Lögmál leiksins hitar upp fyrir úrslitaeinvígið: „Verður mjög líkamlega erfið sería“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2025 09:25 Maté Dalmay telur að menn muni takast mjög hart á í úrslitaeinvíginu. getty / stöð 2 sport Körfuboltasérfræðingarnir í Lögmáli leiksins settust í sófann í gærkvöldi og fóru yfir úrslitaeinvígið sem framundan er milli Oklahoma City Thunder og Indiana Pacers. Oklahoma City Thunder náði 68 sigrum, flestum af öllum liðum í deildinni í vetur og hefur unnið fjölda stórsigra á leið sinni í úrslitaeinvígið. Um er að ræða næstyngsta lið sem náð hefur inn í úrslitaeinvígið, leitt af ungu stjörnunni Shai Gilgeous-Alexander sem var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Þá býr liðið einnig yfir mjög öflugri vörn og góðri breidd, með leikmenn á borð við Isaiah Hartenstein, Luguentz Dort og Alex Caruso. „Þessir hafa búið til feril úr því að vera óþægilegir. Þannig að þetta verður mjög líkamlega erfið sería“ sagði sérfræðingurinn Maté Dalmay. Indiana Pacers enduðu í fjórða sæti austurdeildarinnar með 50 sigurleiki. Liðið er á leið í úrslit í fyrsta sinn síðan um aldamótin. Á leið sinni þangað lagði liðið Bucks, topplið Cavaliers og síðan Knicks að velli. „Tyrese Haliburton er leikstjórnandinn og leiðtoginn í þessu liði en Pascal Siakam er samt valinn bestur“ sagði sérfræðingurinn Tómas Steindórsson um stjörnur Indiana sem munu þurfa að afkasta mikið. Klippa: Lögmál leiksins hitar upp fyrir úrslitaeinvígið Farið var yfir heilmargt fleira í upphituninni fyrir úrslitaeinvígið, sem má sjá hér fyrir ofan. Hörður Unnsteinsson, Maté Dalmay og Tómas Steindórsson höfðu allir eitthvað til málanna að leggja. Auk þáttastjórnandans Kjartans Atla Kjartanssonar sem stýrði umræðunni. Hér fyrir neðan má svo finna áhugaverða tölfræði sem Stöð 2 Sport tók saman fyrir úrslitaeinvígið. Shai Gilgeous-Alexander og Tyrese Haliburton eru leikstjórnendur liðanna. Haliburton hefur verið einkar hittinn fyrir utan þriggja stiga línuna í úrslitakeppninni. Haliburton leggur meira upp fyrir liðsfélagana en Shai skorar töluvert meira sjálfur. Pascal Siakam hefur verið stórkostlegur fyrir Pacers og Jalen Williams hefur verið litlu síðri fyrir Thunder. Framherjarnir Myles Turner og Chet Holmgren munu takast á undir körfunni og fyrir utan. Holmgren hefur gripið fleiri fráköst í úrslitakeppninni. Turner hefur skotið töluvert betur. Þrír mikilvægir varnarmenn OKC. Munu takast á við öfluga aukaleikara Pacers. NBA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Oklahoma City Thunder náði 68 sigrum, flestum af öllum liðum í deildinni í vetur og hefur unnið fjölda stórsigra á leið sinni í úrslitaeinvígið. Um er að ræða næstyngsta lið sem náð hefur inn í úrslitaeinvígið, leitt af ungu stjörnunni Shai Gilgeous-Alexander sem var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Þá býr liðið einnig yfir mjög öflugri vörn og góðri breidd, með leikmenn á borð við Isaiah Hartenstein, Luguentz Dort og Alex Caruso. „Þessir hafa búið til feril úr því að vera óþægilegir. Þannig að þetta verður mjög líkamlega erfið sería“ sagði sérfræðingurinn Maté Dalmay. Indiana Pacers enduðu í fjórða sæti austurdeildarinnar með 50 sigurleiki. Liðið er á leið í úrslit í fyrsta sinn síðan um aldamótin. Á leið sinni þangað lagði liðið Bucks, topplið Cavaliers og síðan Knicks að velli. „Tyrese Haliburton er leikstjórnandinn og leiðtoginn í þessu liði en Pascal Siakam er samt valinn bestur“ sagði sérfræðingurinn Tómas Steindórsson um stjörnur Indiana sem munu þurfa að afkasta mikið. Klippa: Lögmál leiksins hitar upp fyrir úrslitaeinvígið Farið var yfir heilmargt fleira í upphituninni fyrir úrslitaeinvígið, sem má sjá hér fyrir ofan. Hörður Unnsteinsson, Maté Dalmay og Tómas Steindórsson höfðu allir eitthvað til málanna að leggja. Auk þáttastjórnandans Kjartans Atla Kjartanssonar sem stýrði umræðunni. Hér fyrir neðan má svo finna áhugaverða tölfræði sem Stöð 2 Sport tók saman fyrir úrslitaeinvígið. Shai Gilgeous-Alexander og Tyrese Haliburton eru leikstjórnendur liðanna. Haliburton hefur verið einkar hittinn fyrir utan þriggja stiga línuna í úrslitakeppninni. Haliburton leggur meira upp fyrir liðsfélagana en Shai skorar töluvert meira sjálfur. Pascal Siakam hefur verið stórkostlegur fyrir Pacers og Jalen Williams hefur verið litlu síðri fyrir Thunder. Framherjarnir Myles Turner og Chet Holmgren munu takast á undir körfunni og fyrir utan. Holmgren hefur gripið fleiri fráköst í úrslitakeppninni. Turner hefur skotið töluvert betur. Þrír mikilvægir varnarmenn OKC. Munu takast á við öfluga aukaleikara Pacers.
NBA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira