Skoðun

Spólum til baka

Snævar Ingi Sveinsson skrifar

Upp á síðkastið hafa orðið straumhvörf í samfélaginu, ungmenni líta um öxl til einfaldari tíma án snjallsímans. Sérhæfð tæki fyrri tíma eru uppblásin nýju lífu á meðal ungs fólks. Vínyl platan snýst hring eftir hring, handskrifaður texti í minnisbók einkennir vísvitandi hugsun og filmumyndavélin gefur frá sér einkennilegan smell er augnablikið er fryst í tíma.

Maður spyr sig hví unga fólkið sem ættu að vera fremst í flokki tæknivæðingu lífsins skyldi forðast þægindin sem fylgja snjallsímanum?

Snýst slík uppreisn um höfnun stafræna heimsins? Er þetta aðeins stundarfyrirbæri þar til nýjasta bylgja mótast eða er unga kynslóðin að tjá vissa þrá fyrir merkingu og nærveru í lífi sem virðist ganga hraðar eftir deginum?

Er þetta okkar leið til að segja „ég er hér akkúrat núna, og þetta var mín upplifun“.

Ímyndaðu þér eftirfarandi sviðsmynd: Slökkt hefur verið á símanum í allan dag, þú endar daginn á því að kveikja á honum en þú heyrir ekkert – engar tilkynningar, ekkert píp. Væri þetta frelsandi tilfinning eða væri þetta líkari tómrými? Ég veit ekki hvort hræðir mig meira.




Skoðun

Sjá meira


×