borgarinnar eigi að vera eldaður á staðnum og honum ekki útvistað. Þess vegna setjum við aukið fjármagn í að bæta eldhúsið í samfélagshúsinu á Vitatorgi svo hægt sé að elda góðan og hollan mat fyrir Reykvíkinga á öllum aldri. Fleira er hægt að tína til í þessari upptalningu en eftir stendur að öll þau verkefni sem hefur verið ákveðið að ráðast í er með hagsmuni og þarfir allra borgarbúa í fyrirrúmi, menn, dýr og gróður. Mér finnst gott að finna að borgarbúar hafa skoðanir á Reykjavík og hvernig henni er stjórnað. Það er hins vegar dapurlegt að misvísandi og óvandaður fréttaflutningur af borgarmálum, þar sem ekki er leitað álits eða skýringa; eins og til dæmis breytingum sem gerðar eru á fjárfestingaáætlun, stjórni umræðunni um þau. Eitt er hvernig stjórnmálamenn hagræða málflutningi sínum eftir því hvaða hlutverki þeir gegna hverju sinni, annað eru fjölmiðlar sem eiga að leggja sig fram um að gæta hlutleysis og greina frá staðreyndum hverju sinni og leita álits ólíkra skoðanamanna. Fréttin sem ég nefndi hér að ofan var því miður ekki þannig og hefur umræðan í kjölfarið farið að snúast um atriði sem eiga ekki við rök að styðjast og standast ekki skoðun. Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðislegri umræðu og það eru hagsmunir samfélagsins að þeir, og einnig við sem erum í stjórnmálum, vandi sig í hvívetna. Höfundur er oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun