Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar 25. maí 2025 07:01 Í umræðum um aukna tekjuöflun ríkissjóðs hefur sú hugmynd komið fram að hækka lægra þrep virðisaukaskatts – sem nær m.a. yfir mat, gistingu og ferðaþjónustu – til að „láta ferðamenn greiða meira“. Við fyrstu sýn virðist þetta einföld lausn, en staðreyndir sýna að slík aðgerð myndi hafa alvarleg áhrif á íslensk heimili, sérstaklega tekjulág heimili, og veikja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar – einnar af burðarstoðum efnahagslífsins. Gögnin tala sínu máli Í samanburði við 17 Evrópulönd er Ísland með hæsta meðalverð á gistingu – 25.662 krónur á nótt – og næsthæsta skattinn í krónum talið, eða 2.823 krónur á nótt. Þó virðisaukaskattur á gistingu sé 11%, svipuð meðalprósentu landanna, greiða ferðamenn á Íslandi um 950 krónum hærri virðisaukaskatt per nótt í krónum talið en í flestum öðrum löndum. Ísland er því nú þegar dýrt áfangastaður, bæði vegna hás verðlags og skatta. Hækkun VSK bitnar á heimilunum – ekki bara ferðamönnum Lægra þrepið er ekki „undanþáguþrep“, heldur nauðsynjaþrep sem var sett til að vernda grunnþarfir almennings – mat, gistingu og þjónustu sem allir þurfa. Hækkun á lægra þrepi VSK myndi hækka verð á þessum nauðsynjum. Tekjulág heimili, sem verja hlutfallslega stærri hluta tekna sinna í mat og grunnvörur, myndu finna mest fyrir áhrifunum. Samkvæmt mati OECD leggjast neysluskattar þyngst á lágtekjuhópa. Slík hækkun væri því fyrst og fremst almenn skattahækkun á heimili landsins – ekki markviss leið til að ná í auknar tekjur af ferðamönnum. Áhrif á ferðaþjónustuna og hagkerfið Ferðamenn greiða nú þegar hátt verð á Íslandi. Ef skattar á veitingastöðum, gistingu og þjónustu eru hækkaðir enn frekar, mun það veikja samkeppnisstöðu Íslands gagnvart öðrum áfangastöðum. Færri ferðamenn koma – og tekjur ríkisins lækka. Til samanburðar gæti 10% fækkun ferðamanna þýtt allt að 15 milljarða króna tekjutap fyrir ríkissjóð, á meðan 10% fjölgun gæti skilað álíka viðbótartekjum. Hækkun VSK er áhætta sem ferðaþjónustan og íslenskt atvinnulíf hefur ekki efni á að taka. Auk þess mun hækkun á lægra þrepi VSK ýta undir verðbólgu og þrýsta á launahækkanir, sem eykur óstöðugleika í efnahagslífinu og dregur úr lífskjörum. Niðurstaða Hækkun lægra þreps virðisaukaskatts er hvorki sanngjörn né skynsamleg leið til að láta ferðamenn greiða meira. Ferðamenn greiða nú þegar hátt verð á Íslandi. Slík hækkun myndi bitna mest á heimilum sem þegar eiga erfitt með að ná endum saman, veikja samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar og auka verðbólgu. Í stað þess að hækka VSK, ætti að leita markvissari leiða til að fjölga ferðamönnum, það eykur tekjur ríkissjóðs. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Skattar og tollar Þórir Garðarsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í umræðum um aukna tekjuöflun ríkissjóðs hefur sú hugmynd komið fram að hækka lægra þrep virðisaukaskatts – sem nær m.a. yfir mat, gistingu og ferðaþjónustu – til að „láta ferðamenn greiða meira“. Við fyrstu sýn virðist þetta einföld lausn, en staðreyndir sýna að slík aðgerð myndi hafa alvarleg áhrif á íslensk heimili, sérstaklega tekjulág heimili, og veikja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar – einnar af burðarstoðum efnahagslífsins. Gögnin tala sínu máli Í samanburði við 17 Evrópulönd er Ísland með hæsta meðalverð á gistingu – 25.662 krónur á nótt – og næsthæsta skattinn í krónum talið, eða 2.823 krónur á nótt. Þó virðisaukaskattur á gistingu sé 11%, svipuð meðalprósentu landanna, greiða ferðamenn á Íslandi um 950 krónum hærri virðisaukaskatt per nótt í krónum talið en í flestum öðrum löndum. Ísland er því nú þegar dýrt áfangastaður, bæði vegna hás verðlags og skatta. Hækkun VSK bitnar á heimilunum – ekki bara ferðamönnum Lægra þrepið er ekki „undanþáguþrep“, heldur nauðsynjaþrep sem var sett til að vernda grunnþarfir almennings – mat, gistingu og þjónustu sem allir þurfa. Hækkun á lægra þrepi VSK myndi hækka verð á þessum nauðsynjum. Tekjulág heimili, sem verja hlutfallslega stærri hluta tekna sinna í mat og grunnvörur, myndu finna mest fyrir áhrifunum. Samkvæmt mati OECD leggjast neysluskattar þyngst á lágtekjuhópa. Slík hækkun væri því fyrst og fremst almenn skattahækkun á heimili landsins – ekki markviss leið til að ná í auknar tekjur af ferðamönnum. Áhrif á ferðaþjónustuna og hagkerfið Ferðamenn greiða nú þegar hátt verð á Íslandi. Ef skattar á veitingastöðum, gistingu og þjónustu eru hækkaðir enn frekar, mun það veikja samkeppnisstöðu Íslands gagnvart öðrum áfangastöðum. Færri ferðamenn koma – og tekjur ríkisins lækka. Til samanburðar gæti 10% fækkun ferðamanna þýtt allt að 15 milljarða króna tekjutap fyrir ríkissjóð, á meðan 10% fjölgun gæti skilað álíka viðbótartekjum. Hækkun VSK er áhætta sem ferðaþjónustan og íslenskt atvinnulíf hefur ekki efni á að taka. Auk þess mun hækkun á lægra þrepi VSK ýta undir verðbólgu og þrýsta á launahækkanir, sem eykur óstöðugleika í efnahagslífinu og dregur úr lífskjörum. Niðurstaða Hækkun lægra þreps virðisaukaskatts er hvorki sanngjörn né skynsamleg leið til að láta ferðamenn greiða meira. Ferðamenn greiða nú þegar hátt verð á Íslandi. Slík hækkun myndi bitna mest á heimilum sem þegar eiga erfitt með að ná endum saman, veikja samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar og auka verðbólgu. Í stað þess að hækka VSK, ætti að leita markvissari leiða til að fjölga ferðamönnum, það eykur tekjur ríkissjóðs. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun