Fótbolti

Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal

Smári Jökull Jónsson skrifar
Lamine Yamal í leik með Barcelona.
Lamine Yamal í leik með Barcelona. Vísir/Getty

Ungstirnið Lamine Yamal hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnulið Barcelona. Hann er nú samningsbundinn félaginu fram á sumarið 2031.

Skrifað var undir samninginn í dag í höfuðstöðvum Barcelona en Yamal er uppalinn hjá Börsungum og lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins aðeins 15 ára gamall. Hann er fæddur árið 2007 en hefur þrátt fyrir ungan aldur nú þegar leikið 106 leiki fyrir aðallið Barcelona, skorað í þeim 25 mörk og gefið 35 stoðsendingar.

Yamal varð fyrir skömmu spænskur meistari með félaginu og hefur auk þess leikið 19 landsleiki fyrir Spán og varð Evrópumeistari með þjóð sinni síðasta sumar.

Í tilkynningu Barcelona segir ennfremur að Yamal hafi fyrst komið til félagsins sjö ára gamall og að framlenging á samningnum við Yamal sýni tryggð hans við félagið og vegferðina sem það er á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×