Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 09:37 Íbúar New York hafa beðið lengi eftir gleðistundinni sem varð í gærkvöld þegar Knicks komust loksins aftur í úrslit austurdeildarinnar. Getty/Angelina Katsanis New York Knicks eru komnir í úrslit austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í fyrsta sinn í 25 ár, með því að slá út sjálfa meistara Boston Celtics. Sigurdans var stiginn á götum New York borgar í nótt og stjörnurnar fögnuðu ákaft í Madison Square Garden. Leikararnir Timothee Chalamet, Tracy Morgan og Ben Stiller, söngvarinn Lenny Kravitz, rapparinn Bad Bunny og að sjálfsögðu leikstjórinn Spike Lee voru í hópi þeirra sem horfðu á Knicks valta yfir Celtics í gærkvöld, 119-81, og vinna þar með einvígi liðanna 4-2. MOOD pic.twitter.com/ZH1AfZf2mK— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 17, 2025 Mikill fjöldi fólks fylgdist einnig með leiknum utandyra og þar brast út gríðarlegur fögnuður enda íbúar New York beðið lengi eftir því að lið þeirra spili loksins aftur til úrslita í austurdeildinni, og svo mögulega til úrslita um NBA-meistaratitilinn ef liðinu tekst að vinna Indiana Pacers. Það einvígi hefst á miðnætti á miðvikudagskvöld. CALL IN THE NATIONAL GUARD!KNICKS FANS ARE PARTYING ON SEVENTH AVENUE LIKE IT’S 1999! pic.twitter.com/yuBMobFvJj— ESPN New York (@ESPNNewYork) May 17, 2025 I think the Knicks won tonight? pic.twitter.com/n61h0sxSft— Andrew Yeung (@andruyeung) May 17, 2025 Jalen Brunson og OG Anunoby voru atkvæðamestir hjá Knicks í gær með 23 stig hvor en alls skoruðu sex leikmenn liðsins að minnsta kosti tíu stig hver í leiknum. Liðið setti auk þess met í sinni sögu með því að vinna 38 stiga sigur í úrslitakeppni. Mikal Bridges setti niður fjóra þrista og skoraði 22 stig, Karl-Anthony Towns skoraði 21 og Josh Hart endaði með þrefalda tvennu því hann skoraði 10 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Celtics hafði misst stjörnuleikmann sinn Jayson Tatum út með slitna hásin í leik fjögur í einvíginu en náði þó að vinna leik fimm og halda sér á lífi. Í gærkvöld átti liðið hins vegar engan möguleika og var 64-37 undir í hálfleik. Jaylen Brown var stigahæstur hjá fráfarandi meisturunum með 20 stig. NBA Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Leikararnir Timothee Chalamet, Tracy Morgan og Ben Stiller, söngvarinn Lenny Kravitz, rapparinn Bad Bunny og að sjálfsögðu leikstjórinn Spike Lee voru í hópi þeirra sem horfðu á Knicks valta yfir Celtics í gærkvöld, 119-81, og vinna þar með einvígi liðanna 4-2. MOOD pic.twitter.com/ZH1AfZf2mK— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 17, 2025 Mikill fjöldi fólks fylgdist einnig með leiknum utandyra og þar brast út gríðarlegur fögnuður enda íbúar New York beðið lengi eftir því að lið þeirra spili loksins aftur til úrslita í austurdeildinni, og svo mögulega til úrslita um NBA-meistaratitilinn ef liðinu tekst að vinna Indiana Pacers. Það einvígi hefst á miðnætti á miðvikudagskvöld. CALL IN THE NATIONAL GUARD!KNICKS FANS ARE PARTYING ON SEVENTH AVENUE LIKE IT’S 1999! pic.twitter.com/yuBMobFvJj— ESPN New York (@ESPNNewYork) May 17, 2025 I think the Knicks won tonight? pic.twitter.com/n61h0sxSft— Andrew Yeung (@andruyeung) May 17, 2025 Jalen Brunson og OG Anunoby voru atkvæðamestir hjá Knicks í gær með 23 stig hvor en alls skoruðu sex leikmenn liðsins að minnsta kosti tíu stig hver í leiknum. Liðið setti auk þess met í sinni sögu með því að vinna 38 stiga sigur í úrslitakeppni. Mikal Bridges setti niður fjóra þrista og skoraði 22 stig, Karl-Anthony Towns skoraði 21 og Josh Hart endaði með þrefalda tvennu því hann skoraði 10 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Celtics hafði misst stjörnuleikmann sinn Jayson Tatum út með slitna hásin í leik fjögur í einvíginu en náði þó að vinna leik fimm og halda sér á lífi. Í gærkvöld átti liðið hins vegar engan möguleika og var 64-37 undir í hálfleik. Jaylen Brown var stigahæstur hjá fráfarandi meisturunum með 20 stig.
NBA Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira