Forstjórinn stígur fram Örn Pálsson skrifar 3. júní 2025 08:32 Það vakti athygli meðal félagsmanna í LS hversu frumvarp Hönnu Katrínar Friðrikssonar atvinnuvegaráðherra kveikti sjálfbærnibálið hjá Hafrannsóknastofnun. Forstjórinn sté fram og sagði í viðtali við Morgunblaðið 30. maí „nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra ekki vera í samræmi við þá aflareglu sem hafi verið í gildi síðastliðin ár. Hann telur jafnframt líklegt að breytingar ýti undir ósjálfbærar veiðar.“. Ekki góð skilaboð til ráðherrans sem staðráðinn er í að tryggja 48 daga til strandveiða. Að undanförnu hafa vonbrigði meðal sjómanna og útgerða aukist með hversu lítt hefur tekist að auka veiðiheimildir einstakra nytjastofna. Þorskurinn er þar gjarnan nefndur, þó margir álíti að meira hefði mátt veiða á undanförnum árum heldur en Hafró ráðlagði stjórnvöldum. Bágt ástand hans í byrjun níunda áratugar leiddi til þess fiskveiðistjórnarkerfis sem við búum við. Ráðist var í niðurskurð á leyfilegum afla í því skyni að byggja stofninn upp og auka í kjölfarið veiðiheimildir. Deilt er um hvernig til hefur tekist. Hver væri staðan ef niðurskurðarhnífnum hefði ekki verið beitt? Væri ástandið betra ef ekki hefði verið ákveðið að fylgja ráðgjöf stofnunarinnar sem byggir að mestu leyti á niðurstöðum árlegra mælinga af veiðum með botntrolli í mars? Veitt er á fyrirfram ákveðnum stöðum og vinna vísindamenn Hafrannsóknastofnunar úr aflanum. Til að gefa lesanda betri innsýn fylgir hér graf sem sýnir ráðgjöf Hafró og afla. Tímabilið spannar næstum yfir hálfa öld, frá 1976 til og með fiskveiðiárinu 2023/2024. Meðal þess sem þarna kemur fram: Ráðlagður heildarafli fór úr 450 þúsund tonnum árið 1982 niður í 200 þúsund tonn árið 1984. Aflinn var undir ráðgjöf fyrstu tvö ár þessara þriggja ára, en nokkuð yfir á einu. Tímabilið 1985 – 1990 var veitt hressilega umfram ráðgjöf án þess að Hafrannsóknastofnun sæi ástæðu til að draga mismuninn frá ári síðar Fiskveiðiárin 2008/2009 og 2009/2010 var einnig veitt umfram ráðgjöf og þá var ekki að sjá að það hefði áhrif. Hún hækkaði á þeim árum og árin á eftir. Eins og grafið ber með sér hefur tekist að stemma heildarafla við ráðgjöfina. Þegar tekin eru sl. 10 ár munar aðeins þremur prósentum sem aflinn er umfram ráðgjöf. Aflaregla miðast í stórum dráttum við að heildarafli sé fimmtungur af stærð veiðistofns. Meðaltal hans á þessum árum er rúmlega 1,1 milljón tonn, þannig að 225 þús. tonn væri því leyfilegt heildaraflamagn ár hvert. Þrjú prósentin, eins og verið hefur, hækka hlutfallið um 0,6% af árlegum veiðistofni á yfirstandandi ári. Þegar greinarhöfundur horfir til þessara talna útfrá viðbrögðum sem fram koma í upphafi greinarinnar, er hann ósammála að frumvarpið ýti undir ósjálfbærar veiðar. Aflareglu getur ríkisstjórnin breytt með einu pennastriki. Frumvarpið mun ekki á nokkurn hátt hafa áhrif á áframhaldandi „uppbyggingu“ þorskstofnsins. Atvinnuvegaráðherra er á engan hátt að ýta undir ósjálfbærar veiðar með því að tryggja 48 daga til strandveiða. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Strandveiðar Hafrannsóknastofnun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það vakti athygli meðal félagsmanna í LS hversu frumvarp Hönnu Katrínar Friðrikssonar atvinnuvegaráðherra kveikti sjálfbærnibálið hjá Hafrannsóknastofnun. Forstjórinn sté fram og sagði í viðtali við Morgunblaðið 30. maí „nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra ekki vera í samræmi við þá aflareglu sem hafi verið í gildi síðastliðin ár. Hann telur jafnframt líklegt að breytingar ýti undir ósjálfbærar veiðar.“. Ekki góð skilaboð til ráðherrans sem staðráðinn er í að tryggja 48 daga til strandveiða. Að undanförnu hafa vonbrigði meðal sjómanna og útgerða aukist með hversu lítt hefur tekist að auka veiðiheimildir einstakra nytjastofna. Þorskurinn er þar gjarnan nefndur, þó margir álíti að meira hefði mátt veiða á undanförnum árum heldur en Hafró ráðlagði stjórnvöldum. Bágt ástand hans í byrjun níunda áratugar leiddi til þess fiskveiðistjórnarkerfis sem við búum við. Ráðist var í niðurskurð á leyfilegum afla í því skyni að byggja stofninn upp og auka í kjölfarið veiðiheimildir. Deilt er um hvernig til hefur tekist. Hver væri staðan ef niðurskurðarhnífnum hefði ekki verið beitt? Væri ástandið betra ef ekki hefði verið ákveðið að fylgja ráðgjöf stofnunarinnar sem byggir að mestu leyti á niðurstöðum árlegra mælinga af veiðum með botntrolli í mars? Veitt er á fyrirfram ákveðnum stöðum og vinna vísindamenn Hafrannsóknastofnunar úr aflanum. Til að gefa lesanda betri innsýn fylgir hér graf sem sýnir ráðgjöf Hafró og afla. Tímabilið spannar næstum yfir hálfa öld, frá 1976 til og með fiskveiðiárinu 2023/2024. Meðal þess sem þarna kemur fram: Ráðlagður heildarafli fór úr 450 þúsund tonnum árið 1982 niður í 200 þúsund tonn árið 1984. Aflinn var undir ráðgjöf fyrstu tvö ár þessara þriggja ára, en nokkuð yfir á einu. Tímabilið 1985 – 1990 var veitt hressilega umfram ráðgjöf án þess að Hafrannsóknastofnun sæi ástæðu til að draga mismuninn frá ári síðar Fiskveiðiárin 2008/2009 og 2009/2010 var einnig veitt umfram ráðgjöf og þá var ekki að sjá að það hefði áhrif. Hún hækkaði á þeim árum og árin á eftir. Eins og grafið ber með sér hefur tekist að stemma heildarafla við ráðgjöfina. Þegar tekin eru sl. 10 ár munar aðeins þremur prósentum sem aflinn er umfram ráðgjöf. Aflaregla miðast í stórum dráttum við að heildarafli sé fimmtungur af stærð veiðistofns. Meðaltal hans á þessum árum er rúmlega 1,1 milljón tonn, þannig að 225 þús. tonn væri því leyfilegt heildaraflamagn ár hvert. Þrjú prósentin, eins og verið hefur, hækka hlutfallið um 0,6% af árlegum veiðistofni á yfirstandandi ári. Þegar greinarhöfundur horfir til þessara talna útfrá viðbrögðum sem fram koma í upphafi greinarinnar, er hann ósammála að frumvarpið ýti undir ósjálfbærar veiðar. Aflareglu getur ríkisstjórnin breytt með einu pennastriki. Frumvarpið mun ekki á nokkurn hátt hafa áhrif á áframhaldandi „uppbyggingu“ þorskstofnsins. Atvinnuvegaráðherra er á engan hátt að ýta undir ósjálfbærar veiðar með því að tryggja 48 daga til strandveiða. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun