Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 08:02 Dagur Dan Þórhallsson fagnar eftir markið sitt gegn Inter Miami í gærkvöld. Getty/Michael Pimentel Dagur Dan Þórhallsson hefur átt draumadaga undanfarið því viku eftir að hafa orðið pabbi þá skoraði hann í gærkvöld í leik við Lionel Messi og félaga í Inter Miami. Inter Miami var með gömlu Barcelona-stjörnurnar Messi, Luis Suárez, Sergio Busquets og Jordi Alba allar í sínu liði en varð að sætta sig við 3-0 tap á heimavelli gegn Orlando City. Dagur kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og skoraði þriðja mark Orlando í uppbótartíma, eins og sjá má hér að neðan. The exclamation point from @OrlandoCitySC ‼️Dagur Thorhallsson closes out a 3-0 win over Inter Miami. pic.twitter.com/jNJev3GpKF— Major League Soccer (@MLS) May 19, 2025 Dagur og Friðrika Arnardóttir, fyrrverandi markvörður Þróttar, höfðu saman eignast soninn Arnór Dan helgina áður, eða 11. maí, og föðurhlutverkið virðist leggjast vel í Dag miðað við frammistöðuna innan vallar í gær. View this post on Instagram A post shared by Friðrika Arnardóttir (@fridrikaarnard) You can call him Dagur Dad 🥹Big congrats to the Thórhallsson family on their newest addition 💜 pic.twitter.com/PBe2kS9kPM— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) May 15, 2025 Orlando komst með sigrinum upp fyrir Inter Miami í austurdeild MLS-deildarinnar og ófarir Inter halda áfram, því liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. Orlando er með 24 stig eftir 14 leiki en Inter með 22 stig eftir 13 leiki, en liðin sitja í 5. og 6. sæti austurdeildarinnar. Philadelphia Union og Cincinnati eru þar efst með 29 stig. Þó að undanfarnir dagar verði eflaust ógleymanlegir fyrir Dag þá hefðu þeir getað orðið enn betri ef hann hefði verið valinn í A-landsliðshópinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Skotland og Norður-Írland 6. og 10. júní. Hann hefur hins vegar ekki hlotið náð fyrir augum Arnars Gunnlaugssonar landsliðsþjálfara enn sem komið er. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Inter Miami var með gömlu Barcelona-stjörnurnar Messi, Luis Suárez, Sergio Busquets og Jordi Alba allar í sínu liði en varð að sætta sig við 3-0 tap á heimavelli gegn Orlando City. Dagur kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og skoraði þriðja mark Orlando í uppbótartíma, eins og sjá má hér að neðan. The exclamation point from @OrlandoCitySC ‼️Dagur Thorhallsson closes out a 3-0 win over Inter Miami. pic.twitter.com/jNJev3GpKF— Major League Soccer (@MLS) May 19, 2025 Dagur og Friðrika Arnardóttir, fyrrverandi markvörður Þróttar, höfðu saman eignast soninn Arnór Dan helgina áður, eða 11. maí, og föðurhlutverkið virðist leggjast vel í Dag miðað við frammistöðuna innan vallar í gær. View this post on Instagram A post shared by Friðrika Arnardóttir (@fridrikaarnard) You can call him Dagur Dad 🥹Big congrats to the Thórhallsson family on their newest addition 💜 pic.twitter.com/PBe2kS9kPM— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) May 15, 2025 Orlando komst með sigrinum upp fyrir Inter Miami í austurdeild MLS-deildarinnar og ófarir Inter halda áfram, því liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. Orlando er með 24 stig eftir 14 leiki en Inter með 22 stig eftir 13 leiki, en liðin sitja í 5. og 6. sæti austurdeildarinnar. Philadelphia Union og Cincinnati eru þar efst með 29 stig. Þó að undanfarnir dagar verði eflaust ógleymanlegir fyrir Dag þá hefðu þeir getað orðið enn betri ef hann hefði verið valinn í A-landsliðshópinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Skotland og Norður-Írland 6. og 10. júní. Hann hefur hins vegar ekki hlotið náð fyrir augum Arnars Gunnlaugssonar landsliðsþjálfara enn sem komið er.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira