„Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 19:46 Hjörný ásamt foreldrum sínum fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool, í gær. Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool-borg, eftir að fólksbíl var ekið inn í mannfjölda sem var viðstaddur til þess að fylgjast með karlaliði Liverpool í fótbolta koma á rútu niður að höfn borgarinnar, til að fagna enska meistaratitlinum. Um 200 metra frá Hjörný Eik Hjaltadóttir var stödd í Liverpool í dag ásamt foreldrum sínum, til að fylgjast með sigurhátíðinni. Þau gengu niður götuna þar sem atburðurinn átti sér stað fyrr í dag. „Þegar rútan [með Liverpool-liðinu] er rétt farin fram hjá eru allir vegir áfram lokaðir út af skrúðgöngunni. Þegar liðið kemur fram hjá ákveða sumir að elta rútuna. Það hafa verið svona einn, tveir kílómetrar eftir af göngunni. Sumir elta en aðrir ganga í hina áttina, þar sem þar var meira pláss og hægt að dreifa úr sér,“ segir Hjörný. Hjörný ásamt föður sínum í Liverpool fyrr í dag. Þá hafi valið staðið á milli þess að ganga götuna þaðan sem leikmennirnir komu, eða fara aftur upp sömu götu og fjölskyldan gekk niður fyrr um daginn. „Ég sá að það var svo mikið af fólki þar að ég nennti ekki að labba þangað, og sá fram á að við yrðum svo lengi. Þannig að ég frekjaðist á að fara í áttina sem þeir komu úr. Við erum komin einhverja 200, 250 metra frá götunni þegar lögreglubílar koma í röðum á fullum hraða. Þar sem við sáum að þeir fóru svona hratt og það komu alltaf fleiri þá vissum við að það hlyti eitthvað hrikalegt að hafa gerst.“ „Hann reynir eftir bestu getu að ná sem flestum“ Hjörný segir að þar sem hún og foreldrar hennar hafi verið komin frá staðnum þar sem ekið var á fólkið hafi ekki myndast neitt öngþveiti í kringum þau. Fólk hafi þó verið forvitið og áttað sig á alvarleikanum. „Svo stöndum við og erum búin að koma okkur fyrir inni í litlu hverfi þar sem við bíðum eftir Uber-bíl. Þá kemur maður og spyr hvort við höfum séð þetta, og sýnir okkur svo myndband. Ég veit ekki hvort hann tók það, en það voru strákar við hliðina á okkur sem höfðu verið þarna rétt hjá,“ segir Hjörný. Myndband af atvikinu er í dreifingu á samfélagsmiðlum, en það má sjá hér að neðan. Viðkvæmir lesendur eru varaðir við áhorfi. „Það er alveg augljóst að hann reynir eftir bestu getu að ná sem flestum,“ segir Hjörný. Hún upplifi bæði reiði og sorg yfir því að ekki skuli vera hægt að halda mannmarga viðburði án þess að þurfa að hafa í huga hermdarverk sem þessi. „Ég er kannski aðeins vanari þessu, búandi í Köln í Þýskalandi þar sem þetta er um það bil mánaðarlegt,“ segir Hjörný. „Auðvitað er sjokk að heyra svona, og maður verður reiður og leiður. Ég titra enn þá þegar ég er að tala við þig, og bara að hugsa um þetta er bara sjokk, hvað maður var nálægt þessu,“ sagði Hjörný sem var á leið til Manchester með foreldrum sínum þegar hún ræddi við fréttastofu. Þaðan munu þau fljúga heim á morgun. Hún til Þýskalands, en þau til Íslands. Bretland Íslendingar erlendis England Tengdar fréttir Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool-borg, eftir að fólksbíl var ekið inn í mannfjölda sem var viðstaddur til þess að fylgjast með karlaliði Liverpool í fótbolta koma á rútu niður að höfn borgarinnar, til að fagna enska meistaratitlinum. Um 200 metra frá Hjörný Eik Hjaltadóttir var stödd í Liverpool í dag ásamt foreldrum sínum, til að fylgjast með sigurhátíðinni. Þau gengu niður götuna þar sem atburðurinn átti sér stað fyrr í dag. „Þegar rútan [með Liverpool-liðinu] er rétt farin fram hjá eru allir vegir áfram lokaðir út af skrúðgöngunni. Þegar liðið kemur fram hjá ákveða sumir að elta rútuna. Það hafa verið svona einn, tveir kílómetrar eftir af göngunni. Sumir elta en aðrir ganga í hina áttina, þar sem þar var meira pláss og hægt að dreifa úr sér,“ segir Hjörný. Hjörný ásamt föður sínum í Liverpool fyrr í dag. Þá hafi valið staðið á milli þess að ganga götuna þaðan sem leikmennirnir komu, eða fara aftur upp sömu götu og fjölskyldan gekk niður fyrr um daginn. „Ég sá að það var svo mikið af fólki þar að ég nennti ekki að labba þangað, og sá fram á að við yrðum svo lengi. Þannig að ég frekjaðist á að fara í áttina sem þeir komu úr. Við erum komin einhverja 200, 250 metra frá götunni þegar lögreglubílar koma í röðum á fullum hraða. Þar sem við sáum að þeir fóru svona hratt og það komu alltaf fleiri þá vissum við að það hlyti eitthvað hrikalegt að hafa gerst.“ „Hann reynir eftir bestu getu að ná sem flestum“ Hjörný segir að þar sem hún og foreldrar hennar hafi verið komin frá staðnum þar sem ekið var á fólkið hafi ekki myndast neitt öngþveiti í kringum þau. Fólk hafi þó verið forvitið og áttað sig á alvarleikanum. „Svo stöndum við og erum búin að koma okkur fyrir inni í litlu hverfi þar sem við bíðum eftir Uber-bíl. Þá kemur maður og spyr hvort við höfum séð þetta, og sýnir okkur svo myndband. Ég veit ekki hvort hann tók það, en það voru strákar við hliðina á okkur sem höfðu verið þarna rétt hjá,“ segir Hjörný. Myndband af atvikinu er í dreifingu á samfélagsmiðlum, en það má sjá hér að neðan. Viðkvæmir lesendur eru varaðir við áhorfi. „Það er alveg augljóst að hann reynir eftir bestu getu að ná sem flestum,“ segir Hjörný. Hún upplifi bæði reiði og sorg yfir því að ekki skuli vera hægt að halda mannmarga viðburði án þess að þurfa að hafa í huga hermdarverk sem þessi. „Ég er kannski aðeins vanari þessu, búandi í Köln í Þýskalandi þar sem þetta er um það bil mánaðarlegt,“ segir Hjörný. „Auðvitað er sjokk að heyra svona, og maður verður reiður og leiður. Ég titra enn þá þegar ég er að tala við þig, og bara að hugsa um þetta er bara sjokk, hvað maður var nálægt þessu,“ sagði Hjörný sem var á leið til Manchester með foreldrum sínum þegar hún ræddi við fréttastofu. Þaðan munu þau fljúga heim á morgun. Hún til Þýskalands, en þau til Íslands.
Bretland Íslendingar erlendis England Tengdar fréttir Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20