„Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 08:33 Fróðlegt verður að sjá hvað Aron Pálmarsson tekur sér fyrir hendur eftir að handboltaferlinum lýkur í sumar. Íslenska landsliðið mun nú þurfa að spjara sig án þessa magnaða íþróttamanns. Getty/Luka Stanzl Aron Pálmarsson sýndi sanna íþróttamennsku þegar hann tjáði vinnuveitendum sínum hjá Veszprém að hann neyddist til að fá samningi sínum við félagið rift, þar sem hann hefði ekki lengur líkamlega burði til að hjálpa liðinu að markmiðum þess í framtíðinni. Þetta segir í grein Veszprém um brotthvarf Arons, þar sem einnig er vitnað í framkvæmdastjóra félagsins, Dr. Csaba Bartha, sem fer afar fögrum orðum um hinn 34 ára gamla Hafnfirðing. Aron leggur handboltaskóna á hilluna í sumar en hyggst fyrst bæta ungverskum meistaratitli við ótrúlegt verðlaunasafn sitt sem inniheldur meðal annars þrjá Evrópumeistaratitla og samtals tólf landsmeistaratitla auk fjölda annarra titla. Þá var hann til að mynda valinn verðmætasti leikmaður úrslita Meistaradeildar Evrópu tvisvar, árin 2014 og 2016. Aron segir í yfirlýsingu á Instagram að hann sé mjög stoltur af ferlinum. Hann telji hins vegar að nú sé mál að linni og að best sé fyrir sig og framtíðina að hætta núna. Hann hefði getað þegið laun hjá Veszprém í eitt ár til viðbótar en átti sjálfur frumkvæðið að því að rifta samningi sínum við félagið, eins og fram kemur á heimasíðu þess. „Hann hafði samband við stjórnendur og tilkynnti, af sannri íþróttamennsku, að hann teldi sig ekki hafa líkamlega burði til að hjálpa liðinu í framtíðinni af þeim krafti sem þyrfti til að við næðum markmiðum okkar. Hann setti því hagsmuni liðsins í forgang og fór fram á riftun samningsins og félagið virðir þá ósk,“ segir í greininni. 🔥 The Legend Says GoodbyeAron Pálmarsson 🇮🇸 ends a glorious career after titles in 🇩🇪🇩🇰🇭🇺 with Kiel, Barça, Aalborg, Veszprem! His shot and leadership marked a golden era.Veszprem 🇭🇺 confirm he retires, citing physical toll,praised for honesty and legacy.©Hen Livgot (@livgot) pic.twitter.com/mVHl9UnEXW— Hen Livgot (@Hen_Livgot) May 26, 2025 Þar er honum þakkað sérstaklega eftir að hafa til að mynda unnið tvo ungverska meistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og SEHA-deildina. Framkvæmdastjórinn Bartha tekur einnig til máls: „Ferill íþróttamanns ræðst ekki aðeins af hæfileikum hans í að spila, heldur einnig af persónuleika hans. Ég tel að leikmaður okkar, Aron Pálmarsson, hafi sýnt fram á sanna stórmennsku þegar hann hafði samband við mig fyrir fáeinum dögum og gaf til kynna að miðað við heilsufar sitt væri hann ekki klár í að hjálpa liðinu til fulls á hæsta stigi íþróttarinnar í framtíðinni. Samningur hans var til eins árs til viðbótar en hann bað um að fá að segja honum upp og sama hversu erfitt það var, þá tel ég að Aron hafi tekið rétta ákvörðun. Ég óska honum þess innilega að, rétt eins og hann hefur áorkað öllu á íþróttaferli sínum, muni hann einnig finna sinn rétta stað í borgaralegu lífi, en ég þekki hann persónulega og efast ekki um það.“ Handbolti Ungverski handboltinn Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Sjá meira
Þetta segir í grein Veszprém um brotthvarf Arons, þar sem einnig er vitnað í framkvæmdastjóra félagsins, Dr. Csaba Bartha, sem fer afar fögrum orðum um hinn 34 ára gamla Hafnfirðing. Aron leggur handboltaskóna á hilluna í sumar en hyggst fyrst bæta ungverskum meistaratitli við ótrúlegt verðlaunasafn sitt sem inniheldur meðal annars þrjá Evrópumeistaratitla og samtals tólf landsmeistaratitla auk fjölda annarra titla. Þá var hann til að mynda valinn verðmætasti leikmaður úrslita Meistaradeildar Evrópu tvisvar, árin 2014 og 2016. Aron segir í yfirlýsingu á Instagram að hann sé mjög stoltur af ferlinum. Hann telji hins vegar að nú sé mál að linni og að best sé fyrir sig og framtíðina að hætta núna. Hann hefði getað þegið laun hjá Veszprém í eitt ár til viðbótar en átti sjálfur frumkvæðið að því að rifta samningi sínum við félagið, eins og fram kemur á heimasíðu þess. „Hann hafði samband við stjórnendur og tilkynnti, af sannri íþróttamennsku, að hann teldi sig ekki hafa líkamlega burði til að hjálpa liðinu í framtíðinni af þeim krafti sem þyrfti til að við næðum markmiðum okkar. Hann setti því hagsmuni liðsins í forgang og fór fram á riftun samningsins og félagið virðir þá ósk,“ segir í greininni. 🔥 The Legend Says GoodbyeAron Pálmarsson 🇮🇸 ends a glorious career after titles in 🇩🇪🇩🇰🇭🇺 with Kiel, Barça, Aalborg, Veszprem! His shot and leadership marked a golden era.Veszprem 🇭🇺 confirm he retires, citing physical toll,praised for honesty and legacy.©Hen Livgot (@livgot) pic.twitter.com/mVHl9UnEXW— Hen Livgot (@Hen_Livgot) May 26, 2025 Þar er honum þakkað sérstaklega eftir að hafa til að mynda unnið tvo ungverska meistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og SEHA-deildina. Framkvæmdastjórinn Bartha tekur einnig til máls: „Ferill íþróttamanns ræðst ekki aðeins af hæfileikum hans í að spila, heldur einnig af persónuleika hans. Ég tel að leikmaður okkar, Aron Pálmarsson, hafi sýnt fram á sanna stórmennsku þegar hann hafði samband við mig fyrir fáeinum dögum og gaf til kynna að miðað við heilsufar sitt væri hann ekki klár í að hjálpa liðinu til fulls á hæsta stigi íþróttarinnar í framtíðinni. Samningur hans var til eins árs til viðbótar en hann bað um að fá að segja honum upp og sama hversu erfitt það var, þá tel ég að Aron hafi tekið rétta ákvörðun. Ég óska honum þess innilega að, rétt eins og hann hefur áorkað öllu á íþróttaferli sínum, muni hann einnig finna sinn rétta stað í borgaralegu lífi, en ég þekki hann persónulega og efast ekki um það.“
Handbolti Ungverski handboltinn Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Sjá meira