Verða boðaðir á fund lögreglu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júní 2025 12:06 Egill Einarsson, Steinþór Hróar Steinþórsson betur þekktur sem Steindi jr. og Auðunn Blöndal á sviði í höllinni um helgina. Vísir/Viktor Freyr Skipuleggjendur stórtónleika FM95BLÖ í Laugardalshöll um helgina þar sem mikill troðningur átti sér stað verða boðaðir á fund lögreglu í vikunni. Skipuleggjendur hafa ekki gefið kost á viðtölum í dag en formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara gagnrýnir þá harðlega og segir heppni að enginn hafi dáið. Örtröð myndaðist í Laugardalshöll um helgina á stórtónleikum útvarpsþáttarins FM95BLÖ þegar hlé var gert á dagskrá tónleikana um miðbik þeirra. Fimmtán manns leituðu á bráðamótttöku eftir tónleikana og einn lagður inn á sjúkrahús. Aðstandendur tónleikanna voru þeir Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egill Einarsson en skipulag var á vegum Nordic Live Events. Fréttastofa hefur ekki náð tali af aðstandendum það sem af er degi en Björgvin Þór Rúnarsson eigandi Nordic Live Events baðst undan viðtali. Áður hafði hann sagt í tilkynningu að sér þætti málið miður og er sömu sögu að segja um Auðunn Blöndal sem sagði á samfélagsmiðlum glatað að heyra að fólk hefði meitt sig. Í svörum frá lögreglu til fréttastofu segir að skipuleggjendur verði boðaðir á fund vegna málsins í vikunni. Þar verði farið yfir skipulagið og það sem misfórst. Ísleifur Þórhallsson formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara gagnrýndi skipuleggjendur harðlega í Bítinu. Gagnrýnir skipuleggjendur fyrir svör „Þú getur ekkert verið að tala um það að tónleikarnir hafi gengið vel að öðru leyti. Ef þetta gerist og stór hluti gestanna er bókstaflega í lífshættu og stór hluti gestanna er bókstaflega traumatised eftir að hafa farið á tónleika sem eiga að vera skemmtun, þetta eiga að vera bestu minnningar lífs þíns og þetta breytist í verstu minningar lífs þíns þá getur þú ekkert stigið fram og sagt það að þetta hafi gengið vel að öðru leyti. Þetta gerðist, þetta var fyrirsjáanlegt miðað við hvernig þú skipulagðir tónleikana og þú klikkaðir,“ sagði Ísleifur Þórhallsson formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara í Bítinu. „Þú getur ekkert verið að tala um það að tónleikarnir hafi gengið vel að öðru leyti. Ef þetta gerist og stór hluti gestanna er bókstaflega í lífshættu og stór hluti gestanna er bókstaflega traumatised eftir að hafa farið á tónleika sem eiga að vera skemmtun, þetta eiga að vera bestu minnningar lífs þíns og þetta breytist í verstu minningar lífs þíns þá getur þú ekkert stigið fram og sagt það að þetta hafi gengið vel að öðru leyti. Þetta gerðist, þetta var fyrirsjáanlegt miðað við hvernig þú skipulagðir tónleikana og þú klikkaðir.“ Augljóst sé að skipuleggjendur og aðstandendur tónleikanna hafi ekki tekið hlutverk sitt nægilega alvarlega, hólfaskiptingu hafi vantað alveg og öryggisgæsla ekki nægjanleg. Hann segir spurningar vakna um regluverkið og skoða þurfi hverjum sé leyft að halda tónleika hér á landi. „Það er bara mjög sorglegt að svona aðilum sé hleypt af stað og þeir haldi það að þú getir bara ákveðið það að vera tónleikahaldari og þú tekur þitt hlutverk ekki alvarlega og þeir eru bara heppnir að enginn hafi dáið.“ Tónleikar á Íslandi Tónlist Lögreglumál FM95BLÖ Tengdar fréttir „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 „Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1. júní 2025 18:04 Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Örtröð myndaðist í Laugardalshöll um helgina á stórtónleikum útvarpsþáttarins FM95BLÖ þegar hlé var gert á dagskrá tónleikana um miðbik þeirra. Fimmtán manns leituðu á bráðamótttöku eftir tónleikana og einn lagður inn á sjúkrahús. Aðstandendur tónleikanna voru þeir Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egill Einarsson en skipulag var á vegum Nordic Live Events. Fréttastofa hefur ekki náð tali af aðstandendum það sem af er degi en Björgvin Þór Rúnarsson eigandi Nordic Live Events baðst undan viðtali. Áður hafði hann sagt í tilkynningu að sér þætti málið miður og er sömu sögu að segja um Auðunn Blöndal sem sagði á samfélagsmiðlum glatað að heyra að fólk hefði meitt sig. Í svörum frá lögreglu til fréttastofu segir að skipuleggjendur verði boðaðir á fund vegna málsins í vikunni. Þar verði farið yfir skipulagið og það sem misfórst. Ísleifur Þórhallsson formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara gagnrýndi skipuleggjendur harðlega í Bítinu. Gagnrýnir skipuleggjendur fyrir svör „Þú getur ekkert verið að tala um það að tónleikarnir hafi gengið vel að öðru leyti. Ef þetta gerist og stór hluti gestanna er bókstaflega í lífshættu og stór hluti gestanna er bókstaflega traumatised eftir að hafa farið á tónleika sem eiga að vera skemmtun, þetta eiga að vera bestu minnningar lífs þíns og þetta breytist í verstu minningar lífs þíns þá getur þú ekkert stigið fram og sagt það að þetta hafi gengið vel að öðru leyti. Þetta gerðist, þetta var fyrirsjáanlegt miðað við hvernig þú skipulagðir tónleikana og þú klikkaðir,“ sagði Ísleifur Þórhallsson formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara í Bítinu. „Þú getur ekkert verið að tala um það að tónleikarnir hafi gengið vel að öðru leyti. Ef þetta gerist og stór hluti gestanna er bókstaflega í lífshættu og stór hluti gestanna er bókstaflega traumatised eftir að hafa farið á tónleika sem eiga að vera skemmtun, þetta eiga að vera bestu minnningar lífs þíns og þetta breytist í verstu minningar lífs þíns þá getur þú ekkert stigið fram og sagt það að þetta hafi gengið vel að öðru leyti. Þetta gerðist, þetta var fyrirsjáanlegt miðað við hvernig þú skipulagðir tónleikana og þú klikkaðir.“ Augljóst sé að skipuleggjendur og aðstandendur tónleikanna hafi ekki tekið hlutverk sitt nægilega alvarlega, hólfaskiptingu hafi vantað alveg og öryggisgæsla ekki nægjanleg. Hann segir spurningar vakna um regluverkið og skoða þurfi hverjum sé leyft að halda tónleika hér á landi. „Það er bara mjög sorglegt að svona aðilum sé hleypt af stað og þeir haldi það að þú getir bara ákveðið það að vera tónleikahaldari og þú tekur þitt hlutverk ekki alvarlega og þeir eru bara heppnir að enginn hafi dáið.“
Tónleikar á Íslandi Tónlist Lögreglumál FM95BLÖ Tengdar fréttir „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 „Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1. júní 2025 18:04 Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
„Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23
„Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1. júní 2025 18:04
Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39