Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar 17. maí 2025 12:32 Nýgerður samningur Fjársýslunnar við ísraelska fyrirtækið Rapyd hefur komið illa við mörg okkar. Samkvæmt honum munu allar greiðslur almennings til skóla, sjúkrahúsa og annarra opinberra aðila fara í gegnum þetta illa þokkaða ísraelska fyrirtæki. Rapyd er illa þokkað vegna ummæla aðaleiganda þess, sem er stjónarformaður útibúsins Íslandi, í þá veru að það eina sem máli skipti sé að Ísrael sigri - og að mannfall óbreyttra borgara á Gaza skipti engu máli í því samhengi. Enn alvarlegri er þó bein þáttaka Rapyd í þjóðarmorðinu á Gaza, sem fjölmiðlar í Ísrael hafa sagt frá; vinnu með ísraelska hernum að því að rekja peningasendingar til Hamas, og fjárgjafir Rapyd til þess að kaupa útbúnað fyrir ísraelska herinn til að nota í hernaðinum. Vegna þessa fela landsliðskonur okkar í handbolta merki Rapyd á búningunum sínum. Vegna þessa hafa hundruð íslenskra fyrirtækja hætt viðskiptum við Rapyd. Vegna þessa sögðu 60% þjóðarinna í skoðanakönnun fyrir meira en ári að þau vilji ekki skipta við þau fyrirtæki sem nota greiðslumiðlun Rapyd. (Óhætt er að fullyrða að sú tala hefur hækkað með dánartölu barnanna á Gaza). Það stríðir eingfaldlega gegn siðferðiskennd okkar og samvisku að skipta við slíkt fyrirtæki. Við getum ekki hugsað okkur það. Ríkisstjórn Valkyrjanna Forsætisráðherra og utanríkisráðherra okkar hafa á alþjóðavettvangi reynt að fá aðrar þjóðir með í aðgerðir sem gætu stoppa árásir Ísraels á vopnlaust og innikróað fólk á Gaza. Kristrún og Þorgerður eiga lof skilið fyrir þessa viðleitni og einarðan málflutning sinn. Hann er Íslandi til sóma. En sá málflutningur er innantómur ef íslenska ríkið gerir á sama tíma samning við ísraelskt fyrirtæki sem tekur þátt í þessu þjóðarmorði. Það segir sig sjálft. Þriðja valkyrjan, Inga Sæland, hefur örugglega, eins og við flest, samúð og samkennd með þeim fjölda flóttamanna frá Palestínu sem fengið hafa hæli á Íslandi og getur sett sig í þeirra spor. Að þurfa að borga Rapyd í hvert sinn sem greiða þarf skólagjöld eða komu á sjúkrahús; fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þeim hörmungum og dauða sem ástvinir þeirra eru að ganga í gegnum á Gaza. Það nær ekki nokkurri átt. Mikill meirhluti Íslendinga styður málstað Palestínu fram yfir málstað Ísraels samkvæmt könnun Maskínu frá síðasta hausti. Það sem er enn athyglisverðara er að meirihluti kjósenda allra stjórnmálaflokka er þessarar skoðunar. Niðurstaða Það gengur einfaldlega ekki að ríkisvaldið gefi okkur ekkert val. Heldur neyði okkur til að skipta við fyrirtæki sem meirihluti okkar vill - af siðferðilegum ástæðum - ekki eiga nein viðskipti við. Þess vegna verða Valkyrjurnar að rifta þessum samningi við Rapyd. Það kann að kosta eitthvað fyrst svona er komið en við greiðum það gjald með gleði. Allt frekar en skipta við Rapyd í hvert sinn sem við borgum opinberum stofnunum á Íslandi. Sú tilhugsun er algerlega óbærileg. Þetta snýst um miklu meiri verðmæti en peninga. Höfundur er áhugamaður um frið og frelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nýgerður samningur Fjársýslunnar við ísraelska fyrirtækið Rapyd hefur komið illa við mörg okkar. Samkvæmt honum munu allar greiðslur almennings til skóla, sjúkrahúsa og annarra opinberra aðila fara í gegnum þetta illa þokkaða ísraelska fyrirtæki. Rapyd er illa þokkað vegna ummæla aðaleiganda þess, sem er stjónarformaður útibúsins Íslandi, í þá veru að það eina sem máli skipti sé að Ísrael sigri - og að mannfall óbreyttra borgara á Gaza skipti engu máli í því samhengi. Enn alvarlegri er þó bein þáttaka Rapyd í þjóðarmorðinu á Gaza, sem fjölmiðlar í Ísrael hafa sagt frá; vinnu með ísraelska hernum að því að rekja peningasendingar til Hamas, og fjárgjafir Rapyd til þess að kaupa útbúnað fyrir ísraelska herinn til að nota í hernaðinum. Vegna þessa fela landsliðskonur okkar í handbolta merki Rapyd á búningunum sínum. Vegna þessa hafa hundruð íslenskra fyrirtækja hætt viðskiptum við Rapyd. Vegna þessa sögðu 60% þjóðarinna í skoðanakönnun fyrir meira en ári að þau vilji ekki skipta við þau fyrirtæki sem nota greiðslumiðlun Rapyd. (Óhætt er að fullyrða að sú tala hefur hækkað með dánartölu barnanna á Gaza). Það stríðir eingfaldlega gegn siðferðiskennd okkar og samvisku að skipta við slíkt fyrirtæki. Við getum ekki hugsað okkur það. Ríkisstjórn Valkyrjanna Forsætisráðherra og utanríkisráðherra okkar hafa á alþjóðavettvangi reynt að fá aðrar þjóðir með í aðgerðir sem gætu stoppa árásir Ísraels á vopnlaust og innikróað fólk á Gaza. Kristrún og Þorgerður eiga lof skilið fyrir þessa viðleitni og einarðan málflutning sinn. Hann er Íslandi til sóma. En sá málflutningur er innantómur ef íslenska ríkið gerir á sama tíma samning við ísraelskt fyrirtæki sem tekur þátt í þessu þjóðarmorði. Það segir sig sjálft. Þriðja valkyrjan, Inga Sæland, hefur örugglega, eins og við flest, samúð og samkennd með þeim fjölda flóttamanna frá Palestínu sem fengið hafa hæli á Íslandi og getur sett sig í þeirra spor. Að þurfa að borga Rapyd í hvert sinn sem greiða þarf skólagjöld eða komu á sjúkrahús; fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þeim hörmungum og dauða sem ástvinir þeirra eru að ganga í gegnum á Gaza. Það nær ekki nokkurri átt. Mikill meirhluti Íslendinga styður málstað Palestínu fram yfir málstað Ísraels samkvæmt könnun Maskínu frá síðasta hausti. Það sem er enn athyglisverðara er að meirihluti kjósenda allra stjórnmálaflokka er þessarar skoðunar. Niðurstaða Það gengur einfaldlega ekki að ríkisvaldið gefi okkur ekkert val. Heldur neyði okkur til að skipta við fyrirtæki sem meirihluti okkar vill - af siðferðilegum ástæðum - ekki eiga nein viðskipti við. Þess vegna verða Valkyrjurnar að rifta þessum samningi við Rapyd. Það kann að kosta eitthvað fyrst svona er komið en við greiðum það gjald með gleði. Allt frekar en skipta við Rapyd í hvert sinn sem við borgum opinberum stofnunum á Íslandi. Sú tilhugsun er algerlega óbærileg. Þetta snýst um miklu meiri verðmæti en peninga. Höfundur er áhugamaður um frið og frelsi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun