Blessaði Ancelotti við styttuna af Jesú Kristi í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2025 23:32 Carlo Ancelotti og styttan heimsfræga af Jesús Kristi í Ríó. Getty/ Diego Souto/Fernando Souza Brasilíumenn hafa mikla trú á nýráðnum landsliðsþjálfara sínum Carlo Ancelotti og gera líka allt til þess að ítalski þjálfarinn hefji störf í sátt við Guð almáttugan. Ancelotti hætti með Real Madrid eftir tímabilið og stýrir því liðinu ekki í heimsmeistarakeppni félagsliða seinna í þessum mánuði. Þess í stað dreif hann sig yfir Atlantshafið til Brasilíu og skrifaði undir samning sem nýr þjálfari brasilíska landsliðsins. Brasilíska landsliðið hefur verið í miklu basli og er óvenju neðarlega í undankeppni HM þótt að mikið þurfi að gerast til að þeir missi af HM 2026. Ancelotti var kynntur um helgina og í framhaldinu var farið með hann upp að styttunni frægu af Jesú Kristi sem stendur á fjalli fyrir ofan borgina Ríó. Þar var mættur presturinn Ómar, sem er hefur yfirumsjón með þessum mikla helgistað í huga brasilísku þjóðarinnar. Ómar blessaði Ancelotti við fætur styttunnar sem var táknræn stund fyrir þann mikla vilja til þess að ítalski þjálfarinn komi brasilíska landsliðinu aftur á rétta braut. Brasilíumenn vilja fá brasilísku þjóðina með sér og þetta var skref í því að fá hina trúuðu Brasilíumenn með á Ancelotti vagninn. Ancelotti talaði sjálfur um að hann væri að taka við besta landsliði heims og að hann ætlaði að ná í sjötta heimsmeistaratitilinn á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári. Ancelotti var ánægður með allt saman og lofaði líka að hann ætlaði sér að koma aftur upp að styttunni af Jesú Kristi og þá með alla fjölskyldu sína. View this post on Instagram A post shared by Santuário Cristo Redentor (@cristoredentoroficial) Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Ancelotti hætti með Real Madrid eftir tímabilið og stýrir því liðinu ekki í heimsmeistarakeppni félagsliða seinna í þessum mánuði. Þess í stað dreif hann sig yfir Atlantshafið til Brasilíu og skrifaði undir samning sem nýr þjálfari brasilíska landsliðsins. Brasilíska landsliðið hefur verið í miklu basli og er óvenju neðarlega í undankeppni HM þótt að mikið þurfi að gerast til að þeir missi af HM 2026. Ancelotti var kynntur um helgina og í framhaldinu var farið með hann upp að styttunni frægu af Jesú Kristi sem stendur á fjalli fyrir ofan borgina Ríó. Þar var mættur presturinn Ómar, sem er hefur yfirumsjón með þessum mikla helgistað í huga brasilísku þjóðarinnar. Ómar blessaði Ancelotti við fætur styttunnar sem var táknræn stund fyrir þann mikla vilja til þess að ítalski þjálfarinn komi brasilíska landsliðinu aftur á rétta braut. Brasilíumenn vilja fá brasilísku þjóðina með sér og þetta var skref í því að fá hina trúuðu Brasilíumenn með á Ancelotti vagninn. Ancelotti talaði sjálfur um að hann væri að taka við besta landsliði heims og að hann ætlaði að ná í sjötta heimsmeistaratitilinn á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári. Ancelotti var ánægður með allt saman og lofaði líka að hann ætlaði sér að koma aftur upp að styttunni af Jesú Kristi og þá með alla fjölskyldu sína. View this post on Instagram A post shared by Santuário Cristo Redentor (@cristoredentoroficial)
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira