Ancelotti: Brasilíska landsliðið mitt mun spila eins og Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2025 22:16 Carlo Ancelotti sést hér ásamt forseta brasilíska knattspyrnusambandsins, Samir Xaud. Getty/Buda Mendes Carlo Ancelotti er tekinn við sem þjálfari brasilíska landsliðsins og hann vill að liðið spili eins og Real Madrid. Þó ekki eins og Real spilað í vetur heldur eins og Real spilaði á tímabilinu 2023-24. Ítalski þjálfarinn hætti sem þjálfari Real Madrid á dögunum og tók í framhaldinu við brasilíska landsliðinu. Real Madrid vann ekki titil í vetur og sá erkifjendurna í Barcelona vinna tvöfalt. Ancelotti horfir til tímabilsins 2023-24 þegar Real vann bæði Meistaradeildina og spænsku deildina. „Brasilíska landsliðið mitt mun spila eins og Real Madrid. Ekki eins og Real Madrid á þessu tímabili heldur eins og Real Madrid á síðasta tímabili,“ sagði Carlo Ancelotti í viðtali við Marca. ESPN segir frá. „Það er það sem ég vil sjá frá liðinu,“ sagði Ancelotti. Real Madrid datt út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti Arsenal, tapaði fyrir Barcelona í spænska bikarúrslitaleiknum og endaði í öðru sæti í spænsku deildinni. „Úrslitin urðu ekki eins og við bjuggumst við. Liðið var heldur ekki að spila vel. Það var samt von á einhverju slíku,“ sagði Ancelotti. Nú fær hann það krefjandi verkefni að koma brasilíska landsliðinu aftur á toppinn. Brassar urðu síðast heimsmeistarar árið 2002 og liðið hefur ekki verið sannfærandi síðustu mánuði. Markmið Ancelotti er að skila Brasilíu sjötta heimsmeistaratitlinum. „Þetta er besta fótboltalandslið í heimi. Það er ekki bara mín skoðun því þeir eru með fimm stjörnur á landsliðsbúningnum,“ sagði Ancelotti en hver stjarna stendur fyrir heimsmeistaratitil sem unnust 1958, 1962, 1970, 1994 og 2002. „Ekkert annað landslið hefur náð því. Nú fæ ég það krefjandi verkefni að ná þeim sjötta í hús. Ég tek við þeirri áskorun en við þurfum alla Brasilíu á bak við okkur. Brasilíumenn þurfa að standa að baki landsliði sínu. Leikmennirnir þurfa að finna fyrir þessum stuðningi, þeir þurfa líka að vera auðmjúkir og standa saman. Án slíkrar hógværðar þá er lítið hægt að gera,“ sagði Ancelotti. „Heimsmeistaratitill er allt annar titil en allir þeir sem þú getur unnið með félagsliði. Þetta snýst um að vera með alla þjóðina á bak við þig og það hefur alltaf höfðað mikið til mín. Ég er mættur til að gera Brasilíumenn aftur að meisturum. Ég tek þeirri áskorun og er sannfærður um að við náum því,“ sagði Ancelotti. Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira
Ítalski þjálfarinn hætti sem þjálfari Real Madrid á dögunum og tók í framhaldinu við brasilíska landsliðinu. Real Madrid vann ekki titil í vetur og sá erkifjendurna í Barcelona vinna tvöfalt. Ancelotti horfir til tímabilsins 2023-24 þegar Real vann bæði Meistaradeildina og spænsku deildina. „Brasilíska landsliðið mitt mun spila eins og Real Madrid. Ekki eins og Real Madrid á þessu tímabili heldur eins og Real Madrid á síðasta tímabili,“ sagði Carlo Ancelotti í viðtali við Marca. ESPN segir frá. „Það er það sem ég vil sjá frá liðinu,“ sagði Ancelotti. Real Madrid datt út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti Arsenal, tapaði fyrir Barcelona í spænska bikarúrslitaleiknum og endaði í öðru sæti í spænsku deildinni. „Úrslitin urðu ekki eins og við bjuggumst við. Liðið var heldur ekki að spila vel. Það var samt von á einhverju slíku,“ sagði Ancelotti. Nú fær hann það krefjandi verkefni að koma brasilíska landsliðinu aftur á toppinn. Brassar urðu síðast heimsmeistarar árið 2002 og liðið hefur ekki verið sannfærandi síðustu mánuði. Markmið Ancelotti er að skila Brasilíu sjötta heimsmeistaratitlinum. „Þetta er besta fótboltalandslið í heimi. Það er ekki bara mín skoðun því þeir eru með fimm stjörnur á landsliðsbúningnum,“ sagði Ancelotti en hver stjarna stendur fyrir heimsmeistaratitil sem unnust 1958, 1962, 1970, 1994 og 2002. „Ekkert annað landslið hefur náð því. Nú fæ ég það krefjandi verkefni að ná þeim sjötta í hús. Ég tek við þeirri áskorun en við þurfum alla Brasilíu á bak við okkur. Brasilíumenn þurfa að standa að baki landsliði sínu. Leikmennirnir þurfa að finna fyrir þessum stuðningi, þeir þurfa líka að vera auðmjúkir og standa saman. Án slíkrar hógværðar þá er lítið hægt að gera,“ sagði Ancelotti. „Heimsmeistaratitill er allt annar titil en allir þeir sem þú getur unnið með félagsliði. Þetta snýst um að vera með alla þjóðina á bak við þig og það hefur alltaf höfðað mikið til mín. Ég er mættur til að gera Brasilíumenn aftur að meisturum. Ég tek þeirri áskorun og er sannfærður um að við náum því,“ sagði Ancelotti.
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira