Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar 28. maí 2025 14:15 Fyrir stuttu skipaði Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, spretthóp til að meta stöðu tilraunaverkefnisins Kveikjum neistann, árangur þess og tækifæri, eins og það er orðað í tilkynningu frá ráðuneytinu. Það er einkum tvennt sem stingur í augun varðandi þennan spretthóp: í fyrsta lagi hvernig hann er skipaður og í öðru lagi að hann eigi að leggja mat á eina kennsluaðferð. Fyrst varðandi skipanina. Í spretthópnum eru átta manns, af þeim eru fimm tengdir verkefninu Kveikjum neistann, meðal annars sá sem leiðir verkefnið. Þetta vekur upp spurningar um tilgang og markmið og ekki síður hversu réttmæt úttektin getur orðið. Það sætir einnig furðu að ráðherra skuli hvorki leita til aðila frá Háskóla Íslands né Háskólanum á Akureyri, þar sem starfar fjöldi manns við að rannsaka og kenna menntavísindi. Þá að því að hópurinn eigi einungis að skoða árangur af Kveikjum neistann og þau tækifæri sem verkefnið getur fært börnum landsins. Staðan er nefnilega sú að það er margt óljóst varðandi kennsluaðferðir hérlendis og veitir ekki af umfangsmeiri úttekt. Til að mynda veit enginn nákvæmlega hvernig lestur er kenndur í grunnskólum á Íslandi, en það væri brýnt að skoða og tengja við árangur. Það er vitað að hluti grunnskóla notast við kennsluaðferðina Byrjendalæsi og í hluta skóla er gjarnan talað um að hljóðaaðferðin sé notuð, en í raun eru til fleiri en ein hljóðaaðferð og þetta því ekki alveg skýrt. Kennarar sem kenna í skólum sem nýta Byrjendalæsi geta notað efni frá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og allir kennarar geta nýtt efni frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, til dæmis Lestrarlandið, Listina að lesa og skrifa og svo eina gagnreynda kennsluefnið sem völ er á hérlendis, PALS (peer-assisted learning strategies). Einnig er töluvert af heimatilbúnu efni í umferð, meðal annars efni sem kennarar gefa eða selja sín á milli, og því má reikna með að notast sé við efni úr ýmsum áttum. Það er óljóst hvað gerist í lestrarkennslunni eftir að yngsta stigi sleppir. Hvað með það háa hlutfall nemenda sem ekki hefur náð nægilegri lesfimi við lok yngsta stigs til að geta tekist á við lesefni mið- og elsta stigs? Hvað með skriftar- og ritunarkennslu? Hvað með lestur í faggreinum? Það er margt sem er nauðsynlegt að varpa ljósi á varðandi lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum og kennsluhætti almennt. Því er óheppilegt að mennta- og barnamálaráðherra skuli telja að líklegast til árangurs sé að skoða eitt þróunarverkefni og mjög sérstakt að hann skuli velja til verksins aðstandendur og hagsmunaaðila þess sama verkefnis. Raunar má velta fyrir sér hvort að niðurstaðan hafi þegar verið ákveðin, því í tilkynningu frá ráðuneytinu segir:„Niðurstöður PISA-kannana undanfarin ár hafa sýnt fram á nauðsyn þess að bregðast við stöðu íslenskra barna, m.a. í lesskilningi og stærðfræði. Guðmundur Ingi Kristinsson, barna- og menntamálaráðherra, hefur bent á að kennarar þurfi öflug verkfæri til að takast á við þennan vanda. Kveikjum neistann er einmitt eitt slíkt verkfæri.“ Þó lítið sé vitað um kennsluhætti er vitað að lestrarfærni nemenda er almennt metin með lesfimihluta Lesferils frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Á yngsta stigi eru um 95% nemenda á landsvísu metnir með þessum stöðluðu lesfimiprófum. Það á þó ekki við um nemendur sem fá kennsluaðferðina Kveikjum neistann; þau eru metin með heimatilbúnum prófum og því með öllu ómögulegt að bera árangur þeirra saman við árangur nemenda sem fá annars konar kennslu. Að halda fram árangri umfram aðra með slíku mati er afar vafasamt og það er sannarlega undarlegt að sjá ráðherra gera ráð fyrir því að Kveikjum neistann sé öflugt verkfæri. Til að vita hvaða stefnu á að taka þurfum við að vita hvar við erum stödd, hvernig er raunveruleg framkvæmd lestrarkennslu og mats í íslenskum grunnskólum? Svo tengja megi saman framkvæmd kennslu og árangur nemenda er nauðsynlegt að kortleggja nemendahópa og kennsluna vel og samræma mælingar. Það er mikill fjöldi erlendra rannsókna og nokkrar innlendar sem ættu að varða leið okkar að úrbótum í lestrarkennslu. Upphafspunktur gæti verið að rýna í skýrslu um læsi frá 2024, sem fjöldi sérfræðinga skrifaði að beiðni ráðherra á þeim tíma. Sú skýrsla vakti ekki mikla athygli, töluvert minni en skýrsla um stöðu drengja í menntakerfinu sem var harðlega gagnrýnd vegna lakra vinnubragða, unnin af þeim sama aðila sem fer fyrir spretthópnum sem er til umfjöllunar hér. Ég vil hvetja mennta- og barnamálaráðherra til að víkka sjóndeildarhringinn og hafa fagmennsku að leiðarljósi, leggja sitt af mörkum til að efla menntarannsóknir og nýta þann mannauð sem nú þegar starfar við menntarannsóknir og kennslu í háskólunum. Höfundur er með doktorsgráðu í menntavísindum með sérhæfingu í læsifræðum, aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður Félags læsisfræðinga á Íslandi. Slóð á skýrslu um læsi. Höfundur er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu skipaði Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, spretthóp til að meta stöðu tilraunaverkefnisins Kveikjum neistann, árangur þess og tækifæri, eins og það er orðað í tilkynningu frá ráðuneytinu. Það er einkum tvennt sem stingur í augun varðandi þennan spretthóp: í fyrsta lagi hvernig hann er skipaður og í öðru lagi að hann eigi að leggja mat á eina kennsluaðferð. Fyrst varðandi skipanina. Í spretthópnum eru átta manns, af þeim eru fimm tengdir verkefninu Kveikjum neistann, meðal annars sá sem leiðir verkefnið. Þetta vekur upp spurningar um tilgang og markmið og ekki síður hversu réttmæt úttektin getur orðið. Það sætir einnig furðu að ráðherra skuli hvorki leita til aðila frá Háskóla Íslands né Háskólanum á Akureyri, þar sem starfar fjöldi manns við að rannsaka og kenna menntavísindi. Þá að því að hópurinn eigi einungis að skoða árangur af Kveikjum neistann og þau tækifæri sem verkefnið getur fært börnum landsins. Staðan er nefnilega sú að það er margt óljóst varðandi kennsluaðferðir hérlendis og veitir ekki af umfangsmeiri úttekt. Til að mynda veit enginn nákvæmlega hvernig lestur er kenndur í grunnskólum á Íslandi, en það væri brýnt að skoða og tengja við árangur. Það er vitað að hluti grunnskóla notast við kennsluaðferðina Byrjendalæsi og í hluta skóla er gjarnan talað um að hljóðaaðferðin sé notuð, en í raun eru til fleiri en ein hljóðaaðferð og þetta því ekki alveg skýrt. Kennarar sem kenna í skólum sem nýta Byrjendalæsi geta notað efni frá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og allir kennarar geta nýtt efni frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, til dæmis Lestrarlandið, Listina að lesa og skrifa og svo eina gagnreynda kennsluefnið sem völ er á hérlendis, PALS (peer-assisted learning strategies). Einnig er töluvert af heimatilbúnu efni í umferð, meðal annars efni sem kennarar gefa eða selja sín á milli, og því má reikna með að notast sé við efni úr ýmsum áttum. Það er óljóst hvað gerist í lestrarkennslunni eftir að yngsta stigi sleppir. Hvað með það háa hlutfall nemenda sem ekki hefur náð nægilegri lesfimi við lok yngsta stigs til að geta tekist á við lesefni mið- og elsta stigs? Hvað með skriftar- og ritunarkennslu? Hvað með lestur í faggreinum? Það er margt sem er nauðsynlegt að varpa ljósi á varðandi lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum og kennsluhætti almennt. Því er óheppilegt að mennta- og barnamálaráðherra skuli telja að líklegast til árangurs sé að skoða eitt þróunarverkefni og mjög sérstakt að hann skuli velja til verksins aðstandendur og hagsmunaaðila þess sama verkefnis. Raunar má velta fyrir sér hvort að niðurstaðan hafi þegar verið ákveðin, því í tilkynningu frá ráðuneytinu segir:„Niðurstöður PISA-kannana undanfarin ár hafa sýnt fram á nauðsyn þess að bregðast við stöðu íslenskra barna, m.a. í lesskilningi og stærðfræði. Guðmundur Ingi Kristinsson, barna- og menntamálaráðherra, hefur bent á að kennarar þurfi öflug verkfæri til að takast á við þennan vanda. Kveikjum neistann er einmitt eitt slíkt verkfæri.“ Þó lítið sé vitað um kennsluhætti er vitað að lestrarfærni nemenda er almennt metin með lesfimihluta Lesferils frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Á yngsta stigi eru um 95% nemenda á landsvísu metnir með þessum stöðluðu lesfimiprófum. Það á þó ekki við um nemendur sem fá kennsluaðferðina Kveikjum neistann; þau eru metin með heimatilbúnum prófum og því með öllu ómögulegt að bera árangur þeirra saman við árangur nemenda sem fá annars konar kennslu. Að halda fram árangri umfram aðra með slíku mati er afar vafasamt og það er sannarlega undarlegt að sjá ráðherra gera ráð fyrir því að Kveikjum neistann sé öflugt verkfæri. Til að vita hvaða stefnu á að taka þurfum við að vita hvar við erum stödd, hvernig er raunveruleg framkvæmd lestrarkennslu og mats í íslenskum grunnskólum? Svo tengja megi saman framkvæmd kennslu og árangur nemenda er nauðsynlegt að kortleggja nemendahópa og kennsluna vel og samræma mælingar. Það er mikill fjöldi erlendra rannsókna og nokkrar innlendar sem ættu að varða leið okkar að úrbótum í lestrarkennslu. Upphafspunktur gæti verið að rýna í skýrslu um læsi frá 2024, sem fjöldi sérfræðinga skrifaði að beiðni ráðherra á þeim tíma. Sú skýrsla vakti ekki mikla athygli, töluvert minni en skýrsla um stöðu drengja í menntakerfinu sem var harðlega gagnrýnd vegna lakra vinnubragða, unnin af þeim sama aðila sem fer fyrir spretthópnum sem er til umfjöllunar hér. Ég vil hvetja mennta- og barnamálaráðherra til að víkka sjóndeildarhringinn og hafa fagmennsku að leiðarljósi, leggja sitt af mörkum til að efla menntarannsóknir og nýta þann mannauð sem nú þegar starfar við menntarannsóknir og kennslu í háskólunum. Höfundur er með doktorsgráðu í menntavísindum með sérhæfingu í læsifræðum, aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður Félags læsisfræðinga á Íslandi. Slóð á skýrslu um læsi. Höfundur er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun