Ísland með flest verðlaun í Andorra Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 16:31 Íslenski sundhópurinn á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Alls fékk hópurinn 40 verðlaun. Sundsamband Íslands Óhætt er að segja að íslenska sundlandsliðið hafi rakað til sín verðlaunum á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Hópurinn fékk fleiri verðlaun en nokkur önnur þjóð og alls níu verðlaunum meira en í Möltu fyrir tveimur árum. Ísland átti fjóra gullverðlaunahafa á lokadegi sundkeppninnar í dag og íslenski hópurinn hlaut alls 40 verðlaun í lauginni. Þar af voru 16 gull, 12 silfur og 12 brons. Birgitta Ingólfsdóttir tryggði Íslandi fyrsta gullið í dag í 50m bringusundi, á 32,46 sekúndum og synti alveg við sinn besta tíma. Hún hafði áður unnið gull í 100m bringusundi. Snorri Dagur Einarsson vann svo einnig gull í 50m bringusundi og bæði sigraði og setti mótsmet, á 27,93 sekúndum. Næstur á eftir honum með silfurverðlaun varð Einar Margeir Ágústsson á 28,38 sekúndum. Hólmar Grétarsson tryggði Íslandi svo þriðja gullið í dag þegar hann synti 400m fjórsund á 4:34,09 mínútum og var hann alveg við sinn besta tíma. Yfirburðir hjá HM-sveitinni í boðsundi Síðasta gullið í dag kom í boðsundi þegar blandaða boðsundssveitin sigraði með yfirburðum í 4x100m, á 3:54,91 mínútum. Sveitina skipuðu þau Guðmundur Leo Rafnsson, Einar Margeir Ágústsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Þetta er boðsundssveitin sem mun synda á Heimsmeistaramótinu í Singapúr seinna í sumar. Í 50m flugsundi kvenna syntu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól mjög vel og tryggði Snæfríður sér silfur og Jóhanna brons í greininni. Birnir Freyr Hálfdánarson var svo næstur í 50m flugsundi og tryggði hann sér silfurverðlaun. Ylfa Lind Kristmannsdóttir náði sér í silfur í 50m baksundi og bætti tíma sinn í greininni. Eva Margrét Falsdóttir synti 400m fjórsund og tryggði sér bronsverðlaunin. Sólveig Freyja Hákonardóttir varð í 5. sæti í 400m fjórsundi. Veigar Hrafn Sigþórsson synti einnig 400m fjórsund og varð í 10 sæti. Alls 25 gull farið til Íslendinga Þegar þetta er skrifað er Ísland efst á töflunni yfir samanlagðan fjölda gullverðlauna í öllum greinum á leikunum. Hér má sjá töfluna. Eftir sundkeppnina var Ísland með 25 gull, einu meira en Kýpur og sex meira en Lúxemborg sem kemur í 3. sæti. Kýpverjar hafa þó unnið flest verðlaun samtals, ef horft er til gulls, silfurs og brons, eða samtals 83 verðlaun. Ísland er þar næst með 64 verðlaun en þar af eru 25 gull, 19 silfur og 20 brons. Lokadagur leikanna er á morgun. Sund Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Ísland átti fjóra gullverðlaunahafa á lokadegi sundkeppninnar í dag og íslenski hópurinn hlaut alls 40 verðlaun í lauginni. Þar af voru 16 gull, 12 silfur og 12 brons. Birgitta Ingólfsdóttir tryggði Íslandi fyrsta gullið í dag í 50m bringusundi, á 32,46 sekúndum og synti alveg við sinn besta tíma. Hún hafði áður unnið gull í 100m bringusundi. Snorri Dagur Einarsson vann svo einnig gull í 50m bringusundi og bæði sigraði og setti mótsmet, á 27,93 sekúndum. Næstur á eftir honum með silfurverðlaun varð Einar Margeir Ágústsson á 28,38 sekúndum. Hólmar Grétarsson tryggði Íslandi svo þriðja gullið í dag þegar hann synti 400m fjórsund á 4:34,09 mínútum og var hann alveg við sinn besta tíma. Yfirburðir hjá HM-sveitinni í boðsundi Síðasta gullið í dag kom í boðsundi þegar blandaða boðsundssveitin sigraði með yfirburðum í 4x100m, á 3:54,91 mínútum. Sveitina skipuðu þau Guðmundur Leo Rafnsson, Einar Margeir Ágústsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Þetta er boðsundssveitin sem mun synda á Heimsmeistaramótinu í Singapúr seinna í sumar. Í 50m flugsundi kvenna syntu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól mjög vel og tryggði Snæfríður sér silfur og Jóhanna brons í greininni. Birnir Freyr Hálfdánarson var svo næstur í 50m flugsundi og tryggði hann sér silfurverðlaun. Ylfa Lind Kristmannsdóttir náði sér í silfur í 50m baksundi og bætti tíma sinn í greininni. Eva Margrét Falsdóttir synti 400m fjórsund og tryggði sér bronsverðlaunin. Sólveig Freyja Hákonardóttir varð í 5. sæti í 400m fjórsundi. Veigar Hrafn Sigþórsson synti einnig 400m fjórsund og varð í 10 sæti. Alls 25 gull farið til Íslendinga Þegar þetta er skrifað er Ísland efst á töflunni yfir samanlagðan fjölda gullverðlauna í öllum greinum á leikunum. Hér má sjá töfluna. Eftir sundkeppnina var Ísland með 25 gull, einu meira en Kýpur og sex meira en Lúxemborg sem kemur í 3. sæti. Kýpverjar hafa þó unnið flest verðlaun samtals, ef horft er til gulls, silfurs og brons, eða samtals 83 verðlaun. Ísland er þar næst með 64 verðlaun en þar af eru 25 gull, 19 silfur og 20 brons. Lokadagur leikanna er á morgun.
Sund Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira