Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2025 20:38 Auk þess sem tíundað er hér að neðan eru nokkrir ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis og nokkrir voru að keyra án ökuréttinda. Vísir/Vilhelm Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um konu sem var öskrandi fyrir utan grunnskóla í Reykjavík. Þegar lögregluþjóna bar að garði var konan ber að ofan en lögregluþjónar þekktu hana vegna fyrri afskipta. Kallað var á sjúkrabíl fyrir konuna, þar sem talið var að hún væri í geðrofi. Í öðru tilfelli barst tilkynning um mann sem gekk berserksgang í verslunarkjarna. Sá braut rúðu og skemmdi vörur og muni í nokkrum verslunum. Við handtöku óskaði maðurinn eftir aðstoð vegna þess að hann ætti við andleg veikindi að stríða og var honum einnig komið í hendur heilbrigðisstarfsmanna. Einnig barst tilkynning um ógnandi mann á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Lögregluþjónar voru beðnir af starfsmönnum um að vísa honum út, sem þeir og gerðu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir að þrír menn hafi verið í strætisvagnaskýli með muni sem þeir voru taldir hafa stolið úr verslun, miðað við upptökur úr versluninni og það að munirnir voru enn með þjófavarnir á þeim. Lögregluþjónar stöðvuðu ökumann vespu í Kópavogi í dag. Sá reyndist eingöngu fjórtán ára gamall og því ekki með aldur til að aka vespunni. Þar að auki var hann með farþega og var vespan ekki hönnuð fyrir það, auk þess sem búið var að eiga við hana svo hægt var að aka henni hraðar en ella. Hald var lagt á vespuna og var samband haft við foreldra drengjanna. Reiðhjólamaður lenti síðan í slysi í Garðabæ. Sá var fluttur til aðhlynningar á sjúkrabíl eftir að hann kenndi sér eymsla á höfði. Lögreglumál Geðheilbrigði Reykjavík Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Í öðru tilfelli barst tilkynning um mann sem gekk berserksgang í verslunarkjarna. Sá braut rúðu og skemmdi vörur og muni í nokkrum verslunum. Við handtöku óskaði maðurinn eftir aðstoð vegna þess að hann ætti við andleg veikindi að stríða og var honum einnig komið í hendur heilbrigðisstarfsmanna. Einnig barst tilkynning um ógnandi mann á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Lögregluþjónar voru beðnir af starfsmönnum um að vísa honum út, sem þeir og gerðu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir að þrír menn hafi verið í strætisvagnaskýli með muni sem þeir voru taldir hafa stolið úr verslun, miðað við upptökur úr versluninni og það að munirnir voru enn með þjófavarnir á þeim. Lögregluþjónar stöðvuðu ökumann vespu í Kópavogi í dag. Sá reyndist eingöngu fjórtán ára gamall og því ekki með aldur til að aka vespunni. Þar að auki var hann með farþega og var vespan ekki hönnuð fyrir það, auk þess sem búið var að eiga við hana svo hægt var að aka henni hraðar en ella. Hald var lagt á vespuna og var samband haft við foreldra drengjanna. Reiðhjólamaður lenti síðan í slysi í Garðabæ. Sá var fluttur til aðhlynningar á sjúkrabíl eftir að hann kenndi sér eymsla á höfði.
Lögreglumál Geðheilbrigði Reykjavík Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira