„Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 19:46 Hjörný ásamt foreldrum sínum fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool, í gær. Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool-borg, eftir að fólksbíl var ekið inn í mannfjölda sem var viðstaddur til þess að fylgjast með karlaliði Liverpool í fótbolta koma á rútu niður að höfn borgarinnar, til að fagna enska meistaratitlinum. Um 200 metra frá Hjörný Eik Hjaltadóttir var stödd í Liverpool í dag ásamt foreldrum sínum, til að fylgjast með sigurhátíðinni. Þau gengu niður götuna þar sem atburðurinn átti sér stað fyrr í dag. „Þegar rútan [með Liverpool-liðinu] er rétt farin fram hjá eru allir vegir áfram lokaðir út af skrúðgöngunni. Þegar liðið kemur fram hjá ákveða sumir að elta rútuna. Það hafa verið svona einn, tveir kílómetrar eftir af göngunni. Sumir elta en aðrir ganga í hina áttina, þar sem þar var meira pláss og hægt að dreifa úr sér,“ segir Hjörný. Hjörný ásamt föður sínum í Liverpool fyrr í dag. Þá hafi valið staðið á milli þess að ganga götuna þaðan sem leikmennirnir komu, eða fara aftur upp sömu götu og fjölskyldan gekk niður fyrr um daginn. „Ég sá að það var svo mikið af fólki þar að ég nennti ekki að labba þangað, og sá fram á að við yrðum svo lengi. Þannig að ég frekjaðist á að fara í áttina sem þeir komu úr. Við erum komin einhverja 200, 250 metra frá götunni þegar lögreglubílar koma í röðum á fullum hraða. Þar sem við sáum að þeir fóru svona hratt og það komu alltaf fleiri þá vissum við að það hlyti eitthvað hrikalegt að hafa gerst.“ „Hann reynir eftir bestu getu að ná sem flestum“ Hjörný segir að þar sem hún og foreldrar hennar hafi verið komin frá staðnum þar sem ekið var á fólkið hafi ekki myndast neitt öngþveiti í kringum þau. Fólk hafi þó verið forvitið og áttað sig á alvarleikanum. „Svo stöndum við og erum búin að koma okkur fyrir inni í litlu hverfi þar sem við bíðum eftir Uber-bíl. Þá kemur maður og spyr hvort við höfum séð þetta, og sýnir okkur svo myndband. Ég veit ekki hvort hann tók það, en það voru strákar við hliðina á okkur sem höfðu verið þarna rétt hjá,“ segir Hjörný. Myndband af atvikinu er í dreifingu á samfélagsmiðlum, en það má sjá hér að neðan. Viðkvæmir lesendur eru varaðir við áhorfi. „Það er alveg augljóst að hann reynir eftir bestu getu að ná sem flestum,“ segir Hjörný. Hún upplifi bæði reiði og sorg yfir því að ekki skuli vera hægt að halda mannmarga viðburði án þess að þurfa að hafa í huga hermdarverk sem þessi. „Ég er kannski aðeins vanari þessu, búandi í Köln í Þýskalandi þar sem þetta er um það bil mánaðarlegt,“ segir Hjörný. „Auðvitað er sjokk að heyra svona, og maður verður reiður og leiður. Ég titra enn þá þegar ég er að tala við þig, og bara að hugsa um þetta er bara sjokk, hvað maður var nálægt þessu,“ sagði Hjörný sem var á leið til Manchester með foreldrum sínum þegar hún ræddi við fréttastofu. Þaðan munu þau fljúga heim á morgun. Hún til Þýskalands, en þau til Íslands. Bretland Íslendingar erlendis England Tengdar fréttir Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool-borg, eftir að fólksbíl var ekið inn í mannfjölda sem var viðstaddur til þess að fylgjast með karlaliði Liverpool í fótbolta koma á rútu niður að höfn borgarinnar, til að fagna enska meistaratitlinum. Um 200 metra frá Hjörný Eik Hjaltadóttir var stödd í Liverpool í dag ásamt foreldrum sínum, til að fylgjast með sigurhátíðinni. Þau gengu niður götuna þar sem atburðurinn átti sér stað fyrr í dag. „Þegar rútan [með Liverpool-liðinu] er rétt farin fram hjá eru allir vegir áfram lokaðir út af skrúðgöngunni. Þegar liðið kemur fram hjá ákveða sumir að elta rútuna. Það hafa verið svona einn, tveir kílómetrar eftir af göngunni. Sumir elta en aðrir ganga í hina áttina, þar sem þar var meira pláss og hægt að dreifa úr sér,“ segir Hjörný. Hjörný ásamt föður sínum í Liverpool fyrr í dag. Þá hafi valið staðið á milli þess að ganga götuna þaðan sem leikmennirnir komu, eða fara aftur upp sömu götu og fjölskyldan gekk niður fyrr um daginn. „Ég sá að það var svo mikið af fólki þar að ég nennti ekki að labba þangað, og sá fram á að við yrðum svo lengi. Þannig að ég frekjaðist á að fara í áttina sem þeir komu úr. Við erum komin einhverja 200, 250 metra frá götunni þegar lögreglubílar koma í röðum á fullum hraða. Þar sem við sáum að þeir fóru svona hratt og það komu alltaf fleiri þá vissum við að það hlyti eitthvað hrikalegt að hafa gerst.“ „Hann reynir eftir bestu getu að ná sem flestum“ Hjörný segir að þar sem hún og foreldrar hennar hafi verið komin frá staðnum þar sem ekið var á fólkið hafi ekki myndast neitt öngþveiti í kringum þau. Fólk hafi þó verið forvitið og áttað sig á alvarleikanum. „Svo stöndum við og erum búin að koma okkur fyrir inni í litlu hverfi þar sem við bíðum eftir Uber-bíl. Þá kemur maður og spyr hvort við höfum séð þetta, og sýnir okkur svo myndband. Ég veit ekki hvort hann tók það, en það voru strákar við hliðina á okkur sem höfðu verið þarna rétt hjá,“ segir Hjörný. Myndband af atvikinu er í dreifingu á samfélagsmiðlum, en það má sjá hér að neðan. Viðkvæmir lesendur eru varaðir við áhorfi. „Það er alveg augljóst að hann reynir eftir bestu getu að ná sem flestum,“ segir Hjörný. Hún upplifi bæði reiði og sorg yfir því að ekki skuli vera hægt að halda mannmarga viðburði án þess að þurfa að hafa í huga hermdarverk sem þessi. „Ég er kannski aðeins vanari þessu, búandi í Köln í Þýskalandi þar sem þetta er um það bil mánaðarlegt,“ segir Hjörný. „Auðvitað er sjokk að heyra svona, og maður verður reiður og leiður. Ég titra enn þá þegar ég er að tala við þig, og bara að hugsa um þetta er bara sjokk, hvað maður var nálægt þessu,“ sagði Hjörný sem var á leið til Manchester með foreldrum sínum þegar hún ræddi við fréttastofu. Þaðan munu þau fljúga heim á morgun. Hún til Þýskalands, en þau til Íslands.
Bretland Íslendingar erlendis England Tengdar fréttir Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20