Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar 23. maí 2025 12:02 Það er hvorki einfalt né réttlætanlegt að styðja umfang aðgerða Ísraels á Gasa, þar sem ótal saklausir borgarar, þar á meðal tugþúsundir barna, hafa látið lífið. Ósk flestra er einfaldlega sú að ofbeldið hætti. Samt sem áður er brýnt að varpa ljósi á þætti deilunnar sem sjaldan fá umfjöllun – sérstaklega þegar umræða fjölmiðla og stjórnmálamanna draga upp þá einföldu mynd að um sé að ræða einhliða kúgun og slátrun Ísraels á Palestínumönnum. Þann 7. október 2023 hóf Hamas – alþjóðlega skilgreint sem hryðjuverkasamtök – skipulagða og grimmilega innrás í Ísrael. Árásin var umfangsmikil: yfir 1.200 óbreyttir borgarar voru myrtir, þar á meðal börn, fjölskyldur og eldri borgarar. Um 250 manns voru teknir í gíslingu. Þetta var stærsta árás á Ísrael síðan 1948 og leiddi af sér hörð viðbrögð Ísraelsríkis. Í kjölfarið var reynt að ná vopnahléi. Samkomulagið byggði á skilyrðum – gíslaskilum frá Hamas gegn hléi á loftárásum og aukinni hjálparaðstoð. En Hamas stóð ekki við samninginn og hélt áfram að halda mörgum gíslum, þar á meðal konum, börnum og öldruðum. Þetta gróf undan trausti sem var þó lítið fyrir, og Ísrael jók verulega árásir á Gasa eftir brot á vopnahlés samkomulaginu. Alþjóðlegir fjölmiðlar beina nú æ meiri athygli að hörmungum íbúa Gasa – og réttilega. En lítið er fjallað um að Hamas sjálf, sem stjórnar Gasa með harðri hendi, á stóran þátt í þjáningum eigin borgara. Hamas hefur ítrekað hrifsað til sín hjálpargögn og notað sjúkrahús, skóla og moskur sem hernaðarstöðvar – sem er skýrt brot á alþjóðalögum. Þeir skjóta eldflaugum úr íbúðarhverfum og nota almenna borgara sem mannlega skildi, en bregðast svo við sem fórnarlömb þegar árásum er svarað. Ísrael sér í Hamas stöðuga ógn. Svo lengi sem Hamas heldur völdum, er óumflýjanlegt að hryðjuverkaárásir gegn Ísrael muni halda áfram. Opinbert markmið Hamas – og annarra hópa sem styðja þá – er að útrýma Ísraelsríki. Þetta eitt og sér útilokar alla langvarandi friðarsamninga. Þá hefur Hamas vísvitandi hindrað hjálparflutninga frá Egyptalandi og reynt að stjórna aðgangi hjálpargagna eftir eigin hagsmunum. Það sem oft gleymist í umræðunni er að yfirstjórn Hamas býr ekki í Gasa heldur í öruggum og ríkulegum lúxus í Katar og Dúbaí – fjarri sprengjuregninu og eymdinni sem þeir sjálfir halda gangandi. Þaðan stýra þeir stríðinu með pólitískum og hernaðarlegum markmiðum, á meðan börn og ungmenni í Gasa eru notuð sem skjöldur og skotfæri. Fjölmiðlaumfjöllun hér á landi og víða erlendis má því gagnrýna fyrir að draga upp einfalda og tilfinningaþrungna mynd: að Ísrael sé í stríði við aldraða, konur og börn. Slík framsetning hylur óþægilegar en brýnar spurningar: Hvers vegna skilar Hamas ekki gíslunum núna, ef það gæti leitt til vopnahlés og mannúðaraðstoðar? Hvernig fær Hamas áfram vopn og birgðir þrátt fyrir umsátur? Er ekki líklegt að þau berist með hjálpargögnum ef ekkert annað kemst inn á Gasa. Af hverju beinir almenningur ekki reiði sinni að forystu Hamas, sem notar eigið fólk sem skjöld fyrir sinn hernað? Engin réttlæting er fyrir fjöldamorðum eða saklausu mannfalli – sama hvaðan það kemur. Ef við viljum kalla eftir friði og mannúð með trúverðugum hætti, verðum við að horfast í augu við ábyrgð beggja aðila. Þögnin um grimmd Hamas þjónar hvorki sannleikanum né þeim borgurum sem líða mest. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er hvorki einfalt né réttlætanlegt að styðja umfang aðgerða Ísraels á Gasa, þar sem ótal saklausir borgarar, þar á meðal tugþúsundir barna, hafa látið lífið. Ósk flestra er einfaldlega sú að ofbeldið hætti. Samt sem áður er brýnt að varpa ljósi á þætti deilunnar sem sjaldan fá umfjöllun – sérstaklega þegar umræða fjölmiðla og stjórnmálamanna draga upp þá einföldu mynd að um sé að ræða einhliða kúgun og slátrun Ísraels á Palestínumönnum. Þann 7. október 2023 hóf Hamas – alþjóðlega skilgreint sem hryðjuverkasamtök – skipulagða og grimmilega innrás í Ísrael. Árásin var umfangsmikil: yfir 1.200 óbreyttir borgarar voru myrtir, þar á meðal börn, fjölskyldur og eldri borgarar. Um 250 manns voru teknir í gíslingu. Þetta var stærsta árás á Ísrael síðan 1948 og leiddi af sér hörð viðbrögð Ísraelsríkis. Í kjölfarið var reynt að ná vopnahléi. Samkomulagið byggði á skilyrðum – gíslaskilum frá Hamas gegn hléi á loftárásum og aukinni hjálparaðstoð. En Hamas stóð ekki við samninginn og hélt áfram að halda mörgum gíslum, þar á meðal konum, börnum og öldruðum. Þetta gróf undan trausti sem var þó lítið fyrir, og Ísrael jók verulega árásir á Gasa eftir brot á vopnahlés samkomulaginu. Alþjóðlegir fjölmiðlar beina nú æ meiri athygli að hörmungum íbúa Gasa – og réttilega. En lítið er fjallað um að Hamas sjálf, sem stjórnar Gasa með harðri hendi, á stóran þátt í þjáningum eigin borgara. Hamas hefur ítrekað hrifsað til sín hjálpargögn og notað sjúkrahús, skóla og moskur sem hernaðarstöðvar – sem er skýrt brot á alþjóðalögum. Þeir skjóta eldflaugum úr íbúðarhverfum og nota almenna borgara sem mannlega skildi, en bregðast svo við sem fórnarlömb þegar árásum er svarað. Ísrael sér í Hamas stöðuga ógn. Svo lengi sem Hamas heldur völdum, er óumflýjanlegt að hryðjuverkaárásir gegn Ísrael muni halda áfram. Opinbert markmið Hamas – og annarra hópa sem styðja þá – er að útrýma Ísraelsríki. Þetta eitt og sér útilokar alla langvarandi friðarsamninga. Þá hefur Hamas vísvitandi hindrað hjálparflutninga frá Egyptalandi og reynt að stjórna aðgangi hjálpargagna eftir eigin hagsmunum. Það sem oft gleymist í umræðunni er að yfirstjórn Hamas býr ekki í Gasa heldur í öruggum og ríkulegum lúxus í Katar og Dúbaí – fjarri sprengjuregninu og eymdinni sem þeir sjálfir halda gangandi. Þaðan stýra þeir stríðinu með pólitískum og hernaðarlegum markmiðum, á meðan börn og ungmenni í Gasa eru notuð sem skjöldur og skotfæri. Fjölmiðlaumfjöllun hér á landi og víða erlendis má því gagnrýna fyrir að draga upp einfalda og tilfinningaþrungna mynd: að Ísrael sé í stríði við aldraða, konur og börn. Slík framsetning hylur óþægilegar en brýnar spurningar: Hvers vegna skilar Hamas ekki gíslunum núna, ef það gæti leitt til vopnahlés og mannúðaraðstoðar? Hvernig fær Hamas áfram vopn og birgðir þrátt fyrir umsátur? Er ekki líklegt að þau berist með hjálpargögnum ef ekkert annað kemst inn á Gasa. Af hverju beinir almenningur ekki reiði sinni að forystu Hamas, sem notar eigið fólk sem skjöld fyrir sinn hernað? Engin réttlæting er fyrir fjöldamorðum eða saklausu mannfalli – sama hvaðan það kemur. Ef við viljum kalla eftir friði og mannúð með trúverðugum hætti, verðum við að horfast í augu við ábyrgð beggja aðila. Þögnin um grimmd Hamas þjónar hvorki sannleikanum né þeim borgurum sem líða mest. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun