Íslensk amma hljóp 77 km á sex tímum Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 11:02 Hólmfríður Aðalsteinsdóttir með öðrum af ömmustrákunum sínum eftir Reykjavíkurmaraþonið árið 2023. Hún hljóp næstum tvöfalt maraþon í Noregi um helgina á aðeins sex klukkutímum. Facebook Hólmfríður Aðalsteinsdóttir vann yfirburðasigur í hlaupi í Noregi um helgina þar sem hún hljóp hátt í tvöfalt maraþon á aðeins sex klukkutímum. Hlaupið heitir Lierskogen 6 timers og virkar þannig að hlaupinn er 655 metra langur hringur eins oft og keppendur geta á sex klukkutímum. Hólmfríður segir að þannig myndist oft góð stemning í hlaupinu þó að keppendur séu á mismunandi hraða því allir séu samtímis í brautinni. Engin var þó nálægt því að hlaupa á sama hraða og 49 ára gamla amman Hólmfríður en hún hljóp alls tæpa 77 kílómetra og var því að meðaltali 4 mínútur og 41 sekúndu með hvern kílómetra. Hljóp sem sagt að meðaltali á 12,8 km/klst í sex klukkustundir. „Mér leið mjög vel í hlaupinu og náði að halda góðum hraða í fimm tíma. Það var lagt upp með að hlauparar fengju líka staðfestan maraþontíma og maraþonið hljóp ég á 3:12,“ sagði Hólmfríður í samtali við Vísi. „Síðasta klukkutímann voru fæturnir farnir að stífna og þá hægði aðeins á,“ bætti hún við. Sannarlega merkilegur árangur hjá Hólmfríði sem búið hefur í Noregi síðustu þrettán ár og starfar sem hjúkrunarfræðingur í smábænum Valen í Kvinnherad, um 100 kílómetra sunnan við Bergen. Þar æfir hún hlaup með góðum hlaupa- og þríþrautarhópi á svæðinu. „Ég hef hlaupið þó nokkur maraþon síðustu ár og nokkur ultrahlaup,“ segir Hólmfríður og heldur áfram. „Utanvegahlaup henta mér ekki, ég er hræðilegur klaufi í öllu fjallabrölti, en ég finn mig vel í lengri götuhlaupum eða brautarhlaupum. Það er þó nokkur hefð fyrir 6, 12 og 24 tíma hlaupum hér í Noregi. Mér finnst það mjög spennandi hlaup, þar sem hver og einn hlaupari stýrir sínu hlaupi og fólk keppist við að ná ákveðinni vegalengd.“ Hlaup Íslendingar erlendis Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Sjá meira
Hlaupið heitir Lierskogen 6 timers og virkar þannig að hlaupinn er 655 metra langur hringur eins oft og keppendur geta á sex klukkutímum. Hólmfríður segir að þannig myndist oft góð stemning í hlaupinu þó að keppendur séu á mismunandi hraða því allir séu samtímis í brautinni. Engin var þó nálægt því að hlaupa á sama hraða og 49 ára gamla amman Hólmfríður en hún hljóp alls tæpa 77 kílómetra og var því að meðaltali 4 mínútur og 41 sekúndu með hvern kílómetra. Hljóp sem sagt að meðaltali á 12,8 km/klst í sex klukkustundir. „Mér leið mjög vel í hlaupinu og náði að halda góðum hraða í fimm tíma. Það var lagt upp með að hlauparar fengju líka staðfestan maraþontíma og maraþonið hljóp ég á 3:12,“ sagði Hólmfríður í samtali við Vísi. „Síðasta klukkutímann voru fæturnir farnir að stífna og þá hægði aðeins á,“ bætti hún við. Sannarlega merkilegur árangur hjá Hólmfríði sem búið hefur í Noregi síðustu þrettán ár og starfar sem hjúkrunarfræðingur í smábænum Valen í Kvinnherad, um 100 kílómetra sunnan við Bergen. Þar æfir hún hlaup með góðum hlaupa- og þríþrautarhópi á svæðinu. „Ég hef hlaupið þó nokkur maraþon síðustu ár og nokkur ultrahlaup,“ segir Hólmfríður og heldur áfram. „Utanvegahlaup henta mér ekki, ég er hræðilegur klaufi í öllu fjallabrölti, en ég finn mig vel í lengri götuhlaupum eða brautarhlaupum. Það er þó nokkur hefð fyrir 6, 12 og 24 tíma hlaupum hér í Noregi. Mér finnst það mjög spennandi hlaup, þar sem hver og einn hlaupari stýrir sínu hlaupi og fólk keppist við að ná ákveðinni vegalengd.“
Hlaup Íslendingar erlendis Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Sjá meira