Skynsamleg forgangsröðun fjár Ragnhildur Jónsdóttir skrifar 30. maí 2025 15:32 Skynsemin segir okkur að það sé betra að fyrirbyggja eldsvoða en að slökkva elda með tilheyrandi tjóni. En þegar kemur að heilbrigðiskerfinu hafa stjórnvöld þó ítrekað kosið að fjárfesta í slökkvistarfi fremur en í brunavörnum. Þetta er skiljanlegt að vissu leyti, því þegar mannslífi í neyð er bjargað er árangurinn bæði áþreifanlegur og mælanlegur og mjög auðvelt er að verja þá fjárfestingu. En enginn hefur tölur yfir þau líf sem var bjargað vegna þess að einstaklingar fengu snemmtæka íhlutun, fræðslu, stuðning og tækin til að hlúa að eigin heilsu og velferð. Engar tölur eru til um sjálfsvígið sem aldrei átti sér stað eða hjartaáfallið sem aldrei varð. Þá tekur árangurinn af forvörnum oft mun lengri tíma en eitt kjörtímabil að koma í ljós, jafnvel áratugi. Allt að helmingur heilsufarsútkomna ræðst af fyrirbyggjanlegum þáttum sem unnt er að hafa áhrif á með markvissum aðgerðum. Samt fer aðeins lítið brot af heilbrigðisútgjöldum í að styðja fólk við að breyta lífsháttum til lengri tíma. Aðeins tæp 2% af útgjöldum til heilbrigðismála hér á landi fer í forvarnir en til samanburðar mælir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin með að hlutfallið sé 5% hið minnsta. Til þess að verja heilbrigðiskerfið fyrir áskorunum framtíðarinnar, aukningu langvinnra sjúkdóma samhliða öldrun þjóðarinnar og sívaxandi kostnaði, þarf að hugsa til langs tíma og forgangsraða velferð einstaklinga og andlegri og líkamlegri heilsu þeirra og færast frá viðbrögðum til forvarna. Þannig má best tryggja virka þátttöku sem flestra í samfélaginu sem lengst. En það er ekki nóg að fjárfesta meira í forvörnum heldur þarf að gera það skynsamlega og setja mælikvarða á árangurinn, beita gagnreyndum, vel ígrunduðum og þjóðhagslega arðbærum aðgerðum sem skila raunverulegum árangri fyrir einstaklinga og fyrir samfélagið í heild, áður en í óefni er komið. Ég skora á stjórnvöld að sameinast þvert á flokkslínur um að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í. Það er ekki aðeins fjárhagslega hagkvæmt, það bætir lífsgæði þjóðarinnar og mun koma í veg fyrir fjölda ótímabærra dauðsfalla. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og byggir þessi grein á ræðu hennar sem flutt var á Alþingi þann 21. maí sl. undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Skynsemin segir okkur að það sé betra að fyrirbyggja eldsvoða en að slökkva elda með tilheyrandi tjóni. En þegar kemur að heilbrigðiskerfinu hafa stjórnvöld þó ítrekað kosið að fjárfesta í slökkvistarfi fremur en í brunavörnum. Þetta er skiljanlegt að vissu leyti, því þegar mannslífi í neyð er bjargað er árangurinn bæði áþreifanlegur og mælanlegur og mjög auðvelt er að verja þá fjárfestingu. En enginn hefur tölur yfir þau líf sem var bjargað vegna þess að einstaklingar fengu snemmtæka íhlutun, fræðslu, stuðning og tækin til að hlúa að eigin heilsu og velferð. Engar tölur eru til um sjálfsvígið sem aldrei átti sér stað eða hjartaáfallið sem aldrei varð. Þá tekur árangurinn af forvörnum oft mun lengri tíma en eitt kjörtímabil að koma í ljós, jafnvel áratugi. Allt að helmingur heilsufarsútkomna ræðst af fyrirbyggjanlegum þáttum sem unnt er að hafa áhrif á með markvissum aðgerðum. Samt fer aðeins lítið brot af heilbrigðisútgjöldum í að styðja fólk við að breyta lífsháttum til lengri tíma. Aðeins tæp 2% af útgjöldum til heilbrigðismála hér á landi fer í forvarnir en til samanburðar mælir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin með að hlutfallið sé 5% hið minnsta. Til þess að verja heilbrigðiskerfið fyrir áskorunum framtíðarinnar, aukningu langvinnra sjúkdóma samhliða öldrun þjóðarinnar og sívaxandi kostnaði, þarf að hugsa til langs tíma og forgangsraða velferð einstaklinga og andlegri og líkamlegri heilsu þeirra og færast frá viðbrögðum til forvarna. Þannig má best tryggja virka þátttöku sem flestra í samfélaginu sem lengst. En það er ekki nóg að fjárfesta meira í forvörnum heldur þarf að gera það skynsamlega og setja mælikvarða á árangurinn, beita gagnreyndum, vel ígrunduðum og þjóðhagslega arðbærum aðgerðum sem skila raunverulegum árangri fyrir einstaklinga og fyrir samfélagið í heild, áður en í óefni er komið. Ég skora á stjórnvöld að sameinast þvert á flokkslínur um að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í. Það er ekki aðeins fjárhagslega hagkvæmt, það bætir lífsgæði þjóðarinnar og mun koma í veg fyrir fjölda ótímabærra dauðsfalla. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og byggir þessi grein á ræðu hennar sem flutt var á Alþingi þann 21. maí sl. undir dagskrárliðnum Störf þingsins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun