Þér er boðið með, kæri félagi Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 2. júní 2025 07:45 Það hefur gengið á ýmsu hjá Sósíalistaflokki Íslands undanfarin misseri. Laugardaginn 24. maí var kjörin ný forysta sem sigraði með töluverðum yfirburðum. Aldrei hefur þátttaka verið jafn mikil á aðalfundi flokksins, sem ber skýr merki um aukinn áhuga á honum. Því má sannarlega fagna. Þau sem ekki hlutu kjör urðu skiljanlega fyrir vonbrigðum. Því hef ég fulla samúð með, enda er aldrei þægilegt að verða undir í kosningum. Sérstaklega fyrstu dagana eftir atburðinn þegar tilfinningarnar eru miklar. Nú er þó rúm vika liðin og tímabært að horfa fram á við. Það mætti fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar gera sem enn ýjar að því að valdarán hafi átt sér stað. Að þarna hafi átt sér stað ólýðræðisleg yfirtaka. Hann er kominn á hálan ís og ásakanir um svindl eða annarlegar hvatir gera lítið annað en að undirstrika þá gagnrýni sem var uppi um vinnubrögð og samskiptamáta fólks innan þáverandi forystu. Hann virðist grípa hvert tækifæri sem gefst til að afhjúpa sig enn frekar, en á samt erfitt með að skilja hvers vegna hann hlaut ekki brautargengi í kosningunum. Niðurstöðurnar voru skýrar og dylgjur um annað verða að teljast óheiðarlegar smjörklípur. Vonandi getum við horft til framtíðar og einbeitt okkur að uppbyggingu flokksins því af nógu er þar að taka. Umboð nýrrar stjórnar vannst á að vilja hennar til að efla starf flokksins og styrkja hann um land allt. Ef við viljum hjálpa til við þau markmið er mikilvægt að horfa fram á við og sjá hvar tækifærin liggja. Mikil áhersla verður lögð á virðingu í samskiptum, opna félagsfundi þar sem stjórnir eru í virku samtali við félagsmenn og stofnun svæðisfélaga sem mun hafa í för með sér meiri virkni um land allt. Tímar þess þegar öskrað var á fólk fyrir málefnalega gagnrýni eru liðnir. Hvað þá að það verði uppnefnt hýenur eða sagt vera „fórnarlömb eineltis í æsku” fyrir að vera ekki sammála forystunni í einu og öllu. Það er raunverulegur vilji til þess að fá ykkur sem flest á félagsfundi og til þátttöku í starfinu, sama hvaða skoðanir þið hafið. Mikið verður lagt upp úr því að eiga umræður í persónu augliti til auglits, þar sem við megum verið ósámmála án þess að vera fjandsamleh í garð hvers annars. Ég hvet þig, kæri lesandi, til að skrá þig í flokkinn og fylgjast með tilkynningum um tímasetningu næsta félagsfundar. Þú vilt alls ekki missa af honum. Hér getur þú skráð þig, kæri félagi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu hjá Sósíalistaflokki Íslands undanfarin misseri. Laugardaginn 24. maí var kjörin ný forysta sem sigraði með töluverðum yfirburðum. Aldrei hefur þátttaka verið jafn mikil á aðalfundi flokksins, sem ber skýr merki um aukinn áhuga á honum. Því má sannarlega fagna. Þau sem ekki hlutu kjör urðu skiljanlega fyrir vonbrigðum. Því hef ég fulla samúð með, enda er aldrei þægilegt að verða undir í kosningum. Sérstaklega fyrstu dagana eftir atburðinn þegar tilfinningarnar eru miklar. Nú er þó rúm vika liðin og tímabært að horfa fram á við. Það mætti fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar gera sem enn ýjar að því að valdarán hafi átt sér stað. Að þarna hafi átt sér stað ólýðræðisleg yfirtaka. Hann er kominn á hálan ís og ásakanir um svindl eða annarlegar hvatir gera lítið annað en að undirstrika þá gagnrýni sem var uppi um vinnubrögð og samskiptamáta fólks innan þáverandi forystu. Hann virðist grípa hvert tækifæri sem gefst til að afhjúpa sig enn frekar, en á samt erfitt með að skilja hvers vegna hann hlaut ekki brautargengi í kosningunum. Niðurstöðurnar voru skýrar og dylgjur um annað verða að teljast óheiðarlegar smjörklípur. Vonandi getum við horft til framtíðar og einbeitt okkur að uppbyggingu flokksins því af nógu er þar að taka. Umboð nýrrar stjórnar vannst á að vilja hennar til að efla starf flokksins og styrkja hann um land allt. Ef við viljum hjálpa til við þau markmið er mikilvægt að horfa fram á við og sjá hvar tækifærin liggja. Mikil áhersla verður lögð á virðingu í samskiptum, opna félagsfundi þar sem stjórnir eru í virku samtali við félagsmenn og stofnun svæðisfélaga sem mun hafa í för með sér meiri virkni um land allt. Tímar þess þegar öskrað var á fólk fyrir málefnalega gagnrýni eru liðnir. Hvað þá að það verði uppnefnt hýenur eða sagt vera „fórnarlömb eineltis í æsku” fyrir að vera ekki sammála forystunni í einu og öllu. Það er raunverulegur vilji til þess að fá ykkur sem flest á félagsfundi og til þátttöku í starfinu, sama hvaða skoðanir þið hafið. Mikið verður lagt upp úr því að eiga umræður í persónu augliti til auglits, þar sem við megum verið ósámmála án þess að vera fjandsamleh í garð hvers annars. Ég hvet þig, kæri lesandi, til að skrá þig í flokkinn og fylgjast með tilkynningum um tímasetningu næsta félagsfundar. Þú vilt alls ekki missa af honum. Hér getur þú skráð þig, kæri félagi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar