Valerie Mahaffey er látin Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júní 2025 10:47 Valerie Mahaffey lék í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda á sínum ferli sem spannaði tæpa hálfa öld. Getty Bandaríska leikkonan Valerie Mahaffey, sem er einna þekktust fyrir leik sinn í Seinfeld og Aðþrengdum eiginkonum, er látin 71 árs að aldri. Hún lést í Los Angeles föstudaginn 30. maí eftir baráttu við krabbamein. Eiginmaður Mahaffey, leikarinn Joseph Kell, greindi frá andláti hennar í tilkynningu. Mahaffey fæddist 16. júní 1953 í Súmötru í Indónesíu og bjó þar til ellefu ára aldurs. Faðir hennar starfaði í jarðolíuiðnaði svo fjölskyldan ferðaðist töluvert, Mahaffey ólst upp í Indónesíu, Nígeríu og Stóra-Bretlandi. Fjölskyldan settist loks að í Austin í Texas þar sem Mahaffey útskrifaðist úr menntaskóla og fór í leiklistarnám. Mahaffey hóf leiklistarferil sinn á sviði í New York en færði sig fljótt yfir í sjónvarp. Mahaffey fékk hlutverk í sápuóperunni The Doctors, lék í heilum 104 þáttum í seríunni og var tilnefnd til Daytime Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt. Næstu árin eftir það lék Mahaffey í fjölmörgum sjónvarpsþáttaröðum, yfirleitt sem gestaleikari eða í smærri hlutverkum, þar á meðal Quantum Leap, Newhart, Cheers og Seinfeld. Hún kom aðeins fyrir í þættinum „The Truth“ í Seinfeld en lék þar hina eftirminnilegu og tilgerðarlegu Patrice. Valerie með Emmy-styttuna fyrir Northern Exposure.Getty Tíunda áratuginn lék Mahaffey í spítaladramanu ER og hlaut Emmy-verðlaun árið 1992 fyrir leik sinn í grínþáttunum Northern Exposure. Eftir aldamót var Mahaffey orðin þekkt stærð, lék gestahlutverk í sjónvarpsþáttunum Ally McBeal, The West Wing, Law & Order: SVU, CSI, Hannah Montana, Grey's Anatomy og Glee. Þá lék hún í myndum á borð við Seabiscuit (2003) og Jack and Jill (2011). Þekktasta hlutverk Mahaffey er hins vegar án efa hin lævísa og siðblinda Alma Hodge, fyrsta eiginkona Orson Hodge (McLachlan), sem leikur stóra rullu í þriðju seríu Aðþrengdra eiginkvenna. Hodge er yfirleitt talin með betri illmennum Aðþrengdra eiginkvenna. Síðustu tíu ár fékk Mahaffey fjölda góðra hlutverka í þáttum á borð við Dead to Me, Young Sheldon og The Man in the High Castle auk þess sem hún lék á móti Tom Hanks í spennumyndinni Sully (2016) í leikstjórn Clint Eastwood og grínmyndinni French Exit (2020). Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Eiginmaður Mahaffey, leikarinn Joseph Kell, greindi frá andláti hennar í tilkynningu. Mahaffey fæddist 16. júní 1953 í Súmötru í Indónesíu og bjó þar til ellefu ára aldurs. Faðir hennar starfaði í jarðolíuiðnaði svo fjölskyldan ferðaðist töluvert, Mahaffey ólst upp í Indónesíu, Nígeríu og Stóra-Bretlandi. Fjölskyldan settist loks að í Austin í Texas þar sem Mahaffey útskrifaðist úr menntaskóla og fór í leiklistarnám. Mahaffey hóf leiklistarferil sinn á sviði í New York en færði sig fljótt yfir í sjónvarp. Mahaffey fékk hlutverk í sápuóperunni The Doctors, lék í heilum 104 þáttum í seríunni og var tilnefnd til Daytime Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt. Næstu árin eftir það lék Mahaffey í fjölmörgum sjónvarpsþáttaröðum, yfirleitt sem gestaleikari eða í smærri hlutverkum, þar á meðal Quantum Leap, Newhart, Cheers og Seinfeld. Hún kom aðeins fyrir í þættinum „The Truth“ í Seinfeld en lék þar hina eftirminnilegu og tilgerðarlegu Patrice. Valerie með Emmy-styttuna fyrir Northern Exposure.Getty Tíunda áratuginn lék Mahaffey í spítaladramanu ER og hlaut Emmy-verðlaun árið 1992 fyrir leik sinn í grínþáttunum Northern Exposure. Eftir aldamót var Mahaffey orðin þekkt stærð, lék gestahlutverk í sjónvarpsþáttunum Ally McBeal, The West Wing, Law & Order: SVU, CSI, Hannah Montana, Grey's Anatomy og Glee. Þá lék hún í myndum á borð við Seabiscuit (2003) og Jack and Jill (2011). Þekktasta hlutverk Mahaffey er hins vegar án efa hin lævísa og siðblinda Alma Hodge, fyrsta eiginkona Orson Hodge (McLachlan), sem leikur stóra rullu í þriðju seríu Aðþrengdra eiginkvenna. Hodge er yfirleitt talin með betri illmennum Aðþrengdra eiginkvenna. Síðustu tíu ár fékk Mahaffey fjölda góðra hlutverka í þáttum á borð við Dead to Me, Young Sheldon og The Man in the High Castle auk þess sem hún lék á móti Tom Hanks í spennumyndinni Sully (2016) í leikstjórn Clint Eastwood og grínmyndinni French Exit (2020).
Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira