„Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. maí 2025 21:21 Hafdís Renötudóttir átti frábæran leik í marki Vals. Vísir/Anton Brink Hafdís Renötudóttir, markvörður Vals, var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður vallarins er Valur tók 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna gegn Haukum í kvöld. Hafdís varði 18 skot í marki Vals og endaði með 50 prósent hlutfallsvörslu. Á tímabili virtist hún vera búin að verja allt þor úr Haukaliðinu sem skaut ítrekað í stöng eða framhjá. Þrátt fyrir öruggan sigur Vals í kvöld leit ekki út fyrir að liðið myndi vinna stórt í hálfleik þegar liðið var marki undir. „Nei, alls ekki. Við vorum ekki alveg rétt stilltar í fyrri hálfleik og við ákváðum bara að mæta brjálaðar í seinni,“ sagði Hafdís í leikslok. „Við gerðum það almennilega og ef við gerum það þá náum við stundum mjög góðu forskoti.“ Hafdís varði vel í fyrri hálfleik, en Valsliðinu tókst ekki að nýta sér það og búa til forskot. Það hafðist hins vegar í seinni hálfleik þegar Hafdís skellti gjörsamlega í lás. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ grínaðist Hafdís þegar hún var spurð um sína eigin frammistöðu. „Þegar manni líður vel þá spilar maður vel. Stelpurnar okkar eru alveg sturlaðar. Þær skjóta stórkostlega á markið og eru ótrúlega góðar í vörn. Ég er bara hluti af frábæru liði og fyrir það er ég mjög þakklát.“ Hafdís á sigurinn vissulega ekki ein og eins og hún segir spilar samspil varnar og markvarðar stórt hlutverk. „Ef leikmenn geta beint skotum þá er það alltaf auðveldara. Ef það gengur ekki þá þarftu að...“ sagði Hafdís áður en hún stoppaði sjálfa sig. „Heyrðu, nei. Ég ætla ekki að svara þessari spurningu. Ég ætla ekki að gefa Haukum neitt,“ bætti Hafdís við. Valskonur leiða einvígið nú 2-0 og geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á heimavelli næstkomandi mánudag. „Við ætlum bara að undirbúa okkur enn þá betur yfir helgina og gíra okkur í gang. Við þurfum að hugsa vel um líkamann og hausinn. Við ætlum að gera þetta af algjörri fagmennsku og mæta brjálaðar því við viljum auðvitað klára þetta á mánudaginn. Það væri draumur,“ sagði Hafdís að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Hafdís varði 18 skot í marki Vals og endaði með 50 prósent hlutfallsvörslu. Á tímabili virtist hún vera búin að verja allt þor úr Haukaliðinu sem skaut ítrekað í stöng eða framhjá. Þrátt fyrir öruggan sigur Vals í kvöld leit ekki út fyrir að liðið myndi vinna stórt í hálfleik þegar liðið var marki undir. „Nei, alls ekki. Við vorum ekki alveg rétt stilltar í fyrri hálfleik og við ákváðum bara að mæta brjálaðar í seinni,“ sagði Hafdís í leikslok. „Við gerðum það almennilega og ef við gerum það þá náum við stundum mjög góðu forskoti.“ Hafdís varði vel í fyrri hálfleik, en Valsliðinu tókst ekki að nýta sér það og búa til forskot. Það hafðist hins vegar í seinni hálfleik þegar Hafdís skellti gjörsamlega í lás. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ grínaðist Hafdís þegar hún var spurð um sína eigin frammistöðu. „Þegar manni líður vel þá spilar maður vel. Stelpurnar okkar eru alveg sturlaðar. Þær skjóta stórkostlega á markið og eru ótrúlega góðar í vörn. Ég er bara hluti af frábæru liði og fyrir það er ég mjög þakklát.“ Hafdís á sigurinn vissulega ekki ein og eins og hún segir spilar samspil varnar og markvarðar stórt hlutverk. „Ef leikmenn geta beint skotum þá er það alltaf auðveldara. Ef það gengur ekki þá þarftu að...“ sagði Hafdís áður en hún stoppaði sjálfa sig. „Heyrðu, nei. Ég ætla ekki að svara þessari spurningu. Ég ætla ekki að gefa Haukum neitt,“ bætti Hafdís við. Valskonur leiða einvígið nú 2-0 og geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á heimavelli næstkomandi mánudag. „Við ætlum bara að undirbúa okkur enn þá betur yfir helgina og gíra okkur í gang. Við þurfum að hugsa vel um líkamann og hausinn. Við ætlum að gera þetta af algjörri fagmennsku og mæta brjálaðar því við viljum auðvitað klára þetta á mánudaginn. Það væri draumur,“ sagði Hafdís að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira