Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Aðalheiður Anna Erlingsdóttir, Andri Rafn Ottesen, Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir skrifa 23. maí 2025 09:30 Kennarastarfið er þýðingarmikið starf í íslensku samfélagi og talsverðar áhyggjur hafa komið fram vegna kennaraskorts sem hefur aukist mjög á nýliðnum árum. Dæmi um aukinn kennaraskort er að haustin 2012 og 2013 voru tæplega 96% grunnskólakennara með réttindi en haustið 2023 var þetta hlutfall komið í 81,3% og hafði ekki verið lægra síðan árið 2020. Hluti af vandanum er að sumir nýir kennarar staldra stutt við í starfi og er brotthvarf nýliða úr kennslu þekkt vandamál annars staðar, til dæmis á Norðurlöndum. Ástæður brotthvarfs kennara úr starfi eru margvíslegar. En það er hægt að hlúa að kennurum og ekki síst er þýðingarmikið að styðja við nýliða í starfinu. Nýlegar íslenskar rannsóknir gefa þó til kynna að misbrestur sé á því að stuðningurinn við nýju kennarana sé markviss og formlegur. Höfundar þessarar greinar hafa um árabil rannsakað hvernig nýliðum gengur í starfi með því að fylgja eftir 18 nýjum kennurum tvö fyrstu árin þeirra í starfi. Það fólst í því að rætt var við sama kennarann tvisvar til fimm sinnum á eins til tveggja ára tímabili. Rannsóknarverkefnin voru raunar tvö: fyrst rætt við sjö karlkyns nýliða og í kjölfarið við ellefu kvenkyns nýliða. Tilgangurinn var sá að skoða sérstaklega reynsluheiminn sem annars vegar kennslukarlar og hins vegar kvenkyns nýliðar bjuggu við. Í báðum tilvikum var athyglinni beint að því hvernig mætti skapa aðlaðandi vinnuumhverfi og hvaða tækifæri væru til staðar og hvaða hindranir í vegi. Sá þáttur í starfi skólanna sem reyndist mest styðja við starf nýliðanna var teymissamstarf sem hefur rutt sér til rúms í mörgum grunnskólum landsins. Með því móti er hver kennari ekki aleinn með ábyrgð á stórum hópi nemenda. Allir viðmælendur sögðu einnig frá því að vel hefði verið tekið á móti þeim við upphaf starfs og að samstarfsfólkið væri hjálpfúst. Í rannsóknum hefur komið fram að góðar móttökur og hversu vingjarnlegt samstarfsfólk sé við nýliðana skili mestum árangri ef formleg og reglubundin leiðsögn er líka til staðar sem hún var ekki nema í þriðjungi af tilvikum nýliðanna átján sem við ræddum við. Í hvorri rannsókn fyrir sig kom margt forvitnilegt fram. Kennslukarlarnir lýstu því hvernig búist var við því af þeim að þeir væru góðir í að „halda aga“. Má túlka það sem fyrirfram gefnar hugmyndir um meðfædda hæfni karla. Þetta virðist þó hafa gefið þeim forskot vegna kyns og veitt þeim aukna ábyrgð. Á rannsóknartímanum lærðu karlarnir margt sem viðkom faglegri bekkjar- og agastjórnun sem þeir kunnu ekki við upphaf starfs. Skoðað var sérstaklega jafnvægi vinnutíma og einkalífs hjá kvenkyns nýliðunum, þar sem sú umræða kom frekar upp meðal þeirra. Viðmælendurnir beittu ýmsum ráðum til að ná slíku jafnvægi og halda því, svo sem að vinna lengur á vinnustaðnum, taka sem fæst verkefni með sér heim og skoða ekki tölvupóst utan vinnutíma í skólanum. Málþingið Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? verður haldið þann 28. maí 2025 kl. 13:30–15:30 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Þar verður sagt nánar frá rannsóknum okkar, brugðist við þeim af Sigrúnu Gunnarsdóttur, prófessor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands, og niðurstöðurnar ræddar í pallborðsumræðum með þátttöku skólastjórnanda og ungra kennara. Fyrirlestrar og umræður verða túlkaðar af táknmálstúlkum og einnig verður streymt frá fyrirlestrum og pallborðsumræðum. Málþingið er haldið af Rannsóknastofu um þróun skólastarfs við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Kennarasambandi Íslands. Sjá hlekk: https://vimeo.com/event/5050326. Lesa má nánar um þetta rannsóknarverkefni hér: Nýliðar í grunnskólakennslu og kynjasjónarhorn. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson er fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á AkureyriAðalheiður Anna Erlingsdóttir er kennari við Grunnskólann í Þorlákshöfn.Andri Rafn Ottesen er samfélagsgreinakennari við Garðaskóla í Garðabæ.Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir er kennari við Urriðaholtsskóla í Garðabæ.Valgerður S. Bjarnadóttir er lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Kennarastarfið er þýðingarmikið starf í íslensku samfélagi og talsverðar áhyggjur hafa komið fram vegna kennaraskorts sem hefur aukist mjög á nýliðnum árum. Dæmi um aukinn kennaraskort er að haustin 2012 og 2013 voru tæplega 96% grunnskólakennara með réttindi en haustið 2023 var þetta hlutfall komið í 81,3% og hafði ekki verið lægra síðan árið 2020. Hluti af vandanum er að sumir nýir kennarar staldra stutt við í starfi og er brotthvarf nýliða úr kennslu þekkt vandamál annars staðar, til dæmis á Norðurlöndum. Ástæður brotthvarfs kennara úr starfi eru margvíslegar. En það er hægt að hlúa að kennurum og ekki síst er þýðingarmikið að styðja við nýliða í starfinu. Nýlegar íslenskar rannsóknir gefa þó til kynna að misbrestur sé á því að stuðningurinn við nýju kennarana sé markviss og formlegur. Höfundar þessarar greinar hafa um árabil rannsakað hvernig nýliðum gengur í starfi með því að fylgja eftir 18 nýjum kennurum tvö fyrstu árin þeirra í starfi. Það fólst í því að rætt var við sama kennarann tvisvar til fimm sinnum á eins til tveggja ára tímabili. Rannsóknarverkefnin voru raunar tvö: fyrst rætt við sjö karlkyns nýliða og í kjölfarið við ellefu kvenkyns nýliða. Tilgangurinn var sá að skoða sérstaklega reynsluheiminn sem annars vegar kennslukarlar og hins vegar kvenkyns nýliðar bjuggu við. Í báðum tilvikum var athyglinni beint að því hvernig mætti skapa aðlaðandi vinnuumhverfi og hvaða tækifæri væru til staðar og hvaða hindranir í vegi. Sá þáttur í starfi skólanna sem reyndist mest styðja við starf nýliðanna var teymissamstarf sem hefur rutt sér til rúms í mörgum grunnskólum landsins. Með því móti er hver kennari ekki aleinn með ábyrgð á stórum hópi nemenda. Allir viðmælendur sögðu einnig frá því að vel hefði verið tekið á móti þeim við upphaf starfs og að samstarfsfólkið væri hjálpfúst. Í rannsóknum hefur komið fram að góðar móttökur og hversu vingjarnlegt samstarfsfólk sé við nýliðana skili mestum árangri ef formleg og reglubundin leiðsögn er líka til staðar sem hún var ekki nema í þriðjungi af tilvikum nýliðanna átján sem við ræddum við. Í hvorri rannsókn fyrir sig kom margt forvitnilegt fram. Kennslukarlarnir lýstu því hvernig búist var við því af þeim að þeir væru góðir í að „halda aga“. Má túlka það sem fyrirfram gefnar hugmyndir um meðfædda hæfni karla. Þetta virðist þó hafa gefið þeim forskot vegna kyns og veitt þeim aukna ábyrgð. Á rannsóknartímanum lærðu karlarnir margt sem viðkom faglegri bekkjar- og agastjórnun sem þeir kunnu ekki við upphaf starfs. Skoðað var sérstaklega jafnvægi vinnutíma og einkalífs hjá kvenkyns nýliðunum, þar sem sú umræða kom frekar upp meðal þeirra. Viðmælendurnir beittu ýmsum ráðum til að ná slíku jafnvægi og halda því, svo sem að vinna lengur á vinnustaðnum, taka sem fæst verkefni með sér heim og skoða ekki tölvupóst utan vinnutíma í skólanum. Málþingið Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? verður haldið þann 28. maí 2025 kl. 13:30–15:30 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Þar verður sagt nánar frá rannsóknum okkar, brugðist við þeim af Sigrúnu Gunnarsdóttur, prófessor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands, og niðurstöðurnar ræddar í pallborðsumræðum með þátttöku skólastjórnanda og ungra kennara. Fyrirlestrar og umræður verða túlkaðar af táknmálstúlkum og einnig verður streymt frá fyrirlestrum og pallborðsumræðum. Málþingið er haldið af Rannsóknastofu um þróun skólastarfs við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Kennarasambandi Íslands. Sjá hlekk: https://vimeo.com/event/5050326. Lesa má nánar um þetta rannsóknarverkefni hér: Nýliðar í grunnskólakennslu og kynjasjónarhorn. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson er fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á AkureyriAðalheiður Anna Erlingsdóttir er kennari við Grunnskólann í Þorlákshöfn.Andri Rafn Ottesen er samfélagsgreinakennari við Garðaskóla í Garðabæ.Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir er kennari við Urriðaholtsskóla í Garðabæ.Valgerður S. Bjarnadóttir er lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun