Innherji

Breskir vogunar­sjóðir um­svifa­mestir í kaupum á fyrstu evruút­gáfu Kviku

Hörður Ægisson skrifar
Með fyrstu útgáfu Kviku á almennum bréfum í evrum, sem markar þáttaskil í fjármögnun bankans, hafa íslensku bankarnir sótt sér samanlagt um 800 milljónir evra á árinu með slíkum skuldabréfaútgáfum á erlendum lánsfjármörkuðum.
Með fyrstu útgáfu Kviku á almennum bréfum í evrum, sem markar þáttaskil í fjármögnun bankans, hafa íslensku bankarnir sótt sér samanlagt um 800 milljónir evra á árinu með slíkum skuldabréfaútgáfum á erlendum lánsfjármörkuðum.

Tæplega tvöföld umframeftirspurn var á meðal fjárfesta þegar Kvika kláraði sína fyrstu skuldabréfaútgáfu í evrum fyrir helgi en kaupendahópurinn samanstóð einkum af vogunarsjóðum frá Bretlandi. Kjörin bötnuðu nokkuð frá upphaflegu viðmiði þegar útboðið hófst snemma á föstudagsmorgun en vaxtaálagið á útgáfuna er um hundrað punktum hærra borið saman við sambærileg evrubréf stóru íslensku viðskiptabankanna.


Tengdar fréttir

Stoðir minnkuðu stöðu sína í Arion og Kviku fyrir meira en þrjá milljarða

Stoðir, langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku, minnkaði nokkuð eignarhlut sinn í bönkunum undir lok síðasta mánaðar þegar fjárfestingafélagið stóð að sölu á bréfum fyrir yfir þrjá milljarða að markaðsvirði. Félagið er eftir sem áður með rúmlega fimm prósenta eignarhlut í bönkunum, en salan átti sér stað skömmu áður en hlutabréfamarkaðir féllu verulega í verði samtímis því að Bandaríkjaforseti efndi til tollastríðs við flestar þjóðir heimsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×