Kemur þín háskólagráða úr kornflakes pakka? Davíð Már Sigurðsson skrifar 1. júní 2025 22:02 Íslenskt menntakerfi hefur átt undir högg að sækja ef marka má umfjöllun síðustu ára, sbr. niðurstöður úr PISA og auðvitað frumvörp um gjaldfellingu á virði einkunna í boði Flokks Fólksins. En hvernig komumst við hingað? Gæti vandinn verið sjálfskapaður að einhverju leyti? Tökum dæmi um stefnumótun í skólastarfi hérlendis. Hvers vegna hefur hún fyrst og fremst horft til sjónarmiða þeirra sem kvarta mest og gengur verst? Eru það raddirnar sem eru líklegar til að leysa vandann? Myndir þú þiggja fjármálaráðgjöf frá einstaklingum sem eru alltaf blankir? Eða frá þeim óhamingjusömustu um hvernig þér gæti liðið betur? Er þessir aðilar endilega góðar fyrirmyndir til að leita til um hvernig best sé að gera hlutina? Það er í besta falli ólíklegt. En hvers vegna er það í lagi í skólamálum? Háskólarnir kvarta yfir því að menntaskólanemendur mæti illa í stakk búnir til að takast á við kröfur háskólanna. Menntaskólarnir segja sömu sögu varðandi grunnskólana, sem vísa svo til leikskólanna. Einhvers staðar er pottur brotinn, og sama við hvaða kennarastétt þú ræðir, þá virðist enginn vera sáttur við hvert verið er að stefna, en færri tilbúnir til að benda opinberlega á hvað veldur þessar niðursveiflu í getu nemenda. Hvað afleiðingar hefur það á heildarmengið ef viðmið um hæfni nemenda eru sífellt lækkuð. Það ekki eitthvað sem eykur skilvirkni, framleiðni eða árangur. Nemendur þvert á skólastig ættu ekki að geta kvartað sig upp í hærri einkunn. Það þurfa að vera viðurlög fyrir því að gera hlutina með hálfum hug. Því hvers konar hvata býr það til fyrir nemendurna sem svo leggja sig fram. Hvaða afleiðingar hefur það til lengri tíma. Sérstaklega ef krafa launafólks um að menntun sé metin til launa á að taka alvarlega. Það kann ekki góðri lukka að stýra ef allir og amma þeirra komast í gegn. Upphaflega var gagnfræðapróf flottur pappír, svo tók stúdentsprófið við. Gott og vel flestir kláruðu það í kringum tvítugsaldurinn. Næst var það Bakkalár og núna er það á góðri leið með að verða Mastergráða. Hvar á þetta að stoppa? Margir hafa hvorki tíma né aðstæður til að ná sér í doktorinn. Ef háskólanám er ekki lengur gæðastimpill, af hverju ætti hið opinbera eða atvinnulífið þá að borga fyrir það. Ekki má gleyma því að það er einfaldlega langt frá því sjálfbært að bróðurpartur ungs fólk sé ekki kominn á vinnumarkaðinn fyrr en í fyrsta lagi í kringum 25 árin. Jafnvel með menntun sem enginn mun borga þeim fyrir að hafa farteskinu. Viltu að þín gráða komi úr kornflexpakka? Höfundur er kennari og áhugamaður um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Skóla- og menntamál Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt menntakerfi hefur átt undir högg að sækja ef marka má umfjöllun síðustu ára, sbr. niðurstöður úr PISA og auðvitað frumvörp um gjaldfellingu á virði einkunna í boði Flokks Fólksins. En hvernig komumst við hingað? Gæti vandinn verið sjálfskapaður að einhverju leyti? Tökum dæmi um stefnumótun í skólastarfi hérlendis. Hvers vegna hefur hún fyrst og fremst horft til sjónarmiða þeirra sem kvarta mest og gengur verst? Eru það raddirnar sem eru líklegar til að leysa vandann? Myndir þú þiggja fjármálaráðgjöf frá einstaklingum sem eru alltaf blankir? Eða frá þeim óhamingjusömustu um hvernig þér gæti liðið betur? Er þessir aðilar endilega góðar fyrirmyndir til að leita til um hvernig best sé að gera hlutina? Það er í besta falli ólíklegt. En hvers vegna er það í lagi í skólamálum? Háskólarnir kvarta yfir því að menntaskólanemendur mæti illa í stakk búnir til að takast á við kröfur háskólanna. Menntaskólarnir segja sömu sögu varðandi grunnskólana, sem vísa svo til leikskólanna. Einhvers staðar er pottur brotinn, og sama við hvaða kennarastétt þú ræðir, þá virðist enginn vera sáttur við hvert verið er að stefna, en færri tilbúnir til að benda opinberlega á hvað veldur þessar niðursveiflu í getu nemenda. Hvað afleiðingar hefur það á heildarmengið ef viðmið um hæfni nemenda eru sífellt lækkuð. Það ekki eitthvað sem eykur skilvirkni, framleiðni eða árangur. Nemendur þvert á skólastig ættu ekki að geta kvartað sig upp í hærri einkunn. Það þurfa að vera viðurlög fyrir því að gera hlutina með hálfum hug. Því hvers konar hvata býr það til fyrir nemendurna sem svo leggja sig fram. Hvaða afleiðingar hefur það til lengri tíma. Sérstaklega ef krafa launafólks um að menntun sé metin til launa á að taka alvarlega. Það kann ekki góðri lukka að stýra ef allir og amma þeirra komast í gegn. Upphaflega var gagnfræðapróf flottur pappír, svo tók stúdentsprófið við. Gott og vel flestir kláruðu það í kringum tvítugsaldurinn. Næst var það Bakkalár og núna er það á góðri leið með að verða Mastergráða. Hvar á þetta að stoppa? Margir hafa hvorki tíma né aðstæður til að ná sér í doktorinn. Ef háskólanám er ekki lengur gæðastimpill, af hverju ætti hið opinbera eða atvinnulífið þá að borga fyrir það. Ekki má gleyma því að það er einfaldlega langt frá því sjálfbært að bróðurpartur ungs fólk sé ekki kominn á vinnumarkaðinn fyrr en í fyrsta lagi í kringum 25 árin. Jafnvel með menntun sem enginn mun borga þeim fyrir að hafa farteskinu. Viltu að þín gráða komi úr kornflexpakka? Höfundur er kennari og áhugamaður um menntamál
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun