Ísland með flest verðlaun í Andorra Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 16:31 Íslenski sundhópurinn á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Alls fékk hópurinn 40 verðlaun. Sundsamband Íslands Óhætt er að segja að íslenska sundlandsliðið hafi rakað til sín verðlaunum á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Hópurinn fékk fleiri verðlaun en nokkur önnur þjóð og alls níu verðlaunum meira en í Möltu fyrir tveimur árum. Ísland átti fjóra gullverðlaunahafa á lokadegi sundkeppninnar í dag og íslenski hópurinn hlaut alls 40 verðlaun í lauginni. Þar af voru 16 gull, 12 silfur og 12 brons. Birgitta Ingólfsdóttir tryggði Íslandi fyrsta gullið í dag í 50m bringusundi, á 32,46 sekúndum og synti alveg við sinn besta tíma. Hún hafði áður unnið gull í 100m bringusundi. Snorri Dagur Einarsson vann svo einnig gull í 50m bringusundi og bæði sigraði og setti mótsmet, á 27,93 sekúndum. Næstur á eftir honum með silfurverðlaun varð Einar Margeir Ágústsson á 28,38 sekúndum. Hólmar Grétarsson tryggði Íslandi svo þriðja gullið í dag þegar hann synti 400m fjórsund á 4:34,09 mínútum og var hann alveg við sinn besta tíma. Yfirburðir hjá HM-sveitinni í boðsundi Síðasta gullið í dag kom í boðsundi þegar blandaða boðsundssveitin sigraði með yfirburðum í 4x100m, á 3:54,91 mínútum. Sveitina skipuðu þau Guðmundur Leo Rafnsson, Einar Margeir Ágústsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Þetta er boðsundssveitin sem mun synda á Heimsmeistaramótinu í Singapúr seinna í sumar. Í 50m flugsundi kvenna syntu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól mjög vel og tryggði Snæfríður sér silfur og Jóhanna brons í greininni. Birnir Freyr Hálfdánarson var svo næstur í 50m flugsundi og tryggði hann sér silfurverðlaun. Ylfa Lind Kristmannsdóttir náði sér í silfur í 50m baksundi og bætti tíma sinn í greininni. Eva Margrét Falsdóttir synti 400m fjórsund og tryggði sér bronsverðlaunin. Sólveig Freyja Hákonardóttir varð í 5. sæti í 400m fjórsundi. Veigar Hrafn Sigþórsson synti einnig 400m fjórsund og varð í 10 sæti. Alls 25 gull farið til Íslendinga Þegar þetta er skrifað er Ísland efst á töflunni yfir samanlagðan fjölda gullverðlauna í öllum greinum á leikunum. Hér má sjá töfluna. Eftir sundkeppnina var Ísland með 25 gull, einu meira en Kýpur og sex meira en Lúxemborg sem kemur í 3. sæti. Kýpverjar hafa þó unnið flest verðlaun samtals, ef horft er til gulls, silfurs og brons, eða samtals 83 verðlaun. Ísland er þar næst með 64 verðlaun en þar af eru 25 gull, 19 silfur og 20 brons. Lokadagur leikanna er á morgun. Sund Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeysku frænkur sína Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira
Ísland átti fjóra gullverðlaunahafa á lokadegi sundkeppninnar í dag og íslenski hópurinn hlaut alls 40 verðlaun í lauginni. Þar af voru 16 gull, 12 silfur og 12 brons. Birgitta Ingólfsdóttir tryggði Íslandi fyrsta gullið í dag í 50m bringusundi, á 32,46 sekúndum og synti alveg við sinn besta tíma. Hún hafði áður unnið gull í 100m bringusundi. Snorri Dagur Einarsson vann svo einnig gull í 50m bringusundi og bæði sigraði og setti mótsmet, á 27,93 sekúndum. Næstur á eftir honum með silfurverðlaun varð Einar Margeir Ágústsson á 28,38 sekúndum. Hólmar Grétarsson tryggði Íslandi svo þriðja gullið í dag þegar hann synti 400m fjórsund á 4:34,09 mínútum og var hann alveg við sinn besta tíma. Yfirburðir hjá HM-sveitinni í boðsundi Síðasta gullið í dag kom í boðsundi þegar blandaða boðsundssveitin sigraði með yfirburðum í 4x100m, á 3:54,91 mínútum. Sveitina skipuðu þau Guðmundur Leo Rafnsson, Einar Margeir Ágústsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Þetta er boðsundssveitin sem mun synda á Heimsmeistaramótinu í Singapúr seinna í sumar. Í 50m flugsundi kvenna syntu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól mjög vel og tryggði Snæfríður sér silfur og Jóhanna brons í greininni. Birnir Freyr Hálfdánarson var svo næstur í 50m flugsundi og tryggði hann sér silfurverðlaun. Ylfa Lind Kristmannsdóttir náði sér í silfur í 50m baksundi og bætti tíma sinn í greininni. Eva Margrét Falsdóttir synti 400m fjórsund og tryggði sér bronsverðlaunin. Sólveig Freyja Hákonardóttir varð í 5. sæti í 400m fjórsundi. Veigar Hrafn Sigþórsson synti einnig 400m fjórsund og varð í 10 sæti. Alls 25 gull farið til Íslendinga Þegar þetta er skrifað er Ísland efst á töflunni yfir samanlagðan fjölda gullverðlauna í öllum greinum á leikunum. Hér má sjá töfluna. Eftir sundkeppnina var Ísland með 25 gull, einu meira en Kýpur og sex meira en Lúxemborg sem kemur í 3. sæti. Kýpverjar hafa þó unnið flest verðlaun samtals, ef horft er til gulls, silfurs og brons, eða samtals 83 verðlaun. Ísland er þar næst með 64 verðlaun en þar af eru 25 gull, 19 silfur og 20 brons. Lokadagur leikanna er á morgun.
Sund Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeysku frænkur sína Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira