Niðurstaðan setji áform ríkisstjórnarinnar í uppnám Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júní 2025 13:00 Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. vísir/einar Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir nýkjörinn forseta Póllands bjóða meira af því sama. Búast megi við því að neitunarvaldinu verði beitt gegn ríkisstjórninni í hitamálum á borð við þungunarrof og hinsegin fólk. Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti, bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Póllandi í gær. Hlaut hann 50,89 prósent atkvæða og sigraði naumlega Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, sem hlaut 49,11 prósent atkvæða. Áform ríkisstjórnarinnar í uppnámi Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, fylgdist með niðurstöðum kosninganna í nótt. Hann segir niðurstöðuna benda til að hlutirnir verði með sama fari og undanfarin ár í Póllandi. „Þetta er í rauninni óbreytt sama niðurstaða upp á 0,1 prósent og í kosningum fyrir fimm árum þegar að Duda bar sigur úr býtum. Í rauninni má segja að þetta sé engin breyting frá núverandi valdahlutföllum. Það er ljóst að núverandi ríkisstjórn lagði mikið undir til að ná forsetaembættinu til að geta hrint fleiri af sínum stefnumálum í gang. Þetta setur það auðvitað í ákveðið uppnám.“ Mjótt hefur verið á munum í síðustu fimm forsetakosningum. „Það er mjög algengt að þessar tvær blokkir skipta þjóðinni í tvennt. Það má segja að það sé munur á ungu fólki í kosningunum í ár. Trzaskowski vann með miklum yfirburðum hjá ungu fólki síðast en það var ekki þannig núna. Nawrocki vann í rauninni kosningarnar meðal ungs fólks. Kjörsóknin var mjög mikil og vanalega hefur það gagnast frjálslyndum öflum en það reyndist ekki tilfellið núna. Kjörsókn er nánast 72 prósent en samt vinnur Lög og réttlæti.“ Með neitunarvaldið á lofti Pawel tekur fram að Nawrocki sé reynslulítill stjórnmálamaður. Búast megi við því að hann nýti neitunarvaldið í miklum mæli eins og forveri sinn í forsetastólnum og flokksbróðir Andrzej Duda. „Pólskir forsetar eru duglegir að nýta neitunarvaldið. Þetta er ekki reynslumikill pólitíkus. Ég held að fyrir hálfu ári síðan vissu fæstir Pólverjar hver hann væri. Hann er sagnfræðingur sem hefur stýrt tveimur til þremur stofnunum, safni og svokallaðar minningarstofnun. Það má segja að hans árangur sé merki um það að vörumerki Lög og réttlætis sé enn mjög sterkt í Póllandi.“ Nawrocki naut stuðnings Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í kosningunum. Pawel bendir á að það sé ekkert nýtt af nálinni að forseti Póllands aðhyllist stjórnvöld vestanhafs á meðan ríkisstjórnin setur sig meira við hlið Evrópusambandsins. „Það er engin efnisleg breyting á því til skamms tíma. Margt getur þó breyst eftir tvö ár þegar kosningar þingsins fara fram.“ Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti, bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Póllandi í gær. Hlaut hann 50,89 prósent atkvæða og sigraði naumlega Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, sem hlaut 49,11 prósent atkvæða. Áform ríkisstjórnarinnar í uppnámi Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, fylgdist með niðurstöðum kosninganna í nótt. Hann segir niðurstöðuna benda til að hlutirnir verði með sama fari og undanfarin ár í Póllandi. „Þetta er í rauninni óbreytt sama niðurstaða upp á 0,1 prósent og í kosningum fyrir fimm árum þegar að Duda bar sigur úr býtum. Í rauninni má segja að þetta sé engin breyting frá núverandi valdahlutföllum. Það er ljóst að núverandi ríkisstjórn lagði mikið undir til að ná forsetaembættinu til að geta hrint fleiri af sínum stefnumálum í gang. Þetta setur það auðvitað í ákveðið uppnám.“ Mjótt hefur verið á munum í síðustu fimm forsetakosningum. „Það er mjög algengt að þessar tvær blokkir skipta þjóðinni í tvennt. Það má segja að það sé munur á ungu fólki í kosningunum í ár. Trzaskowski vann með miklum yfirburðum hjá ungu fólki síðast en það var ekki þannig núna. Nawrocki vann í rauninni kosningarnar meðal ungs fólks. Kjörsóknin var mjög mikil og vanalega hefur það gagnast frjálslyndum öflum en það reyndist ekki tilfellið núna. Kjörsókn er nánast 72 prósent en samt vinnur Lög og réttlæti.“ Með neitunarvaldið á lofti Pawel tekur fram að Nawrocki sé reynslulítill stjórnmálamaður. Búast megi við því að hann nýti neitunarvaldið í miklum mæli eins og forveri sinn í forsetastólnum og flokksbróðir Andrzej Duda. „Pólskir forsetar eru duglegir að nýta neitunarvaldið. Þetta er ekki reynslumikill pólitíkus. Ég held að fyrir hálfu ári síðan vissu fæstir Pólverjar hver hann væri. Hann er sagnfræðingur sem hefur stýrt tveimur til þremur stofnunum, safni og svokallaðar minningarstofnun. Það má segja að hans árangur sé merki um það að vörumerki Lög og réttlætis sé enn mjög sterkt í Póllandi.“ Nawrocki naut stuðnings Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í kosningunum. Pawel bendir á að það sé ekkert nýtt af nálinni að forseti Póllands aðhyllist stjórnvöld vestanhafs á meðan ríkisstjórnin setur sig meira við hlið Evrópusambandsins. „Það er engin efnisleg breyting á því til skamms tíma. Margt getur þó breyst eftir tvö ár þegar kosningar þingsins fara fram.“
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent