Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2025 23:48 Donald Trump, forseti, og Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, í þinghúsi Bandaríkjanna í dag. AP/Rod Lamkey, Jr. Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. Talið er að um sé að ræða allt að tólf manns og voru þau færð í flugvél í Texas í dag og flogið af stað til Afríku. Lögmaður eins þeirra hefur beðið dómara um að koma í veg fyrir brottflutninginn. Hann sagðist samkvæmt Reuters ætla að íhuga að skipa ríkisstjórninni að snúa flugvélinni við. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við öryggisástandinu í Suður-Súdan og að spenna þar geti leitt til þess að borgarastyrjöld sem lauk árið 2018 blossi upp á nýjan leik. Umræddur dómari hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld mættu ekki flytja flótta- og farandfólk til annarra ríkja en upprunalanda þeirra, án þess að þau fengju fyrst að mæta í dómsal og verjast brottflutningnum. Þá var verið að flytja fólk frá Víetnam, Laos og Filippseyjum til Líbíu. Mega ekki flytja fólkið til upprunalanda Þetta er í kjölfar þess að heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna skipaði í febrúar starfsmönnum að finna leiðir til að flytja farand- og flóttafólk sem ekki má flytja til heimalanda þeirra til annarra ríkja í staðinn. Dómarinn sagði að ekki mætti brjóta á stjórnarskrárbundnum rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Umrædd réttindi kallast „habeas corpus“ og fela í sér að ekki sé hægt að fangelsa einstaklinga án þess að þeir séu leiddir fyrir dómara og án þess að viðkomandi fái réttlæta málsmeðferð. Kveðið er á um þennan rétt í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta á við alla sem eru í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru borgarar eða ekki. Einn nánasti ráðgjafi Trumps lýsti því nýverið yfir að verið væri að skoða leiðir til að leggja þennan rétt til hliðar, á grunni þess að flæði farand- og flóttafólks til Bandaríkjanna væri í raun innrás. Var það eftir að Trump sjálfur sagði þennan rétt fólks standa í vegi hans varðandi ætlanir um að vísa milljónum manna úr landi. Trump og ráðgjafar hans hafa ítrekað haldið því fram að flæði farand- og flóttafólks yfir landamæri Bandaríkjanna sé í raun innrás. Á þeim grunni hefur ríkisstjórnin notast við aldagömul lög sem á ensku kallast „Alien enemies act“ til að vísa fólki úr landi og í mörgum tilfellum án þess að það hafi fengið réttmæta málsmeðferð. Sjá einnig: Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Lög þessi eru helst þekkt fyrir að hafa verið notuð á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar til að setja bandaríska ríkisborgara sem áttu rætur að rekja til Japan, Þýskalands eða Ítalíu í fangabúðir. Ráðherra sneri réttinum á hvolf Kristi Noem, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Dakóta og núverandi heimavarnaráðherra, var spurð að því á þingi í dag hvort hún vissi hvað habeas corpus væri. Hún staðhæfði að um væri að ræða stjórnarskrárbundinn rétt forsetans til að vísa fólki úr landi og til að „svipta fólk réttinum til…“ Hún var stöðvuð áður en hún kláraði svarið. Reuters sagði einnig frá því í dag að fólk sem er í Bandaríkjunum ólöglega hafi fengið mjög háar sektir á undanförnum dögum. Ein þeirra, sem á son sem er bandarískur ríkisborgari, var sektuð um 1,8 milljónir dala. Lögmenn sem rætt var við segja að fólk hafi verið sektað allt frá nokkrum þúsundum dala upp í 1,8 milljónir. Fólkinu var sagt að það hefði þrjátíu daga til að mótmæla sektinni og færa rök fyrir því af hverju þau ættu ekki að þurfa að greiða hana. Með þessu vilja meðlimir ríkisstjórnar Trumps þrýsta á fólk til að yfirgefa Bandaríkin sjálft. Bandaríkin Donald Trump Suður-Súdan Flóttamenn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Talið er að um sé að ræða allt að tólf manns og voru þau færð í flugvél í Texas í dag og flogið af stað til Afríku. Lögmaður eins þeirra hefur beðið dómara um að koma í veg fyrir brottflutninginn. Hann sagðist samkvæmt Reuters ætla að íhuga að skipa ríkisstjórninni að snúa flugvélinni við. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við öryggisástandinu í Suður-Súdan og að spenna þar geti leitt til þess að borgarastyrjöld sem lauk árið 2018 blossi upp á nýjan leik. Umræddur dómari hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld mættu ekki flytja flótta- og farandfólk til annarra ríkja en upprunalanda þeirra, án þess að þau fengju fyrst að mæta í dómsal og verjast brottflutningnum. Þá var verið að flytja fólk frá Víetnam, Laos og Filippseyjum til Líbíu. Mega ekki flytja fólkið til upprunalanda Þetta er í kjölfar þess að heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna skipaði í febrúar starfsmönnum að finna leiðir til að flytja farand- og flóttafólk sem ekki má flytja til heimalanda þeirra til annarra ríkja í staðinn. Dómarinn sagði að ekki mætti brjóta á stjórnarskrárbundnum rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Umrædd réttindi kallast „habeas corpus“ og fela í sér að ekki sé hægt að fangelsa einstaklinga án þess að þeir séu leiddir fyrir dómara og án þess að viðkomandi fái réttlæta málsmeðferð. Kveðið er á um þennan rétt í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta á við alla sem eru í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru borgarar eða ekki. Einn nánasti ráðgjafi Trumps lýsti því nýverið yfir að verið væri að skoða leiðir til að leggja þennan rétt til hliðar, á grunni þess að flæði farand- og flóttafólks til Bandaríkjanna væri í raun innrás. Var það eftir að Trump sjálfur sagði þennan rétt fólks standa í vegi hans varðandi ætlanir um að vísa milljónum manna úr landi. Trump og ráðgjafar hans hafa ítrekað haldið því fram að flæði farand- og flóttafólks yfir landamæri Bandaríkjanna sé í raun innrás. Á þeim grunni hefur ríkisstjórnin notast við aldagömul lög sem á ensku kallast „Alien enemies act“ til að vísa fólki úr landi og í mörgum tilfellum án þess að það hafi fengið réttmæta málsmeðferð. Sjá einnig: Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Lög þessi eru helst þekkt fyrir að hafa verið notuð á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar til að setja bandaríska ríkisborgara sem áttu rætur að rekja til Japan, Þýskalands eða Ítalíu í fangabúðir. Ráðherra sneri réttinum á hvolf Kristi Noem, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Dakóta og núverandi heimavarnaráðherra, var spurð að því á þingi í dag hvort hún vissi hvað habeas corpus væri. Hún staðhæfði að um væri að ræða stjórnarskrárbundinn rétt forsetans til að vísa fólki úr landi og til að „svipta fólk réttinum til…“ Hún var stöðvuð áður en hún kláraði svarið. Reuters sagði einnig frá því í dag að fólk sem er í Bandaríkjunum ólöglega hafi fengið mjög háar sektir á undanförnum dögum. Ein þeirra, sem á son sem er bandarískur ríkisborgari, var sektuð um 1,8 milljónir dala. Lögmenn sem rætt var við segja að fólk hafi verið sektað allt frá nokkrum þúsundum dala upp í 1,8 milljónir. Fólkinu var sagt að það hefði þrjátíu daga til að mótmæla sektinni og færa rök fyrir því af hverju þau ættu ekki að þurfa að greiða hana. Með þessu vilja meðlimir ríkisstjórnar Trumps þrýsta á fólk til að yfirgefa Bandaríkin sjálft.
Bandaríkin Donald Trump Suður-Súdan Flóttamenn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira