Þér er boðið með, kæri félagi Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 2. júní 2025 07:45 Það hefur gengið á ýmsu hjá Sósíalistaflokki Íslands undanfarin misseri. Laugardaginn 24. maí var kjörin ný forysta sem sigraði með töluverðum yfirburðum. Aldrei hefur þátttaka verið jafn mikil á aðalfundi flokksins, sem ber skýr merki um aukinn áhuga á honum. Því má sannarlega fagna. Þau sem ekki hlutu kjör urðu skiljanlega fyrir vonbrigðum. Því hef ég fulla samúð með, enda er aldrei þægilegt að verða undir í kosningum. Sérstaklega fyrstu dagana eftir atburðinn þegar tilfinningarnar eru miklar. Nú er þó rúm vika liðin og tímabært að horfa fram á við. Það mætti fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar gera sem enn ýjar að því að valdarán hafi átt sér stað. Að þarna hafi átt sér stað ólýðræðisleg yfirtaka. Hann er kominn á hálan ís og ásakanir um svindl eða annarlegar hvatir gera lítið annað en að undirstrika þá gagnrýni sem var uppi um vinnubrögð og samskiptamáta fólks innan þáverandi forystu. Hann virðist grípa hvert tækifæri sem gefst til að afhjúpa sig enn frekar, en á samt erfitt með að skilja hvers vegna hann hlaut ekki brautargengi í kosningunum. Niðurstöðurnar voru skýrar og dylgjur um annað verða að teljast óheiðarlegar smjörklípur. Vonandi getum við horft til framtíðar og einbeitt okkur að uppbyggingu flokksins því af nógu er þar að taka. Umboð nýrrar stjórnar vannst á að vilja hennar til að efla starf flokksins og styrkja hann um land allt. Ef við viljum hjálpa til við þau markmið er mikilvægt að horfa fram á við og sjá hvar tækifærin liggja. Mikil áhersla verður lögð á virðingu í samskiptum, opna félagsfundi þar sem stjórnir eru í virku samtali við félagsmenn og stofnun svæðisfélaga sem mun hafa í för með sér meiri virkni um land allt. Tímar þess þegar öskrað var á fólk fyrir málefnalega gagnrýni eru liðnir. Hvað þá að það verði uppnefnt hýenur eða sagt vera „fórnarlömb eineltis í æsku” fyrir að vera ekki sammála forystunni í einu og öllu. Það er raunverulegur vilji til þess að fá ykkur sem flest á félagsfundi og til þátttöku í starfinu, sama hvaða skoðanir þið hafið. Mikið verður lagt upp úr því að eiga umræður í persónu augliti til auglits, þar sem við megum verið ósámmála án þess að vera fjandsamleh í garð hvers annars. Ég hvet þig, kæri lesandi, til að skrá þig í flokkinn og fylgjast með tilkynningum um tímasetningu næsta félagsfundar. Þú vilt alls ekki missa af honum. Hér getur þú skráð þig, kæri félagi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu hjá Sósíalistaflokki Íslands undanfarin misseri. Laugardaginn 24. maí var kjörin ný forysta sem sigraði með töluverðum yfirburðum. Aldrei hefur þátttaka verið jafn mikil á aðalfundi flokksins, sem ber skýr merki um aukinn áhuga á honum. Því má sannarlega fagna. Þau sem ekki hlutu kjör urðu skiljanlega fyrir vonbrigðum. Því hef ég fulla samúð með, enda er aldrei þægilegt að verða undir í kosningum. Sérstaklega fyrstu dagana eftir atburðinn þegar tilfinningarnar eru miklar. Nú er þó rúm vika liðin og tímabært að horfa fram á við. Það mætti fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar gera sem enn ýjar að því að valdarán hafi átt sér stað. Að þarna hafi átt sér stað ólýðræðisleg yfirtaka. Hann er kominn á hálan ís og ásakanir um svindl eða annarlegar hvatir gera lítið annað en að undirstrika þá gagnrýni sem var uppi um vinnubrögð og samskiptamáta fólks innan þáverandi forystu. Hann virðist grípa hvert tækifæri sem gefst til að afhjúpa sig enn frekar, en á samt erfitt með að skilja hvers vegna hann hlaut ekki brautargengi í kosningunum. Niðurstöðurnar voru skýrar og dylgjur um annað verða að teljast óheiðarlegar smjörklípur. Vonandi getum við horft til framtíðar og einbeitt okkur að uppbyggingu flokksins því af nógu er þar að taka. Umboð nýrrar stjórnar vannst á að vilja hennar til að efla starf flokksins og styrkja hann um land allt. Ef við viljum hjálpa til við þau markmið er mikilvægt að horfa fram á við og sjá hvar tækifærin liggja. Mikil áhersla verður lögð á virðingu í samskiptum, opna félagsfundi þar sem stjórnir eru í virku samtali við félagsmenn og stofnun svæðisfélaga sem mun hafa í för með sér meiri virkni um land allt. Tímar þess þegar öskrað var á fólk fyrir málefnalega gagnrýni eru liðnir. Hvað þá að það verði uppnefnt hýenur eða sagt vera „fórnarlömb eineltis í æsku” fyrir að vera ekki sammála forystunni í einu og öllu. Það er raunverulegur vilji til þess að fá ykkur sem flest á félagsfundi og til þátttöku í starfinu, sama hvaða skoðanir þið hafið. Mikið verður lagt upp úr því að eiga umræður í persónu augliti til auglits, þar sem við megum verið ósámmála án þess að vera fjandsamleh í garð hvers annars. Ég hvet þig, kæri lesandi, til að skrá þig í flokkinn og fylgjast með tilkynningum um tímasetningu næsta félagsfundar. Þú vilt alls ekki missa af honum. Hér getur þú skráð þig, kæri félagi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar