Ísland verður að vernda hafið og fiskimiðin frá námuvinnslu á hafsbotni Laura Sólveig Lefort Scheefer, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Árni Finnsson, Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, Belén García Ovide og Huld Hafliðadóttir skrifa 3. júní 2025 13:00 Ísland er þekkt fyrir náið samband sitt við hafið. Frá menningarlegri sjálfsmynd okkar til efnahagslegs bakbeins þjóðarinnar hefur hafið mótað hver við erum. Í dag stendur hafið hins vegar frammi fyrir nýrri og hættulegri ógn sem felst í djúpsjávarnámuvinnslu. Námuvinnsla á hafsbotni myndi valda óafturkræfu tjóni á viðkvæmum og lítt þekktum vistkerfum hafsins. Eyðilegging búsvæða, hljóðmengun og dreifing á seti og úrgangsefnum truflar farleiðir og hrygningu fiska og þar með ógnar heilbrigði vistkerfa. Endurheimt vistkerfana, ef hún er möguleg, gæti tekið aldir. Að taka upp lítt rannsakaðan og áhættusaman iðnað í hafi stríðir gegn ábyrgri umgengi við náttúruna. Þrátt fyrir þetta heldur iðnaðurinn áfram að ryðja sér til rúms. Fyrirtækið The Metals Company hefur þegar sniðgengið alþjóðleg ferli með því að sækja um leyfi til djúpsjávarnámuvinnslu samkvæmt bandarískum lögum. Það grefur undan valdi “International Seabed Authority (ISA)” sem er stofnun á vegum Sameinuðu Þjóðanna með það hlutverk að hafa eftirlit með starfsemi á alþjóðlegum hafsbotni. Ísland, sem aðildarríki að ISA, stendur nú frammi fyrir vali: að þegja meðan aðrir marka stefnu framtíðarinnar, eða að taka þátt og vernda hafið. Dagana 9.-13. júní koma leiðtogar heims saman í Nice í Frakklandi á 3. hafráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna. Gert er ráð fyrir að umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra Íslands verði viðstaddur. Þetta er lykiltækifæri fyrir Ísland til að sameinast sífellt fleiri ríkjum, Norðurlandaráðinu, frumbyggjasamfélögum, frjálsum félagasamtökum, alþjóðlegum fyrirtækjum og fulltrúum sjávarútvegs sem krefjast þess að bundinn verði endir á djúpsjávarnámuvinnslu með varúðarsjónarmið að leiðarljósi. Með því yrðu send skýr skilaboð: Ísland ætlar ekki að sitja hjá á meðan einkaaðilar stofna heilsu hafsins, sameiginlegri arfleifð mannkyns, í hættu. Ákvarðanirnar sem teknar verða í Nice munu móta framtíð hafstjórnunar. Fyrir Ísland, þjóð sem hefur fæðu, efnahag, og sjálfsmynd sína samofið hafinu, er þetta augnablik sem við megum ekki láta framhjá okkur fara. Við hvetjum þig, Jóhann Páll Jóhannsson, til að sýna alþjóðlega forystu. Stattu með vísindunum. Stattu með hafinu. Stattu með samfélögunum sem byggja afkomu sína á því. Laura Sólveig Lefort Scheefer, forseti Ungra umhverfissinna Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, formaður Sustainable Ocean Alliance Ísland Belén García Ovide, stofnandi og verkefnastjóri Ocean Missions, Húsavík Huld Hafliðadóttir, stofnandi STEAM Húsavík og formaður SVÍVS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Árni Finnsson Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ísland er þekkt fyrir náið samband sitt við hafið. Frá menningarlegri sjálfsmynd okkar til efnahagslegs bakbeins þjóðarinnar hefur hafið mótað hver við erum. Í dag stendur hafið hins vegar frammi fyrir nýrri og hættulegri ógn sem felst í djúpsjávarnámuvinnslu. Námuvinnsla á hafsbotni myndi valda óafturkræfu tjóni á viðkvæmum og lítt þekktum vistkerfum hafsins. Eyðilegging búsvæða, hljóðmengun og dreifing á seti og úrgangsefnum truflar farleiðir og hrygningu fiska og þar með ógnar heilbrigði vistkerfa. Endurheimt vistkerfana, ef hún er möguleg, gæti tekið aldir. Að taka upp lítt rannsakaðan og áhættusaman iðnað í hafi stríðir gegn ábyrgri umgengi við náttúruna. Þrátt fyrir þetta heldur iðnaðurinn áfram að ryðja sér til rúms. Fyrirtækið The Metals Company hefur þegar sniðgengið alþjóðleg ferli með því að sækja um leyfi til djúpsjávarnámuvinnslu samkvæmt bandarískum lögum. Það grefur undan valdi “International Seabed Authority (ISA)” sem er stofnun á vegum Sameinuðu Þjóðanna með það hlutverk að hafa eftirlit með starfsemi á alþjóðlegum hafsbotni. Ísland, sem aðildarríki að ISA, stendur nú frammi fyrir vali: að þegja meðan aðrir marka stefnu framtíðarinnar, eða að taka þátt og vernda hafið. Dagana 9.-13. júní koma leiðtogar heims saman í Nice í Frakklandi á 3. hafráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna. Gert er ráð fyrir að umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra Íslands verði viðstaddur. Þetta er lykiltækifæri fyrir Ísland til að sameinast sífellt fleiri ríkjum, Norðurlandaráðinu, frumbyggjasamfélögum, frjálsum félagasamtökum, alþjóðlegum fyrirtækjum og fulltrúum sjávarútvegs sem krefjast þess að bundinn verði endir á djúpsjávarnámuvinnslu með varúðarsjónarmið að leiðarljósi. Með því yrðu send skýr skilaboð: Ísland ætlar ekki að sitja hjá á meðan einkaaðilar stofna heilsu hafsins, sameiginlegri arfleifð mannkyns, í hættu. Ákvarðanirnar sem teknar verða í Nice munu móta framtíð hafstjórnunar. Fyrir Ísland, þjóð sem hefur fæðu, efnahag, og sjálfsmynd sína samofið hafinu, er þetta augnablik sem við megum ekki láta framhjá okkur fara. Við hvetjum þig, Jóhann Páll Jóhannsson, til að sýna alþjóðlega forystu. Stattu með vísindunum. Stattu með hafinu. Stattu með samfélögunum sem byggja afkomu sína á því. Laura Sólveig Lefort Scheefer, forseti Ungra umhverfissinna Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, formaður Sustainable Ocean Alliance Ísland Belén García Ovide, stofnandi og verkefnastjóri Ocean Missions, Húsavík Huld Hafliðadóttir, stofnandi STEAM Húsavík og formaður SVÍVS
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar