Súrdeigsbrauð, ilmkjarnaolíur og Samtökin 78 Snorri Másson skrifar 30. maí 2025 11:02 Aðför er gerð að tjáningarfrelsi víða um heim þessi dægrin og lýðræðissamfélög Vesturlanda eru þar ekki undanskilin, heldur ganga þau því miður stundum á undan með góðu fordæmi. Í Evrópulöndum eins og Bretlandi og Þýskalandi eru almennir borgarar í stórauknum mæli sóttir til saka fyrir tjáningu á netinu. Rifja má upp ritskoðunarstarfsemi af hálfu samfélagsmiðlarisa í nánu samstarfi við bandarísk yfirvöld á síðustu árum. Einnig má líta til bandarískra háskóla nú um mundir, þar sem fjallað hefur verið um að nemendur eða starfsmenn sem gagnrýna stríðsrekstur Ísraelshers eru fyrir vikið afgreiddir sem gyðingahatarar í sumum tilfellum og látnir gjalda gagnrýninnar dýrum dómi, t.d. með brottrekstri. Það er einmitt algeng aðferð í þessum málum, að lýsa því yfir að hatur á einum eða öðrum hópi búi að baki því sem viðkomandi er að segja. Ekki þarf að færa neinar sönnur á meint hatur, heldur nægir bara að halda því fram, klína því á menn og þá er björninn unninn. Þegar yfirvöld hafa síðan upplýst þegnana um að einstaklingur hafi gerst sekur um hinn ófyrirgefanlega glæp, hatur, eru þeim allir vegir færir í skoðanakúguninni, alltént í augum þeirra sem ekki hugsa málið til enda. Í okkar fjölbreytta samfélagi fer ekki fram hjá neinum að fólk hefur mjög skiptar skoðanir á stórum og umtöluðum málum. Það getur tekið á taugarnar en maður hefur borið þá von í brjósti, að flestir séu sammála um að takmörkun tjáningar með hvers konar valdbeitingu eigi að vera allra síðasta úrræði sem gripið er til. Að vísu er sú von mín að dofna. Ég held þó áfram að vara við þeirri þróun að fólki sé í auknum mæli meinað að tjá sínar skoðanir með atbeina dómstóla, útilokun frá opinberu lífi eða aðför að lífsviðurværi þess. Félagasamtökin Andrými á Akureyri Skýrasta aðförin að tjáningarfrelsi eru afskipti lögregluvalds en til eru margvíslegar ísmeygilegri leiðir til að grafa undan frelsinu, án þess að lögregla komi við sögu. Athygli mín hefur verið vakin á forvitnilegu máli, þar sem sannarlega reynir á tjáningarfrelsi almennra borgara í opinberri umræðu. Málið er á sinn hátt ekki ókunnuglegt. Einstaklingur tjáir skoðanir sínar á netinu og öðrum er misboðið og er honum innilega ósammála. Í stað þess þó að skiptast einfaldlega á skoðunum og láta þar við sitja, er gripið til þess ráðs að tilkynna einstaklinginn til opinbers aðila, þar sem hann á eitthvað undir, í von um að sá aðili sjái um að refsa honum fyrir tjáningu sína. Tölvupóstar sem ég hef undir höndum virðast sýna tilraunir framkvæmdastjóra Samtakanna 78 til að fá Akureyrarbæ til þess að takmarka aðgang einstaklings að opinberri þjónustu, sem hefur tjáð sig með ákveðnum hætti um kynjamál á netinu. Kristína Ösp Steinke hefur tekið þátt í og haft forystu um starfsemi félagasamtakanna Andrýmisins frá stofnun þeirra á Akureyri árið 2024. Þau hafa haldið regluleg námskeið í margs konar hæfni og kunnáttu sem hjálpar fólki að reka heimili, í betri nýtni, sjálfbærni og að hlúa að almennri heilsu. Markmiðið er að sögn einnig að standa vörð um aldagamlar aðferðir í handverki sem eru að týnast meðal nýrra kynslóða. Um leið eru innflytjendur virkir þátttakendur í starfinu og öðlast þar með tengingu við samfélag heimamanna. Frá stofnun hefur þessi félagsskapur staðið fyrir fræðsluviðburðum í Kjarnaskógi, Síðuskóla og frá síðasta hausti hefur starfsemin einkum farið fram á Amtsbókasafninu á Akureyri. Grípum niður í nokkur dæmi af viðburðum: „Viltu baka súrdeigsbrauð?“ – „Viltu læra um ilmkjarnaolíur?“ – „Byggjum samfélag með garðyrkju“ – „Viltu sauma svuntu?“ – Viltu læra kínverskt fótanudd?“ – „Sokkastopp“. Af Facebook-viðburðunum að dæma hafa þeir notið töluverðra vinsælda. Líkt og sjá má af ofangreindri upptalningu tengjast þessir viðburðir ekki málefnasviði Samtakanna 78 með nokkru móti, né hafa málefni hinsegin fólks verið rædd þar sérstaklega. Bókasafnið taki stöðuna föstum tökum Þrátt fyrir þetta berst Akureyrarbæ bréf þann 13. maí 2025 frá Kára Garðarssyni, framkvæmdastjóra Samtakanna 78, sem er svohljóðandi: „Okkur hjá Samtökunum '78 hefur borist ábending frá félaga í Samtökunum um að forsvarsfólk Andrými sem er í samstarfi við Amtsbókasafnið á Akureyri sýni af sér afar óviðeigandi ummæli um trans fólk og þá aðallega trans konur á opnum samfélagsmiðlum sínum. Nú er Akureyrarbær að setja á laggirnar í fyrsta sinn hinsegin hátíð núna í sumar og er því ólíkleg að slík orðræða samræmist stefnu opinberrar stofnunar í eigu Akureyrarbæjar. Meðfylgjandi eru skjáskot af ýmsum ummælum forsvarsfólks Andrými. Er það krafa Samtakanna '78 að forsvarsfólk Amtsbókasafnsins taki föstum tökum á þeirri stöðu sem upp er komin.“ Framkvæmdastjórinn skýrir ekki frekar hvað fælist í að bókasafnið tæki þessa stöðu „föstum tökum“ en daginn eftir fær Kristína Ösp Steinke, forsvarsmaður Andrýmisins, svohljóðandi póst frá bæjaryfirvöldum: „Okkur hafa borist ábendingar um að stofnendur og skipuleggjendur viðburða hjá Andrýminu sýni af sér hatursorðræðu og afar óviðeigandi ummæli um trans fólk á samfélagsmiðlum. Þetta stangast á við stefnu Amtsbókasafnsins og Akureyrarbæjar. Okkur langar að heyra hvernig þið bregðist við þessum ábendingum?“ Málið er nú til skoðunar en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að meina Kristínu aðgang að húsnæði bókasafnsins. Í pósti Samtakanna 78 er vísað til skjáskota sem samtökin hafa safnað saman, þar sem samfélagsmiðlaathugasemdir Kristínu eru sýndar annaðhvort að hluta eða í heild. Þar lýsir Kristína sannarlega viðhorfum sem eru í hrópandi mótsögn við grundvallarsýn Samtakanna 78 í transmálum, gagnrýnir nálgun samtakanna og á í hvössum ritdeilum við félagsmenn þeirra, þar sem deilt er um grundvallarskilning á tilverunni. Sitt sýnist vitaskuld hverjum um slíka umræðu. Fyrir liggur þó að Kristína hefur ekki hlotið dóm fyrir refsiverða hatursorðræðu, né er henni kunnugt um að hún eigi yfir höfði sér kæru þess efnis. Að Samtökin 78 lýsi yfir óánægju með málflutninginn er vel skiljanlegt en spurningin er hvenær opinberum aðilum skal blandað í ritdeilur á netinu? Réttlætir umræða á samfélagsmiðlum kröfu samtakanna um að bæjaryfirvöld grípi til aðgerða gegn Kristínu, þegar ummæli hennar tengjast ekki að neinu leyti þeirri starfsemi sem hún hefur fengið að stunda í húsnæði bæjarins? Álitaefni í lýðræðissamfélagi Það er álitaefni í lýðræðissamfélagi hvenær ríkisvaldið er komið of nálægt tilraunum til að kæfa niður tjáningu almennings. Hvaða nálgun má teljast eðlileg af hálfu ríkisstyrktra samtaka og svo sveitarfélaga þegar svona tilvik eru annars vegar? Ég lýsi efasemdum um að tjáning í eldfimum samfélagsmálum, þó harkaleg sé, sé lögmætur grundvöllur þess að almennir borgarar séu útilokaðir frá aðgangi að opinberri þjónustu, eins og þátttöku í starfi félagasamtaka sem hafa afnot af opinberu húsnæði. Hlutverk mitt sem stjórnmálamanns er blessunarlega ekki að halda uppi vörnum fyrir málflutning óbreyttra borgara á Facebook. Á þessum síðustu og verstu tímum lít ég þó á það sem mikilvæga skyldu mína að verja rétt þeirra til að tjá sig, án þess að eiga von á því að samtök, sem eru nátengd ríkisvaldinu, þrýsti á um útilokun þeirra frá opinberri þjónustu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Hinsegin Miðflokkurinn Tjáningarfrelsi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Aðför er gerð að tjáningarfrelsi víða um heim þessi dægrin og lýðræðissamfélög Vesturlanda eru þar ekki undanskilin, heldur ganga þau því miður stundum á undan með góðu fordæmi. Í Evrópulöndum eins og Bretlandi og Þýskalandi eru almennir borgarar í stórauknum mæli sóttir til saka fyrir tjáningu á netinu. Rifja má upp ritskoðunarstarfsemi af hálfu samfélagsmiðlarisa í nánu samstarfi við bandarísk yfirvöld á síðustu árum. Einnig má líta til bandarískra háskóla nú um mundir, þar sem fjallað hefur verið um að nemendur eða starfsmenn sem gagnrýna stríðsrekstur Ísraelshers eru fyrir vikið afgreiddir sem gyðingahatarar í sumum tilfellum og látnir gjalda gagnrýninnar dýrum dómi, t.d. með brottrekstri. Það er einmitt algeng aðferð í þessum málum, að lýsa því yfir að hatur á einum eða öðrum hópi búi að baki því sem viðkomandi er að segja. Ekki þarf að færa neinar sönnur á meint hatur, heldur nægir bara að halda því fram, klína því á menn og þá er björninn unninn. Þegar yfirvöld hafa síðan upplýst þegnana um að einstaklingur hafi gerst sekur um hinn ófyrirgefanlega glæp, hatur, eru þeim allir vegir færir í skoðanakúguninni, alltént í augum þeirra sem ekki hugsa málið til enda. Í okkar fjölbreytta samfélagi fer ekki fram hjá neinum að fólk hefur mjög skiptar skoðanir á stórum og umtöluðum málum. Það getur tekið á taugarnar en maður hefur borið þá von í brjósti, að flestir séu sammála um að takmörkun tjáningar með hvers konar valdbeitingu eigi að vera allra síðasta úrræði sem gripið er til. Að vísu er sú von mín að dofna. Ég held þó áfram að vara við þeirri þróun að fólki sé í auknum mæli meinað að tjá sínar skoðanir með atbeina dómstóla, útilokun frá opinberu lífi eða aðför að lífsviðurværi þess. Félagasamtökin Andrými á Akureyri Skýrasta aðförin að tjáningarfrelsi eru afskipti lögregluvalds en til eru margvíslegar ísmeygilegri leiðir til að grafa undan frelsinu, án þess að lögregla komi við sögu. Athygli mín hefur verið vakin á forvitnilegu máli, þar sem sannarlega reynir á tjáningarfrelsi almennra borgara í opinberri umræðu. Málið er á sinn hátt ekki ókunnuglegt. Einstaklingur tjáir skoðanir sínar á netinu og öðrum er misboðið og er honum innilega ósammála. Í stað þess þó að skiptast einfaldlega á skoðunum og láta þar við sitja, er gripið til þess ráðs að tilkynna einstaklinginn til opinbers aðila, þar sem hann á eitthvað undir, í von um að sá aðili sjái um að refsa honum fyrir tjáningu sína. Tölvupóstar sem ég hef undir höndum virðast sýna tilraunir framkvæmdastjóra Samtakanna 78 til að fá Akureyrarbæ til þess að takmarka aðgang einstaklings að opinberri þjónustu, sem hefur tjáð sig með ákveðnum hætti um kynjamál á netinu. Kristína Ösp Steinke hefur tekið þátt í og haft forystu um starfsemi félagasamtakanna Andrýmisins frá stofnun þeirra á Akureyri árið 2024. Þau hafa haldið regluleg námskeið í margs konar hæfni og kunnáttu sem hjálpar fólki að reka heimili, í betri nýtni, sjálfbærni og að hlúa að almennri heilsu. Markmiðið er að sögn einnig að standa vörð um aldagamlar aðferðir í handverki sem eru að týnast meðal nýrra kynslóða. Um leið eru innflytjendur virkir þátttakendur í starfinu og öðlast þar með tengingu við samfélag heimamanna. Frá stofnun hefur þessi félagsskapur staðið fyrir fræðsluviðburðum í Kjarnaskógi, Síðuskóla og frá síðasta hausti hefur starfsemin einkum farið fram á Amtsbókasafninu á Akureyri. Grípum niður í nokkur dæmi af viðburðum: „Viltu baka súrdeigsbrauð?“ – „Viltu læra um ilmkjarnaolíur?“ – „Byggjum samfélag með garðyrkju“ – „Viltu sauma svuntu?“ – Viltu læra kínverskt fótanudd?“ – „Sokkastopp“. Af Facebook-viðburðunum að dæma hafa þeir notið töluverðra vinsælda. Líkt og sjá má af ofangreindri upptalningu tengjast þessir viðburðir ekki málefnasviði Samtakanna 78 með nokkru móti, né hafa málefni hinsegin fólks verið rædd þar sérstaklega. Bókasafnið taki stöðuna föstum tökum Þrátt fyrir þetta berst Akureyrarbæ bréf þann 13. maí 2025 frá Kára Garðarssyni, framkvæmdastjóra Samtakanna 78, sem er svohljóðandi: „Okkur hjá Samtökunum '78 hefur borist ábending frá félaga í Samtökunum um að forsvarsfólk Andrými sem er í samstarfi við Amtsbókasafnið á Akureyri sýni af sér afar óviðeigandi ummæli um trans fólk og þá aðallega trans konur á opnum samfélagsmiðlum sínum. Nú er Akureyrarbær að setja á laggirnar í fyrsta sinn hinsegin hátíð núna í sumar og er því ólíkleg að slík orðræða samræmist stefnu opinberrar stofnunar í eigu Akureyrarbæjar. Meðfylgjandi eru skjáskot af ýmsum ummælum forsvarsfólks Andrými. Er það krafa Samtakanna '78 að forsvarsfólk Amtsbókasafnsins taki föstum tökum á þeirri stöðu sem upp er komin.“ Framkvæmdastjórinn skýrir ekki frekar hvað fælist í að bókasafnið tæki þessa stöðu „föstum tökum“ en daginn eftir fær Kristína Ösp Steinke, forsvarsmaður Andrýmisins, svohljóðandi póst frá bæjaryfirvöldum: „Okkur hafa borist ábendingar um að stofnendur og skipuleggjendur viðburða hjá Andrýminu sýni af sér hatursorðræðu og afar óviðeigandi ummæli um trans fólk á samfélagsmiðlum. Þetta stangast á við stefnu Amtsbókasafnsins og Akureyrarbæjar. Okkur langar að heyra hvernig þið bregðist við þessum ábendingum?“ Málið er nú til skoðunar en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að meina Kristínu aðgang að húsnæði bókasafnsins. Í pósti Samtakanna 78 er vísað til skjáskota sem samtökin hafa safnað saman, þar sem samfélagsmiðlaathugasemdir Kristínu eru sýndar annaðhvort að hluta eða í heild. Þar lýsir Kristína sannarlega viðhorfum sem eru í hrópandi mótsögn við grundvallarsýn Samtakanna 78 í transmálum, gagnrýnir nálgun samtakanna og á í hvössum ritdeilum við félagsmenn þeirra, þar sem deilt er um grundvallarskilning á tilverunni. Sitt sýnist vitaskuld hverjum um slíka umræðu. Fyrir liggur þó að Kristína hefur ekki hlotið dóm fyrir refsiverða hatursorðræðu, né er henni kunnugt um að hún eigi yfir höfði sér kæru þess efnis. Að Samtökin 78 lýsi yfir óánægju með málflutninginn er vel skiljanlegt en spurningin er hvenær opinberum aðilum skal blandað í ritdeilur á netinu? Réttlætir umræða á samfélagsmiðlum kröfu samtakanna um að bæjaryfirvöld grípi til aðgerða gegn Kristínu, þegar ummæli hennar tengjast ekki að neinu leyti þeirri starfsemi sem hún hefur fengið að stunda í húsnæði bæjarins? Álitaefni í lýðræðissamfélagi Það er álitaefni í lýðræðissamfélagi hvenær ríkisvaldið er komið of nálægt tilraunum til að kæfa niður tjáningu almennings. Hvaða nálgun má teljast eðlileg af hálfu ríkisstyrktra samtaka og svo sveitarfélaga þegar svona tilvik eru annars vegar? Ég lýsi efasemdum um að tjáning í eldfimum samfélagsmálum, þó harkaleg sé, sé lögmætur grundvöllur þess að almennir borgarar séu útilokaðir frá aðgangi að opinberri þjónustu, eins og þátttöku í starfi félagasamtaka sem hafa afnot af opinberu húsnæði. Hlutverk mitt sem stjórnmálamanns er blessunarlega ekki að halda uppi vörnum fyrir málflutning óbreyttra borgara á Facebook. Á þessum síðustu og verstu tímum lít ég þó á það sem mikilvæga skyldu mína að verja rétt þeirra til að tjá sig, án þess að eiga von á því að samtök, sem eru nátengd ríkisvaldinu, þrýsti á um útilokun þeirra frá opinberri þjónustu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun