Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 28. maí 2025 10:00 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við á ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um tekjur kvenna og karla á ellilífeyrisaldri út frá gögnum Hagstofu Íslands. Í fyrri greinum höfum við m.a. talað um atvinnuþátttöku kvenna og karla, kynskiptan vinnumarkað og kynbundinn launamun. Þar kemur fram að barneignir hafa meiri áhrif á atvinnuþátttöku kvenna en karla og að kynjaskipting vinnumarkaðarins hefur áhrif á launastig kvenna vegna vanmats á kvennastörfum. Eftir að starfsævi lýkur viðheldur þessi kynbundni munur sér í tekjum fólks á ellilífeyrisaldri. Tæp 14% íbúa landsins eru 67 ára og eldri. Konur eru í meirihluta í þessum hópi eða um 52%, þær eru um 27.800 og karlar um 25.800. Þau yngri í hópnum eru yfirleitt með hærri tekjur en þau eldri því hluti þeirra er enn á vinnumarkaði. Í þessari grein erum við að mestu að fjalla um hópinn í heild sinni til að einfalda framsetningu og draga fram ólíka stöðu kynjanna á ellilífeyrisaldri. Á vef Hagstofunnar er hægt að nálgast upplýsingar um heildartekjur út frá skattframtölum vegna ársins 2023. Þær sýna að konur 67 ára og eldri eru að jafnaði með lægri tekjur en karlar í sama aldurshópi því þeir eru að meðaltali með mun hærri atvinnutekjur og fjármagnstekjur en konur, eiga meiri séreignarsparnað og það sama á við um réttindi í lífeyrissjóði sem taka mið af atvinnuþátttöku og launastigi yfir starfsævina. Mynd: Heildartekjur karla og kvenna 67 ára og eldri á mánuði árið 2023 – meðaltal og miðgildi Myndin sýnir mismun í tekjum kynjanna eftir skattframtölum árið 2023 reiknaðar niður á mánaðartekjur. Að meðaltali eru konur í aldurhópnum 67 ára og eldri með 80% af tekjum karla en ef litið er til miðgildisins eru þær með 88% af tekjum karla. Þessi tiltölulega mikli munur á meðaltali og miðgildi tekna endurspeglar einkum tvennt, að yngra fólkið í hópnum hífir meðaltalstekjurnar upp og að karlar í efri tekjutíundum eru með mun hærri tekjur en konur í efri tekjutíundum. Þannig er tekjumunur karla og kvenna með lægstu tekjurnar minnstur en þar eru konur með um 90% af tekjum karla en þegar ofar dregur í tekjustiganum eykst tekjumunurinn og konur eru aðeins með rúmlega 70% af tekjum karla í hæstu tekjuhópunum. Mynd: Hlutfall fólks á ellilífeyrisaldri sem fékk greiðslur frá lífeyrissjóðum og almannatryggingum í desember 2022 – eftir aldurshópum Á myndinni má sjá hlutfall karla og kvenna í þremur aldurshópum sem hafa hafið töku lífeyris. Um 15% karla í yngsta aldurhópnum, 67-69 ára, hafa ekki hafið töku lífeyris og eru að öllum líkindum enn á vinnumarkaði en innan við 10% kvennanna. Í hópunum 70 ára og eldri hafa um 98-99% hafið töku lífeyris óháð kyni. Þeim ellilífeyrisþegum sem hafa náð að safna lífeyrisréttindum í lífeyrissjóði fulla starfsævi fer fjölgandi ár frá ári. Á myndinni má sjá að þau sem fá eingöngu lífeyri frá lífeyrissjóðum eru hlutfallslega flest í yngsta aldurshópnum og mun fleiri karlar en konur eru í þeim hópi, óháð aldri. Langflest fá greiddan lífeyri bæði frá lífeyrissjóðum og almannatryggingum en innan við 3% lífeyrisþega, óháð aldri, reiða sig alfarið á almannatryggingar í ellinni. Konur eru þó fjölmennari í þeim hópi. Meirihluti lífeyrisþega fær greiðslur fá almannatryggingum og konur fá að jafnaði hærri greiðslur en karlar því þær eiga minni réttindi í lífeyrissjóði. Í janúar 2025 fengu um 38.500 ellilífeyrisþegar greiðslur frá almannatryggingum og voru konur í meirihluta eða 21.200 og karlar 17.300. Greiðslurnar til kvenna voru að meðaltali 251.000 kr. á mánuði en 236.000 kr. á mánuði til karlanna. Kynbundinn launamunur á vinnumarkaði endurspeglast í kynbundnum mun í tekjum á efri árum. Launamunur, umönnunarábyrgð og vanmat á störfum kvenna hafa áhrif á tekjur kvenna út ævina og leiða til minni lífeyrisréttinda, séreignarsparnaðar og lægri fjármagnstekna. Þegar breytingar eru gerðar á almannatryggingakerfinu eða réttindum í lífeyrissjóðum er mikilvægt að huga að því að þær leiði ekki til enn frekari tekjumunar karla og kvenna. Greinin er eftir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur hagfræðing BSRB og Steinunni Bragadóttur hagfræðing hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Kjaramál Jafnréttismál Stéttarfélög ASÍ Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við á ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um tekjur kvenna og karla á ellilífeyrisaldri út frá gögnum Hagstofu Íslands. Í fyrri greinum höfum við m.a. talað um atvinnuþátttöku kvenna og karla, kynskiptan vinnumarkað og kynbundinn launamun. Þar kemur fram að barneignir hafa meiri áhrif á atvinnuþátttöku kvenna en karla og að kynjaskipting vinnumarkaðarins hefur áhrif á launastig kvenna vegna vanmats á kvennastörfum. Eftir að starfsævi lýkur viðheldur þessi kynbundni munur sér í tekjum fólks á ellilífeyrisaldri. Tæp 14% íbúa landsins eru 67 ára og eldri. Konur eru í meirihluta í þessum hópi eða um 52%, þær eru um 27.800 og karlar um 25.800. Þau yngri í hópnum eru yfirleitt með hærri tekjur en þau eldri því hluti þeirra er enn á vinnumarkaði. Í þessari grein erum við að mestu að fjalla um hópinn í heild sinni til að einfalda framsetningu og draga fram ólíka stöðu kynjanna á ellilífeyrisaldri. Á vef Hagstofunnar er hægt að nálgast upplýsingar um heildartekjur út frá skattframtölum vegna ársins 2023. Þær sýna að konur 67 ára og eldri eru að jafnaði með lægri tekjur en karlar í sama aldurshópi því þeir eru að meðaltali með mun hærri atvinnutekjur og fjármagnstekjur en konur, eiga meiri séreignarsparnað og það sama á við um réttindi í lífeyrissjóði sem taka mið af atvinnuþátttöku og launastigi yfir starfsævina. Mynd: Heildartekjur karla og kvenna 67 ára og eldri á mánuði árið 2023 – meðaltal og miðgildi Myndin sýnir mismun í tekjum kynjanna eftir skattframtölum árið 2023 reiknaðar niður á mánaðartekjur. Að meðaltali eru konur í aldurhópnum 67 ára og eldri með 80% af tekjum karla en ef litið er til miðgildisins eru þær með 88% af tekjum karla. Þessi tiltölulega mikli munur á meðaltali og miðgildi tekna endurspeglar einkum tvennt, að yngra fólkið í hópnum hífir meðaltalstekjurnar upp og að karlar í efri tekjutíundum eru með mun hærri tekjur en konur í efri tekjutíundum. Þannig er tekjumunur karla og kvenna með lægstu tekjurnar minnstur en þar eru konur með um 90% af tekjum karla en þegar ofar dregur í tekjustiganum eykst tekjumunurinn og konur eru aðeins með rúmlega 70% af tekjum karla í hæstu tekjuhópunum. Mynd: Hlutfall fólks á ellilífeyrisaldri sem fékk greiðslur frá lífeyrissjóðum og almannatryggingum í desember 2022 – eftir aldurshópum Á myndinni má sjá hlutfall karla og kvenna í þremur aldurshópum sem hafa hafið töku lífeyris. Um 15% karla í yngsta aldurhópnum, 67-69 ára, hafa ekki hafið töku lífeyris og eru að öllum líkindum enn á vinnumarkaði en innan við 10% kvennanna. Í hópunum 70 ára og eldri hafa um 98-99% hafið töku lífeyris óháð kyni. Þeim ellilífeyrisþegum sem hafa náð að safna lífeyrisréttindum í lífeyrissjóði fulla starfsævi fer fjölgandi ár frá ári. Á myndinni má sjá að þau sem fá eingöngu lífeyri frá lífeyrissjóðum eru hlutfallslega flest í yngsta aldurshópnum og mun fleiri karlar en konur eru í þeim hópi, óháð aldri. Langflest fá greiddan lífeyri bæði frá lífeyrissjóðum og almannatryggingum en innan við 3% lífeyrisþega, óháð aldri, reiða sig alfarið á almannatryggingar í ellinni. Konur eru þó fjölmennari í þeim hópi. Meirihluti lífeyrisþega fær greiðslur fá almannatryggingum og konur fá að jafnaði hærri greiðslur en karlar því þær eiga minni réttindi í lífeyrissjóði. Í janúar 2025 fengu um 38.500 ellilífeyrisþegar greiðslur frá almannatryggingum og voru konur í meirihluta eða 21.200 og karlar 17.300. Greiðslurnar til kvenna voru að meðaltali 251.000 kr. á mánuði en 236.000 kr. á mánuði til karlanna. Kynbundinn launamunur á vinnumarkaði endurspeglast í kynbundnum mun í tekjum á efri árum. Launamunur, umönnunarábyrgð og vanmat á störfum kvenna hafa áhrif á tekjur kvenna út ævina og leiða til minni lífeyrisréttinda, séreignarsparnaðar og lægri fjármagnstekna. Þegar breytingar eru gerðar á almannatryggingakerfinu eða réttindum í lífeyrissjóðum er mikilvægt að huga að því að þær leiði ekki til enn frekari tekjumunar karla og kvenna. Greinin er eftir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur hagfræðing BSRB og Steinunni Bragadóttur hagfræðing hjá ASÍ.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar