Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Bjarki Sigurðsson skrifar 21. maí 2025 21:45 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Sigurjón Alþingi braut ekki gegn stjórnarskrá þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á síðasta ári. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir stjórnarandstöðuna ganga erinda sérhagsmuna ætli hún að berjast gegn því að frumvarpið verði dregið til baka. Með lagabreytingunni voru kjötafurðastöðvar meðal annars gerðar undanskildar samkeppnislögum. Upphaflegt frumvarp fór í gegnum fyrstu umræðu á þinginu og þótti það þegar afar umdeilt. Atvinnuveganefnd tók svo við því og breytti því verulega, til hins verra að mati Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna og annarra. Svo fór að heildsalan og kjötinnflytjandinn Innnes lét reyna á lögin fyrir héraðsdómi. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að lögin stríddu gegn stjórnarskrá. Málinu var svo áfrýjað beint til Hæstaréttar. Deilt var um hversu miklum breytingum frumvarp má taka í gegnum þær þrjár umræður sem það fer í gegnum á Alþingi. Að mati Hæstaréttar, má það taka talsverðum breytingum miðað við núverandi lög. „Dómurinn er auðvitað vonbrigði að því leytinu til að svigrúm til breytinga á lagafrumvörpum er þá meira en við töldum vera. Það sem kannski skiptir höfuðmáli er að þetta eru slæm lög, og boltinn er núna hjá Alþingi að klára það frumvarp sem liggur fyrir og afnema þessi lög og þar með koma í veg fyrir þær skaðlegu afleiðingar sem myndi af þeim hljótast,“ segir Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Innness. Páll Rúnar Kristjánsson flutti málið fyrir Hæstarétti fyrir hönd Innness.Vísir/Sigurjón Atvinnuvegaráðherra hefur einmitt lagt fram frumvarp um að afturkalla breytingarnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að stjórnarandstaðan muni reyna að drepa frumvarpið. „Alþingi afgreiðir málið vonandi sem fyrst. Mér sýnist reyndar að stjórnarandstaðan standi rétt upp úr vösunum á hagsmunaaðilum á kjötmarkaði og ætli að þvælast fyrir málunum. Það er bara rétt að segja það eins og er, það fólk er að ganga erinda sérhagsmuna en ekki almennings,“ segir Ólafur. Búvörusamningar Dómsmál Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Sjá meira
Með lagabreytingunni voru kjötafurðastöðvar meðal annars gerðar undanskildar samkeppnislögum. Upphaflegt frumvarp fór í gegnum fyrstu umræðu á þinginu og þótti það þegar afar umdeilt. Atvinnuveganefnd tók svo við því og breytti því verulega, til hins verra að mati Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna og annarra. Svo fór að heildsalan og kjötinnflytjandinn Innnes lét reyna á lögin fyrir héraðsdómi. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að lögin stríddu gegn stjórnarskrá. Málinu var svo áfrýjað beint til Hæstaréttar. Deilt var um hversu miklum breytingum frumvarp má taka í gegnum þær þrjár umræður sem það fer í gegnum á Alþingi. Að mati Hæstaréttar, má það taka talsverðum breytingum miðað við núverandi lög. „Dómurinn er auðvitað vonbrigði að því leytinu til að svigrúm til breytinga á lagafrumvörpum er þá meira en við töldum vera. Það sem kannski skiptir höfuðmáli er að þetta eru slæm lög, og boltinn er núna hjá Alþingi að klára það frumvarp sem liggur fyrir og afnema þessi lög og þar með koma í veg fyrir þær skaðlegu afleiðingar sem myndi af þeim hljótast,“ segir Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Innness. Páll Rúnar Kristjánsson flutti málið fyrir Hæstarétti fyrir hönd Innness.Vísir/Sigurjón Atvinnuvegaráðherra hefur einmitt lagt fram frumvarp um að afturkalla breytingarnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að stjórnarandstaðan muni reyna að drepa frumvarpið. „Alþingi afgreiðir málið vonandi sem fyrst. Mér sýnist reyndar að stjórnarandstaðan standi rétt upp úr vösunum á hagsmunaaðilum á kjötmarkaði og ætli að þvælast fyrir málunum. Það er bara rétt að segja það eins og er, það fólk er að ganga erinda sérhagsmuna en ekki almennings,“ segir Ólafur.
Búvörusamningar Dómsmál Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Sjá meira