Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar 19. maí 2025 14:02 Við höfum séð þetta áður. Við fjármálahrunið 2008 voru merki um að stefndi í stórslys, en lítið var aðhafst fyrr en allt var komið í óefni. Nú hafa hrannast upp augljósar staðreyndir um hrun í menntakerfinu árum saman þar sem 40% nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir tíu ára skyldunám. Nú síðast voru börn í 7. bekk í Breiðholti látin þreyta samræmd próf fyrir 7. bekk. Í stuttu máli sagt var árangur af þessu prófi ekki í neinu samræmi við það sem skólinn hafði fullyrt hvaða þekkingu nemendur byggju yfir. Raunin var að nemendur stóðu miklu verr en gefið hafði verið til kynna. Þetta kom ekki upp að frumkvæði skólayfirvalda heldur vegna þess að foreldrar kröfðust þess að fá raunsanna mynd af stöðu barnanna sinna. Þessi staða hefði sennilega aldrei komið í ljós nema vegna þrýstings foreldra. Það er því réttlætanlegt að spyrja: Hvers vegna fá nemendur og foreldrar almennt ekki raunhæfa mynd af námslegri stöðu barna sinna? Hvers vegna þurfa foreldrar sjálfir að krefjast þess að fá að vita sannleikann? Er þetta ástand raunar mun alvarlegra en við viljum viðurkenna? Ég er hræddur um að þetta dæmi endurspegli stöðu í mörgum öðrum skólum landsins. Foreldrar og nemendur eru látnir trúa því að staðan sé betri en hún er í raun. Við erum að halda áfram inn í framtíð sem byggð er á fölskum forsendum um færni næstu kynslóða. Það þarf að fara í landsátak núna – áður en skólarnir loka í vor – og framkvæma stöðumat í ÖLLUM grunnskólum landsins í 4., 7. og 9. bekk. Við verðum að vita hver staðan er í raun og veru svo við getum gripið til viðeigandi aðgerða. Þetta snýst um miklu meira en einkunnir eða próf – þetta snýst um framtíð barnanna okkar og samfélagsins alls. Það er óásættanlegt að menntakerfið, sem á að vera grunnstoð samfélagsins, hegði sér eins og fjármálakerfið gerði fyrir hrun. Viðvörunarljósin blikka – en lítið er aðhafst. Hér er það framtíð barna sem er undir, þá voru það peningar. Lítið heyrist líka í hinum almenna kennara um stöðuna. Ég veit að þetta er ekki ástand sem þeir vilja eða sætta sig við, en þetta er ábyrgð okkar allra. Fetið í fótspor hugrakkra foreldra í Breiðholti sem stóðu með börnunum sínum, krefjist þess að fá raunverulega og gagnsæja mynd af stöðu barna ykkar. Aðeins þannig getum við tryggt að þau fái það nám sem þau eiga rétt á. Það er ekki mikið mál að endurtaka þá framkvæmd sem var gerð í Breiðholti. Það er aðeins vilji sem þarf. Nú er rétti tíminn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við höfum séð þetta áður. Við fjármálahrunið 2008 voru merki um að stefndi í stórslys, en lítið var aðhafst fyrr en allt var komið í óefni. Nú hafa hrannast upp augljósar staðreyndir um hrun í menntakerfinu árum saman þar sem 40% nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir tíu ára skyldunám. Nú síðast voru börn í 7. bekk í Breiðholti látin þreyta samræmd próf fyrir 7. bekk. Í stuttu máli sagt var árangur af þessu prófi ekki í neinu samræmi við það sem skólinn hafði fullyrt hvaða þekkingu nemendur byggju yfir. Raunin var að nemendur stóðu miklu verr en gefið hafði verið til kynna. Þetta kom ekki upp að frumkvæði skólayfirvalda heldur vegna þess að foreldrar kröfðust þess að fá raunsanna mynd af stöðu barnanna sinna. Þessi staða hefði sennilega aldrei komið í ljós nema vegna þrýstings foreldra. Það er því réttlætanlegt að spyrja: Hvers vegna fá nemendur og foreldrar almennt ekki raunhæfa mynd af námslegri stöðu barna sinna? Hvers vegna þurfa foreldrar sjálfir að krefjast þess að fá að vita sannleikann? Er þetta ástand raunar mun alvarlegra en við viljum viðurkenna? Ég er hræddur um að þetta dæmi endurspegli stöðu í mörgum öðrum skólum landsins. Foreldrar og nemendur eru látnir trúa því að staðan sé betri en hún er í raun. Við erum að halda áfram inn í framtíð sem byggð er á fölskum forsendum um færni næstu kynslóða. Það þarf að fara í landsátak núna – áður en skólarnir loka í vor – og framkvæma stöðumat í ÖLLUM grunnskólum landsins í 4., 7. og 9. bekk. Við verðum að vita hver staðan er í raun og veru svo við getum gripið til viðeigandi aðgerða. Þetta snýst um miklu meira en einkunnir eða próf – þetta snýst um framtíð barnanna okkar og samfélagsins alls. Það er óásættanlegt að menntakerfið, sem á að vera grunnstoð samfélagsins, hegði sér eins og fjármálakerfið gerði fyrir hrun. Viðvörunarljósin blikka – en lítið er aðhafst. Hér er það framtíð barna sem er undir, þá voru það peningar. Lítið heyrist líka í hinum almenna kennara um stöðuna. Ég veit að þetta er ekki ástand sem þeir vilja eða sætta sig við, en þetta er ábyrgð okkar allra. Fetið í fótspor hugrakkra foreldra í Breiðholti sem stóðu með börnunum sínum, krefjist þess að fá raunverulega og gagnsæja mynd af stöðu barna ykkar. Aðeins þannig getum við tryggt að þau fái það nám sem þau eiga rétt á. Það er ekki mikið mál að endurtaka þá framkvæmd sem var gerð í Breiðholti. Það er aðeins vilji sem þarf. Nú er rétti tíminn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun