Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar 21. maí 2025 12:33 Mannkynssagan virðist gerast frammi fyrir augum okkar þessa dagana og víða má sjá veðrabrigði í lofti. Vopnuð átök, vígbúnaðarkapphlaup, tollastríð, kaldrifjuð stórveldapólitík og óvissa um leikreglur og fjármögnun stofnana sem stýrt hafa alþjóðamálum, þróun og mannúð í áttatíu ár. Reynt er að taka baráttuna við loftslagsbreytingar af dagskrá þó hamfarahlýnun sé áfram í óheftum vexti og sjúkdómar sem áður var haldið í skefjum með reglubundnum bólusetningum eru komnir aftur á stjá. Þessi heimsmynd ætti að vera bönnuð börnum. Ef einungis að það væri hægt. Ákvarðanir sem fullorðið fólk mun taka – eða ekki þora að taka – til að takast á við þessar risavöxnu og manngerðu áskoranir munu hafa bein áhrif á börn dagsins í dag og kynslóðir sem á eftir koma. Réttindi hundruð milljóna barna um allan heim til lífs og þroska, öryggis, menntunar, næringar, fjölskyldu, leiks og hvíldar hanga á hnífsegg stórra ákvarðana sem taldar eru skilyrtar af öðru en réttindum barna. Þriðja grein Barnasáttmálans segir engu að síður að þegar fullorðnir taka ákvarðanir eigi þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Ef bestu hagsmunir barna lægju til grundvallar ákvörðunum valdhafa, gæti þá niðurstaðan mögulega breyst þegar fjallað er um ... ... vopnakaup, hernaðaruppbyggingu og átök? ... mikilvægi þróunarsamvinnu? ... tollamál? ... fjárfestingar í orkugjöfum? ... fjárfestingar í menntun, félags- og heilbrigðisþjónustu? Í bölmóði heimsfréttanna þá megum við ekki gleyma því að það er önnur og merkilegri frásögn í boði. Því þegar stórhuga fólk þorir að taka ákvarðanir um heildarhag og að forgangsraða réttindum barna þá getum við fært fjöll. Á síðustu 50 árum hafa bólusetningar bjargað lífi 146 milljóna barna, sem er 40% af fækkun ungbarnadauða á tímabilinu. Bara á síðustu 25 árum höfum við helmingað fjölda barna sem lifa ekki 5 ára afmælisdaginn sinn og dregið úr rýrnun (alvarlegri vannæringu) um þriðjung. Á sama tíma hefur fjöldi stúlkna sem fæða barn á aldrinum 15-19 ára minnkað um helming. Á einu ári, 2023, var hægt að tryggja 40 milljónum barna og ungmenna (helmingur þeirra stúlkur) menntun, þar með talið 17 milljónum barna í neyðaraðstæðum. Fleiri börn njóta lífs og þroska, menntunar og barnæsku en nokkru sinni fyrr! UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur einstakt umboð frá öllum þjóðum heimsins til að tryggja réttindi barna – allra barna. Þegar aðrir líta undan áskorunum og stórum ákvörðunum um framtíðina þá horfum við áfram. Við vitum hvað er í húfi, við þekkjum lausnirnar og við kunnum að ná árangri í öflugu samstarfi við ótal, ómetanlega samstarfsaðila. Saman erum við sterkari. Súrefnið í starf UNICEF er fjármagn og þekking á réttindum barna. Þar leikur landsnefnd UNICEF á Íslandi gríðarlega mikilvægt hlutverk því hún auðveldar tugum þúsunda einstaklinga og fjölda fyrirtækja að styðja fjárhagslega við verkefni UNICEF og starfsemin tryggir jafnframt fræðslu og aðgerðir á grunni Barnasáttmálans í tugum skólastofnana og sveitarfélaga. Í ársskýrslu UNICEF á Íslandi sem kom út í dag í tilefni ársfundar landsnefndarinnar fögnum við þeim mikla árangri sem náðist í fjáröflun, fræðslu og réttindum barna á síðasta ári, sem jafnframt var 20. starfsár landsnefndarinnar. Þrátt fyrir margar áskoranir þá er mörgu að fagna og við horfum ótrauð áfram – fyrir öll börn. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Mannkynssagan virðist gerast frammi fyrir augum okkar þessa dagana og víða má sjá veðrabrigði í lofti. Vopnuð átök, vígbúnaðarkapphlaup, tollastríð, kaldrifjuð stórveldapólitík og óvissa um leikreglur og fjármögnun stofnana sem stýrt hafa alþjóðamálum, þróun og mannúð í áttatíu ár. Reynt er að taka baráttuna við loftslagsbreytingar af dagskrá þó hamfarahlýnun sé áfram í óheftum vexti og sjúkdómar sem áður var haldið í skefjum með reglubundnum bólusetningum eru komnir aftur á stjá. Þessi heimsmynd ætti að vera bönnuð börnum. Ef einungis að það væri hægt. Ákvarðanir sem fullorðið fólk mun taka – eða ekki þora að taka – til að takast á við þessar risavöxnu og manngerðu áskoranir munu hafa bein áhrif á börn dagsins í dag og kynslóðir sem á eftir koma. Réttindi hundruð milljóna barna um allan heim til lífs og þroska, öryggis, menntunar, næringar, fjölskyldu, leiks og hvíldar hanga á hnífsegg stórra ákvarðana sem taldar eru skilyrtar af öðru en réttindum barna. Þriðja grein Barnasáttmálans segir engu að síður að þegar fullorðnir taka ákvarðanir eigi þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Ef bestu hagsmunir barna lægju til grundvallar ákvörðunum valdhafa, gæti þá niðurstaðan mögulega breyst þegar fjallað er um ... ... vopnakaup, hernaðaruppbyggingu og átök? ... mikilvægi þróunarsamvinnu? ... tollamál? ... fjárfestingar í orkugjöfum? ... fjárfestingar í menntun, félags- og heilbrigðisþjónustu? Í bölmóði heimsfréttanna þá megum við ekki gleyma því að það er önnur og merkilegri frásögn í boði. Því þegar stórhuga fólk þorir að taka ákvarðanir um heildarhag og að forgangsraða réttindum barna þá getum við fært fjöll. Á síðustu 50 árum hafa bólusetningar bjargað lífi 146 milljóna barna, sem er 40% af fækkun ungbarnadauða á tímabilinu. Bara á síðustu 25 árum höfum við helmingað fjölda barna sem lifa ekki 5 ára afmælisdaginn sinn og dregið úr rýrnun (alvarlegri vannæringu) um þriðjung. Á sama tíma hefur fjöldi stúlkna sem fæða barn á aldrinum 15-19 ára minnkað um helming. Á einu ári, 2023, var hægt að tryggja 40 milljónum barna og ungmenna (helmingur þeirra stúlkur) menntun, þar með talið 17 milljónum barna í neyðaraðstæðum. Fleiri börn njóta lífs og þroska, menntunar og barnæsku en nokkru sinni fyrr! UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur einstakt umboð frá öllum þjóðum heimsins til að tryggja réttindi barna – allra barna. Þegar aðrir líta undan áskorunum og stórum ákvörðunum um framtíðina þá horfum við áfram. Við vitum hvað er í húfi, við þekkjum lausnirnar og við kunnum að ná árangri í öflugu samstarfi við ótal, ómetanlega samstarfsaðila. Saman erum við sterkari. Súrefnið í starf UNICEF er fjármagn og þekking á réttindum barna. Þar leikur landsnefnd UNICEF á Íslandi gríðarlega mikilvægt hlutverk því hún auðveldar tugum þúsunda einstaklinga og fjölda fyrirtækja að styðja fjárhagslega við verkefni UNICEF og starfsemin tryggir jafnframt fræðslu og aðgerðir á grunni Barnasáttmálans í tugum skólastofnana og sveitarfélaga. Í ársskýrslu UNICEF á Íslandi sem kom út í dag í tilefni ársfundar landsnefndarinnar fögnum við þeim mikla árangri sem náðist í fjáröflun, fræðslu og réttindum barna á síðasta ári, sem jafnframt var 20. starfsár landsnefndarinnar. Þrátt fyrir margar áskoranir þá er mörgu að fagna og við horfum ótrauð áfram – fyrir öll börn. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun