Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 08:02 Dagur Dan Þórhallsson fagnar eftir markið sitt gegn Inter Miami í gærkvöld. Getty/Michael Pimentel Dagur Dan Þórhallsson hefur átt draumadaga undanfarið því viku eftir að hafa orðið pabbi þá skoraði hann í gærkvöld í leik við Lionel Messi og félaga í Inter Miami. Inter Miami var með gömlu Barcelona-stjörnurnar Messi, Luis Suárez, Sergio Busquets og Jordi Alba allar í sínu liði en varð að sætta sig við 3-0 tap á heimavelli gegn Orlando City. Dagur kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og skoraði þriðja mark Orlando í uppbótartíma, eins og sjá má hér að neðan. The exclamation point from @OrlandoCitySC ‼️Dagur Thorhallsson closes out a 3-0 win over Inter Miami. pic.twitter.com/jNJev3GpKF— Major League Soccer (@MLS) May 19, 2025 Dagur og Friðrika Arnardóttir, fyrrverandi markvörður Þróttar, höfðu saman eignast soninn Arnór Dan helgina áður, eða 11. maí, og föðurhlutverkið virðist leggjast vel í Dag miðað við frammistöðuna innan vallar í gær. View this post on Instagram A post shared by Friðrika Arnardóttir (@fridrikaarnard) You can call him Dagur Dad 🥹Big congrats to the Thórhallsson family on their newest addition 💜 pic.twitter.com/PBe2kS9kPM— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) May 15, 2025 Orlando komst með sigrinum upp fyrir Inter Miami í austurdeild MLS-deildarinnar og ófarir Inter halda áfram, því liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. Orlando er með 24 stig eftir 14 leiki en Inter með 22 stig eftir 13 leiki, en liðin sitja í 5. og 6. sæti austurdeildarinnar. Philadelphia Union og Cincinnati eru þar efst með 29 stig. Þó að undanfarnir dagar verði eflaust ógleymanlegir fyrir Dag þá hefðu þeir getað orðið enn betri ef hann hefði verið valinn í A-landsliðshópinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Skotland og Norður-Írland 6. og 10. júní. Hann hefur hins vegar ekki hlotið náð fyrir augum Arnars Gunnlaugssonar landsliðsþjálfara enn sem komið er. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Inter Miami var með gömlu Barcelona-stjörnurnar Messi, Luis Suárez, Sergio Busquets og Jordi Alba allar í sínu liði en varð að sætta sig við 3-0 tap á heimavelli gegn Orlando City. Dagur kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og skoraði þriðja mark Orlando í uppbótartíma, eins og sjá má hér að neðan. The exclamation point from @OrlandoCitySC ‼️Dagur Thorhallsson closes out a 3-0 win over Inter Miami. pic.twitter.com/jNJev3GpKF— Major League Soccer (@MLS) May 19, 2025 Dagur og Friðrika Arnardóttir, fyrrverandi markvörður Þróttar, höfðu saman eignast soninn Arnór Dan helgina áður, eða 11. maí, og föðurhlutverkið virðist leggjast vel í Dag miðað við frammistöðuna innan vallar í gær. View this post on Instagram A post shared by Friðrika Arnardóttir (@fridrikaarnard) You can call him Dagur Dad 🥹Big congrats to the Thórhallsson family on their newest addition 💜 pic.twitter.com/PBe2kS9kPM— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) May 15, 2025 Orlando komst með sigrinum upp fyrir Inter Miami í austurdeild MLS-deildarinnar og ófarir Inter halda áfram, því liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. Orlando er með 24 stig eftir 14 leiki en Inter með 22 stig eftir 13 leiki, en liðin sitja í 5. og 6. sæti austurdeildarinnar. Philadelphia Union og Cincinnati eru þar efst með 29 stig. Þó að undanfarnir dagar verði eflaust ógleymanlegir fyrir Dag þá hefðu þeir getað orðið enn betri ef hann hefði verið valinn í A-landsliðshópinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Skotland og Norður-Írland 6. og 10. júní. Hann hefur hins vegar ekki hlotið náð fyrir augum Arnars Gunnlaugssonar landsliðsþjálfara enn sem komið er.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira