Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar 19. maí 2025 09:02 Sjávarflóð eru náttúruvá sem Íslendingar þurfa að búa við og mikilvægt er að bregðast við á viðeigandi hátt. Líkt og í baráttunni við ofanflóð, þar sem sterk og markviss varnarvinna hefur skilað góðum árangri, er nauðsynlegt að setja upp öflugar sjóvarnir til að lágmarka skaða af völdum sjávarflóða. Hækkandi sjávarstaða og auknar veðursveiflur gera það að verkum að mikilvægi sjóvarna hefur aldrei verið meira. Samkvæmt áætlunum samgönguáætlunar er gert ráð fyrir að verja 150 milljónum króna árlega í sjóvarnir á landsvísu. Það er ljóst að þessi upphæð er langt frá því að nægja til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem skapast hefur á undanförnum árum, sérstaklega á þeim svæðum sem eru hvað viðkvæmust fyrir ágangi sjávar. Á Suðurnesjum hafa ítrekað komið upp tilvik þar sem sjávarflóð hafa ógnað byggð og innviðum. Í Suðurnesjabæ varð stórtjón 1. mars 2025 þegar hafnarmannvirki og aðrar eignir urðu fyrir miklum skaða af völdum sjávarflóða. Bændur og landeigendur urðu fyrir verulegu tjóni og annar golfvöllurinn í sveitarfélaginu var illa leikinn. Kirkjugarðar voru einnig í stórhættu á að verða fyrir ágangi sjávar. Ástandið er þannig að jafnvel þyrfti í raun að nýta alla þá fjárhæð sem ætluð er í sjóvarnir á landsvísu eingöngu í Suðurnesjabæ til að tryggja nauðsynlegar varnir þar. Þetta undirstrikar hversu brýnt það er að endurskoða fjármögnun sjóvarna hér á landi. Eitt mögulegt úrræði væri að skoða stofnun sérstaks sjávarflóðasjóðs að fyrirmynd ofanflóðasjóðs. Þannig mætti tryggja samræmda stefnu og stöðugan fjárhagslegan stuðning við varnir gegn sjávarflóðum um landið allt. Að sama skapi mætti horfa til þess að auka fjárveitingar ríkisins í sjóvarnir og setja slíkt á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Þegar horft er til framtíðar er ljóst að vandinn mun aðeins aukast. Loftslagsbreytingar, hækkandi sjávarstaða og aukin tíðni óveðra eru staðreyndir sem ekki er hægt að líta framhjá. Nú er tíminn til að bregðast við – áður en kostnaðurinn við aðgerðir verður óviðráðanlegur. Ég skora á ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokki fólksins að setja sjávarflóð og sjóvarnir á dagskrá. Það er deginum ljósara að þörfin er knýjandi og hún á aðeins eftir að aukast á komandi árum. Nú er mikilvægt að grípa til aðgerða til að tryggja vernd viðkvæmra svæða fyrir sjávarflóðum. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Framsóknarflokkurinn Suðurnesjabær Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sjávarflóð eru náttúruvá sem Íslendingar þurfa að búa við og mikilvægt er að bregðast við á viðeigandi hátt. Líkt og í baráttunni við ofanflóð, þar sem sterk og markviss varnarvinna hefur skilað góðum árangri, er nauðsynlegt að setja upp öflugar sjóvarnir til að lágmarka skaða af völdum sjávarflóða. Hækkandi sjávarstaða og auknar veðursveiflur gera það að verkum að mikilvægi sjóvarna hefur aldrei verið meira. Samkvæmt áætlunum samgönguáætlunar er gert ráð fyrir að verja 150 milljónum króna árlega í sjóvarnir á landsvísu. Það er ljóst að þessi upphæð er langt frá því að nægja til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem skapast hefur á undanförnum árum, sérstaklega á þeim svæðum sem eru hvað viðkvæmust fyrir ágangi sjávar. Á Suðurnesjum hafa ítrekað komið upp tilvik þar sem sjávarflóð hafa ógnað byggð og innviðum. Í Suðurnesjabæ varð stórtjón 1. mars 2025 þegar hafnarmannvirki og aðrar eignir urðu fyrir miklum skaða af völdum sjávarflóða. Bændur og landeigendur urðu fyrir verulegu tjóni og annar golfvöllurinn í sveitarfélaginu var illa leikinn. Kirkjugarðar voru einnig í stórhættu á að verða fyrir ágangi sjávar. Ástandið er þannig að jafnvel þyrfti í raun að nýta alla þá fjárhæð sem ætluð er í sjóvarnir á landsvísu eingöngu í Suðurnesjabæ til að tryggja nauðsynlegar varnir þar. Þetta undirstrikar hversu brýnt það er að endurskoða fjármögnun sjóvarna hér á landi. Eitt mögulegt úrræði væri að skoða stofnun sérstaks sjávarflóðasjóðs að fyrirmynd ofanflóðasjóðs. Þannig mætti tryggja samræmda stefnu og stöðugan fjárhagslegan stuðning við varnir gegn sjávarflóðum um landið allt. Að sama skapi mætti horfa til þess að auka fjárveitingar ríkisins í sjóvarnir og setja slíkt á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Þegar horft er til framtíðar er ljóst að vandinn mun aðeins aukast. Loftslagsbreytingar, hækkandi sjávarstaða og aukin tíðni óveðra eru staðreyndir sem ekki er hægt að líta framhjá. Nú er tíminn til að bregðast við – áður en kostnaðurinn við aðgerðir verður óviðráðanlegur. Ég skora á ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokki fólksins að setja sjávarflóð og sjóvarnir á dagskrá. Það er deginum ljósara að þörfin er knýjandi og hún á aðeins eftir að aukast á komandi árum. Nú er mikilvægt að grípa til aðgerða til að tryggja vernd viðkvæmra svæða fyrir sjávarflóðum. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun