Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Bjarki Sigurðsson skrifar 21. maí 2025 21:45 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Sigurjón Alþingi braut ekki gegn stjórnarskrá þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á síðasta ári. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir stjórnarandstöðuna ganga erinda sérhagsmuna ætli hún að berjast gegn því að frumvarpið verði dregið til baka. Með lagabreytingunni voru kjötafurðastöðvar meðal annars gerðar undanskildar samkeppnislögum. Upphaflegt frumvarp fór í gegnum fyrstu umræðu á þinginu og þótti það þegar afar umdeilt. Atvinnuveganefnd tók svo við því og breytti því verulega, til hins verra að mati Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna og annarra. Svo fór að heildsalan og kjötinnflytjandinn Innnes lét reyna á lögin fyrir héraðsdómi. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að lögin stríddu gegn stjórnarskrá. Málinu var svo áfrýjað beint til Hæstaréttar. Deilt var um hversu miklum breytingum frumvarp má taka í gegnum þær þrjár umræður sem það fer í gegnum á Alþingi. Að mati Hæstaréttar, má það taka talsverðum breytingum miðað við núverandi lög. „Dómurinn er auðvitað vonbrigði að því leytinu til að svigrúm til breytinga á lagafrumvörpum er þá meira en við töldum vera. Það sem kannski skiptir höfuðmáli er að þetta eru slæm lög, og boltinn er núna hjá Alþingi að klára það frumvarp sem liggur fyrir og afnema þessi lög og þar með koma í veg fyrir þær skaðlegu afleiðingar sem myndi af þeim hljótast,“ segir Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Innness. Páll Rúnar Kristjánsson flutti málið fyrir Hæstarétti fyrir hönd Innness.Vísir/Sigurjón Atvinnuvegaráðherra hefur einmitt lagt fram frumvarp um að afturkalla breytingarnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að stjórnarandstaðan muni reyna að drepa frumvarpið. „Alþingi afgreiðir málið vonandi sem fyrst. Mér sýnist reyndar að stjórnarandstaðan standi rétt upp úr vösunum á hagsmunaaðilum á kjötmarkaði og ætli að þvælast fyrir málunum. Það er bara rétt að segja það eins og er, það fólk er að ganga erinda sérhagsmuna en ekki almennings,“ segir Ólafur. Búvörusamningar Dómsmál Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Með lagabreytingunni voru kjötafurðastöðvar meðal annars gerðar undanskildar samkeppnislögum. Upphaflegt frumvarp fór í gegnum fyrstu umræðu á þinginu og þótti það þegar afar umdeilt. Atvinnuveganefnd tók svo við því og breytti því verulega, til hins verra að mati Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna og annarra. Svo fór að heildsalan og kjötinnflytjandinn Innnes lét reyna á lögin fyrir héraðsdómi. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að lögin stríddu gegn stjórnarskrá. Málinu var svo áfrýjað beint til Hæstaréttar. Deilt var um hversu miklum breytingum frumvarp má taka í gegnum þær þrjár umræður sem það fer í gegnum á Alþingi. Að mati Hæstaréttar, má það taka talsverðum breytingum miðað við núverandi lög. „Dómurinn er auðvitað vonbrigði að því leytinu til að svigrúm til breytinga á lagafrumvörpum er þá meira en við töldum vera. Það sem kannski skiptir höfuðmáli er að þetta eru slæm lög, og boltinn er núna hjá Alþingi að klára það frumvarp sem liggur fyrir og afnema þessi lög og þar með koma í veg fyrir þær skaðlegu afleiðingar sem myndi af þeim hljótast,“ segir Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Innness. Páll Rúnar Kristjánsson flutti málið fyrir Hæstarétti fyrir hönd Innness.Vísir/Sigurjón Atvinnuvegaráðherra hefur einmitt lagt fram frumvarp um að afturkalla breytingarnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að stjórnarandstaðan muni reyna að drepa frumvarpið. „Alþingi afgreiðir málið vonandi sem fyrst. Mér sýnist reyndar að stjórnarandstaðan standi rétt upp úr vösunum á hagsmunaaðilum á kjötmarkaði og ætli að þvælast fyrir málunum. Það er bara rétt að segja það eins og er, það fólk er að ganga erinda sérhagsmuna en ekki almennings,“ segir Ólafur.
Búvörusamningar Dómsmál Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira