Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar 27. maí 2025 10:01 Í maímánuði ár hvert fer fram uppgjör hjá þeim eldri borgurum sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun. Menn eru misánægðir eða óánægðir með útkomuna. Það er all margir sem fá endurgreitt en það eru miklu fleiri sem þurfa að endurgreiða eða um 67% þeirra sem hafa greiðslur frá TR vegna ársins 2024 en voru 78% vegna fyrra árs. Ástæða fyrir endurgreiðslukröfu er aðalega vegna fjármagnstekna eða um 73%. Svo kemur söluhagnaður og arður. En þarf það að vera þannig að TR sé að senda tæplega 30.000 manns póst um að þau hafi fengið of mikið greitt? Í desember ár hvert er sendur póstur á alla með uppfærðri tekjuáætlun fyrir næsta ár og er ætlast til að menn skoði póstinn og geri breytingar á áætlunni ef þeim finnst hún ekki passa við tekjur og eignir. En er fólk að gera þetta? Samkvæmt upplýsingum sem ég hef séð eru aðeins 15% þeirra sem eru á greiðslulista TR að senda inn nýja tekjuáætlun. Um 5% skoða póstinn og gera ekki breytingar en 80% virðast ekki opna póstinn sinn og vita þá ekki hvað er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi í tekjur á næsta ári. Er eðlilegt að 4 af hverjum 5 skoði ekki póstinn sinn og renni þannig blint í sjóinn með tekjur næstu 12 mánaða? Að mínu mati er þetta stórt vandamál og ef menn væru meira vakandi þá væri hægt að fækka póstunum um endurkröfur og koma í veg fyrir heil mikil leiðindi sem af þessu hljótast. Landsamband eldri borgara sendi á öll aðildarfélög sín í desember sl., erindi um að hvetja sína félaga til að skoða póstinn frá TR og uppfæra tekjuáætlun sína. En það virðist ekki hafa borið mikinn árangur. En svo er stóra spurningin: Er viðunandi að fólk sem á eðlilegan sparnað eftir 40-50 ár á vinnumarkaði þurfi að sæta skerðingum á grunnlífeyri vegna fjármagnstekna. Það er ekki verið að tala um þá sem eiga háar upphæðir heldur varasjóð sem hægt er að grípa í ef illa árar eða upp koma vandamál t.d. vegna veikinda og/eða andláts. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar er ákvæði um að tekið verði upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna. LEB mun vinna ötullega að því að stjórnvöld standi við þessa setningu í sáttmálanum ásamt því að berjast fyrir öllum þeim þörfu málum sem eru þar skrifuð. En allt tal um skerðingar og ósanngirni, þá eru um 5.000 manns sem einvörðungu eru með grunnlífeyri eða falla undir frítekjumörkin og í áðurnefndum sáttmála er tilgreint að gripið verði til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun. Ágæta ríkistjórn, það eru semsagt 5.000 eldri borgarar sem eru langt undir eðlilegri framfærslu og þurfa hjálp strax. Einnig eru um 15.000 eldri borgarar undir lágmarkslaunum. Þetta gengur ekki lengur og Landsamband eldri borgara mun beita öllum þeim ráðum sem það hefur til að hreinlega bjarga þessum hópi úr klóm fátæktar. Hver var það sem sagði að það ætti að útrýma fátækt á Íslandi? Nú er tækifærið standið við stóru orðin. Munið að það er of seint að birgja brunninn þegar barnið er dottið ofaní. Höfundur er formaður LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Snæbjörnsson Eldri borgarar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í maímánuði ár hvert fer fram uppgjör hjá þeim eldri borgurum sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun. Menn eru misánægðir eða óánægðir með útkomuna. Það er all margir sem fá endurgreitt en það eru miklu fleiri sem þurfa að endurgreiða eða um 67% þeirra sem hafa greiðslur frá TR vegna ársins 2024 en voru 78% vegna fyrra árs. Ástæða fyrir endurgreiðslukröfu er aðalega vegna fjármagnstekna eða um 73%. Svo kemur söluhagnaður og arður. En þarf það að vera þannig að TR sé að senda tæplega 30.000 manns póst um að þau hafi fengið of mikið greitt? Í desember ár hvert er sendur póstur á alla með uppfærðri tekjuáætlun fyrir næsta ár og er ætlast til að menn skoði póstinn og geri breytingar á áætlunni ef þeim finnst hún ekki passa við tekjur og eignir. En er fólk að gera þetta? Samkvæmt upplýsingum sem ég hef séð eru aðeins 15% þeirra sem eru á greiðslulista TR að senda inn nýja tekjuáætlun. Um 5% skoða póstinn og gera ekki breytingar en 80% virðast ekki opna póstinn sinn og vita þá ekki hvað er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi í tekjur á næsta ári. Er eðlilegt að 4 af hverjum 5 skoði ekki póstinn sinn og renni þannig blint í sjóinn með tekjur næstu 12 mánaða? Að mínu mati er þetta stórt vandamál og ef menn væru meira vakandi þá væri hægt að fækka póstunum um endurkröfur og koma í veg fyrir heil mikil leiðindi sem af þessu hljótast. Landsamband eldri borgara sendi á öll aðildarfélög sín í desember sl., erindi um að hvetja sína félaga til að skoða póstinn frá TR og uppfæra tekjuáætlun sína. En það virðist ekki hafa borið mikinn árangur. En svo er stóra spurningin: Er viðunandi að fólk sem á eðlilegan sparnað eftir 40-50 ár á vinnumarkaði þurfi að sæta skerðingum á grunnlífeyri vegna fjármagnstekna. Það er ekki verið að tala um þá sem eiga háar upphæðir heldur varasjóð sem hægt er að grípa í ef illa árar eða upp koma vandamál t.d. vegna veikinda og/eða andláts. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar er ákvæði um að tekið verði upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna. LEB mun vinna ötullega að því að stjórnvöld standi við þessa setningu í sáttmálanum ásamt því að berjast fyrir öllum þeim þörfu málum sem eru þar skrifuð. En allt tal um skerðingar og ósanngirni, þá eru um 5.000 manns sem einvörðungu eru með grunnlífeyri eða falla undir frítekjumörkin og í áðurnefndum sáttmála er tilgreint að gripið verði til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun. Ágæta ríkistjórn, það eru semsagt 5.000 eldri borgarar sem eru langt undir eðlilegri framfærslu og þurfa hjálp strax. Einnig eru um 15.000 eldri borgarar undir lágmarkslaunum. Þetta gengur ekki lengur og Landsamband eldri borgara mun beita öllum þeim ráðum sem það hefur til að hreinlega bjarga þessum hópi úr klóm fátæktar. Hver var það sem sagði að það ætti að útrýma fátækt á Íslandi? Nú er tækifærið standið við stóru orðin. Munið að það er of seint að birgja brunninn þegar barnið er dottið ofaní. Höfundur er formaður LEB.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun