Bestu laun Söru en ekkert stökk: „Held að fólk sé að búa sér til einhverjar tölur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 08:02 Sara Björk Gunnarsdóttir kunni vel við sig hjá Al Qadsiah í vetur. Liðið endaði í 3. sæti sádiarabísku deildarinnar og komst í úrslitaleik bikarkeppninnar. @qadsiahwfc Þrátt fyrir að hafa áður spilað með tveimur af allra bestu fótboltaliðum heims þá hefur Sara Björk Gunnarsdóttir hvergi fengið hærri laun en í Sádi-Arabíu í vetur. Hún á í viðræðum um að spila þar áfram á næstu leiktíð. Koma Söru til Al Qadsiah í fyrra vakti mikla athygli enda sennilega um stærsta nafnið að ræða sem komið hefur í sádiarabísku kvennadeildina, sem stofnuð var fyrir fáeinum árum. Þessi tvöfaldi Evrópumeistari og fyrrverandi leikmaður stórliða Wolfsburg, Lyon og Juventus leggur núna sitt að mörkum í hröðum uppgangi kvennafótboltans í Sádi-Arabíu og miðlar af mikilli reynslu sinni til heimastelpna. En hvað segir Sara við fólk sem telur hana bara vera að elta peningana með því að fara til Sádi-Arabíu? „Þetta er náttúrulega bara vinnan manns og maður fær borgað fyrir hana. Ég er ekkert að elta peninginn. Kannski bestu launin sem ég get fengið á þessum tímapunkti, jú, en ég held að fólk átti sig ekki á því að knattspyrnukonum er enn í dag borgaður mjög lítill peningur. Þetta er ekki í neinu samræmi við karlaboltann,“ segir Sara við Vísi. „Ekki það að ég er á mjög góðum launum, og á skilið öll þessi laun sem ég er að fá eins og hinar stelpurnar fyrir þessa vinnu, en ég held að fólk sé að búa sér til einhverjar tölur sem eru ekkert til,“ bætir hún við en brot úr viðtalinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Allt viðtalið er hér neðst í greininni. „Ég er að fá aðeins hærri laun en í Lyon. Þetta er ekki sama háa stökkið og í karlaboltanum þar sem menn eru að fara úr enska boltanum til Sádí,“ segir Sara og hlær aðspurð hvort hún sé búin að tryggja sér fullar tekjur til efri áranna. „Nei, nei, nei. Ég þarf að fara að pæla í hvað ég geri eftir þennan fótbolta,“ segir hin 34 ára gamla Sara. Þau Árni Vilhjálmsson spiluðu bæði fótbolta í Sádi-Arabíu í vetur, Árni í C-deildinni með Al Taraji, og nutu lífsins þar með þriggja ára syni sínum Ragnari Frank. Nú er Sara samningslaus en spennt fyrir að halda áfram með Al Qadsiah, búin að reyna á eigin skinni hvernig er að búa og spila í Sádi-Arabíu eftir að verið gagnrýnd fyrir að taka það skref. „Við erum að skoða það. Okkur leið ótrúlega vel þarna og þetta var líka bara ótrúlega stutt. Við fórum út í ágúst í fyrra og komum aftur í maí. Þetta er svo fljótt að líða. Við værum alveg til í að reyna að fara aftur út og það eru viðræður í gangi um það, en það tekur allt rosalega langan tíma í Sádi-Arabíu. „Inshallah“ eins og þeir segja, sem getur þýtt eftir tvo daga, eða þrjár vikur, eða að þú færð aldrei að vita það. Þannig var það þegar við sömdum í fyrra líka.“ „Viljum vera saman og það er mikið erfiðara í Evrópu“ Sara segir í raun engar viðræður í gangi um aðra kosti: „Við höfum eiginlega ekki verið að skoða neitt í Evrópu. Ég hefði persónulega alveg verið til í að spila á Englandi en við viljum bæði spila og þurfum að geta verið einhvers staðar þar sem það gengur upp. Árni þurfti bara að keyra í klukkutíma á æfingar. Við erum ekki tilbúin í að annað okkar þurfi að vera eitt með Ragnari. Við viljum vera saman og það er mikið erfiðara í Evrópu. Þetta heppnaðist sjúklega vel þarna og við höfum komið okkur vel fyrir á góðum stað, og erum tilbúin að taka að minnsta kosti eitt ár í viðbót,“ segir Sara og bætir við létt: „Við erum hvorugt tilbúin að segja stopp og Ragnar er til í allt. Hann segir alltaf: „Erum við að fara heim?“ og þegar hann er spurður hvar það sé segir hann: „Sádi-Arabíu“. Hann er búinn að vera frábær.“ Viðtalið við Söru Björk í heild sinni má sjá hér að neðan: Sádiarabíski boltinn Fótbolti Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Sjá meira
Koma Söru til Al Qadsiah í fyrra vakti mikla athygli enda sennilega um stærsta nafnið að ræða sem komið hefur í sádiarabísku kvennadeildina, sem stofnuð var fyrir fáeinum árum. Þessi tvöfaldi Evrópumeistari og fyrrverandi leikmaður stórliða Wolfsburg, Lyon og Juventus leggur núna sitt að mörkum í hröðum uppgangi kvennafótboltans í Sádi-Arabíu og miðlar af mikilli reynslu sinni til heimastelpna. En hvað segir Sara við fólk sem telur hana bara vera að elta peningana með því að fara til Sádi-Arabíu? „Þetta er náttúrulega bara vinnan manns og maður fær borgað fyrir hana. Ég er ekkert að elta peninginn. Kannski bestu launin sem ég get fengið á þessum tímapunkti, jú, en ég held að fólk átti sig ekki á því að knattspyrnukonum er enn í dag borgaður mjög lítill peningur. Þetta er ekki í neinu samræmi við karlaboltann,“ segir Sara við Vísi. „Ekki það að ég er á mjög góðum launum, og á skilið öll þessi laun sem ég er að fá eins og hinar stelpurnar fyrir þessa vinnu, en ég held að fólk sé að búa sér til einhverjar tölur sem eru ekkert til,“ bætir hún við en brot úr viðtalinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Allt viðtalið er hér neðst í greininni. „Ég er að fá aðeins hærri laun en í Lyon. Þetta er ekki sama háa stökkið og í karlaboltanum þar sem menn eru að fara úr enska boltanum til Sádí,“ segir Sara og hlær aðspurð hvort hún sé búin að tryggja sér fullar tekjur til efri áranna. „Nei, nei, nei. Ég þarf að fara að pæla í hvað ég geri eftir þennan fótbolta,“ segir hin 34 ára gamla Sara. Þau Árni Vilhjálmsson spiluðu bæði fótbolta í Sádi-Arabíu í vetur, Árni í C-deildinni með Al Taraji, og nutu lífsins þar með þriggja ára syni sínum Ragnari Frank. Nú er Sara samningslaus en spennt fyrir að halda áfram með Al Qadsiah, búin að reyna á eigin skinni hvernig er að búa og spila í Sádi-Arabíu eftir að verið gagnrýnd fyrir að taka það skref. „Við erum að skoða það. Okkur leið ótrúlega vel þarna og þetta var líka bara ótrúlega stutt. Við fórum út í ágúst í fyrra og komum aftur í maí. Þetta er svo fljótt að líða. Við værum alveg til í að reyna að fara aftur út og það eru viðræður í gangi um það, en það tekur allt rosalega langan tíma í Sádi-Arabíu. „Inshallah“ eins og þeir segja, sem getur þýtt eftir tvo daga, eða þrjár vikur, eða að þú færð aldrei að vita það. Þannig var það þegar við sömdum í fyrra líka.“ „Viljum vera saman og það er mikið erfiðara í Evrópu“ Sara segir í raun engar viðræður í gangi um aðra kosti: „Við höfum eiginlega ekki verið að skoða neitt í Evrópu. Ég hefði persónulega alveg verið til í að spila á Englandi en við viljum bæði spila og þurfum að geta verið einhvers staðar þar sem það gengur upp. Árni þurfti bara að keyra í klukkutíma á æfingar. Við erum ekki tilbúin í að annað okkar þurfi að vera eitt með Ragnari. Við viljum vera saman og það er mikið erfiðara í Evrópu. Þetta heppnaðist sjúklega vel þarna og við höfum komið okkur vel fyrir á góðum stað, og erum tilbúin að taka að minnsta kosti eitt ár í viðbót,“ segir Sara og bætir við létt: „Við erum hvorugt tilbúin að segja stopp og Ragnar er til í allt. Hann segir alltaf: „Erum við að fara heim?“ og þegar hann er spurður hvar það sé segir hann: „Sádi-Arabíu“. Hann er búinn að vera frábær.“ Viðtalið við Söru Björk í heild sinni má sjá hér að neðan:
Sádiarabíski boltinn Fótbolti Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Sjá meira