Bílastæðin höluðu inn 78 milljónum en kostuðu litlu minna Árni Sæberg skrifar 3. júní 2025 21:03 Isavia hefur komið fyrir sjálfvirkum bílnúmeraskönnum til að nema umferð inn og út af bílstæðum við helstu innanlandsflugvelli. Isavia Tekjur Isavia af innheimtu bílastæðagjalda við innanlandsflugvelli námu 78 milljónum króna í fyrra og kostnaður af henni nam 74 milljónum. Inni í þeirri tölu er þó stofnkostnaður og Isavia segir innleiðingu gjaldtökunnar heilt á litið hafa gengið vel. Þetta segir í svari Eyjólfs Ármannsonar innviðaráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Isakesen, þingflokksformanns Framsóknar, um gjaldheimtu á bílastæðum Isavia við innanlandsflugvellina í Reykjavík og á Akureyri og Egilsstöðum. Gjaldheimtan hófst í lok júní í fyrra og hefur verið gríðarlega umdeild. Upphafi hennar var ítrekað frestað, meðal annars þar sem að þáverandi samgönguráðherra dró það að undirrita þjónustusamning sem heimilað gjaldheimtuna. Þá brugðu úrræðagóðir íbúar Egilsstaða á það ráð að koma upp sérstökum hópi á Facebook til þess að komast hjá því að greiða bílastæðagjöld á flugvelli bæjarins, með því skutla og ná gagnkvæmt í flugfarþega út á völl. Ætlað að efla innanlandsflugið „Heilt yfir hefur innleiðing gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík gengið vel. Komið var til móts við gagnrýni á Akureyri og Egilsstöðum árið 2024 og samkvæmt tilmælum frá þáverandi innviðaráðherra var ákveðið að hafa fyrstu 14 tíma gjaldfrjálsa á þeim flugvöllum, en þar með lækkuðu tekjumöguleikar verulega,“ segir í svari ráðherra. Heildartekjur félagsins árið 2024 hafi þó verið tæpar 78 milljónir króna og þær tekjur muni nýtast Isavia innanlandsflugvöllum ehf. og þar með ríkinu til eflingar á innanlandsflugi. Engin aðgreining sé á milli langtíma- og skammtímastæða í bókhaldi félagsins. Þá segir að áætlun Isavia gerir ráð fyrir um 150 milljóna króna tekjum á ári af bílastæðum. Kostaði sextíu milljónir Markmiðið með tekjuöfluninni sé að afla fjármuna til að laga ásýnd og aðkomu og bæta öryggi á bílastæðum við flugstöðvar. Slíkar framkvæmdir geti kostað mikið fjármagn og því sé eðlilegt að ekki sé farið í slíkt strax á fyrsta ári. Heildarkostnaður við uppsetningu á búnaði á bílastæðum við flugvelli, þar með talið vegna raflagna, myndavéla, tölvuþjóna, tenginga, auglýsinga, skiltagerðar og ýmiss annars kostnaðar, hafi numið um 60 milljónum króna. Heildarrekstrarkostnaður bílastæðanna sem gjaldfærður var árið 2024 séu um 24 milljónir króna á öllum þremur völlunum. Í þeirri fjárhæð sé ekki launakostnaður sem fellur til vegna vinnu starfsmanna innanlandsflugvalla, hvort sem það er vegna framlags starfsmanna á bílastæði eða yfirstjórnar sem tengist málefnum þeirra. Gefa ekki upp kostnað vegna mokstur Snjómokstur á bílastæðum sé unninn af sjálfstæðum verktökum á grundvelli verðfyrirspurnar á Reykjavíkur- og Akureyrarflugvelli og því sé ekki unnt að gefa upp sundurliðun á þeim kostnaðarlið með tilliti til samkeppnissjónarmiða. Samkvæmt áætlun næsta árs sé gert ráð fyrir um 50 milljónum króna í rekstur á bílastæðum allra þriggja flugvallanna og það sé fyrir utan framkvæmdir en það ráðist af innheimtu bílastæðatekna. Framkvæmdir á bílastæðum séu kostnaðarsamar og fjármögnun geti því tekið nokkur ár. Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Akureyri Múlaþing Reykjavík Bílastæði Isavia Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Innheimta bílastæðagjöld við innanlandsvelli á morgun Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hefur gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla á morgun. Um er að ræða flugvöllinn á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. 24. júní 2024 14:29 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Þetta segir í svari Eyjólfs Ármannsonar innviðaráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Isakesen, þingflokksformanns Framsóknar, um gjaldheimtu á bílastæðum Isavia við innanlandsflugvellina í Reykjavík og á Akureyri og Egilsstöðum. Gjaldheimtan hófst í lok júní í fyrra og hefur verið gríðarlega umdeild. Upphafi hennar var ítrekað frestað, meðal annars þar sem að þáverandi samgönguráðherra dró það að undirrita þjónustusamning sem heimilað gjaldheimtuna. Þá brugðu úrræðagóðir íbúar Egilsstaða á það ráð að koma upp sérstökum hópi á Facebook til þess að komast hjá því að greiða bílastæðagjöld á flugvelli bæjarins, með því skutla og ná gagnkvæmt í flugfarþega út á völl. Ætlað að efla innanlandsflugið „Heilt yfir hefur innleiðing gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík gengið vel. Komið var til móts við gagnrýni á Akureyri og Egilsstöðum árið 2024 og samkvæmt tilmælum frá þáverandi innviðaráðherra var ákveðið að hafa fyrstu 14 tíma gjaldfrjálsa á þeim flugvöllum, en þar með lækkuðu tekjumöguleikar verulega,“ segir í svari ráðherra. Heildartekjur félagsins árið 2024 hafi þó verið tæpar 78 milljónir króna og þær tekjur muni nýtast Isavia innanlandsflugvöllum ehf. og þar með ríkinu til eflingar á innanlandsflugi. Engin aðgreining sé á milli langtíma- og skammtímastæða í bókhaldi félagsins. Þá segir að áætlun Isavia gerir ráð fyrir um 150 milljóna króna tekjum á ári af bílastæðum. Kostaði sextíu milljónir Markmiðið með tekjuöfluninni sé að afla fjármuna til að laga ásýnd og aðkomu og bæta öryggi á bílastæðum við flugstöðvar. Slíkar framkvæmdir geti kostað mikið fjármagn og því sé eðlilegt að ekki sé farið í slíkt strax á fyrsta ári. Heildarkostnaður við uppsetningu á búnaði á bílastæðum við flugvelli, þar með talið vegna raflagna, myndavéla, tölvuþjóna, tenginga, auglýsinga, skiltagerðar og ýmiss annars kostnaðar, hafi numið um 60 milljónum króna. Heildarrekstrarkostnaður bílastæðanna sem gjaldfærður var árið 2024 séu um 24 milljónir króna á öllum þremur völlunum. Í þeirri fjárhæð sé ekki launakostnaður sem fellur til vegna vinnu starfsmanna innanlandsflugvalla, hvort sem það er vegna framlags starfsmanna á bílastæði eða yfirstjórnar sem tengist málefnum þeirra. Gefa ekki upp kostnað vegna mokstur Snjómokstur á bílastæðum sé unninn af sjálfstæðum verktökum á grundvelli verðfyrirspurnar á Reykjavíkur- og Akureyrarflugvelli og því sé ekki unnt að gefa upp sundurliðun á þeim kostnaðarlið með tilliti til samkeppnissjónarmiða. Samkvæmt áætlun næsta árs sé gert ráð fyrir um 50 milljónum króna í rekstur á bílastæðum allra þriggja flugvallanna og það sé fyrir utan framkvæmdir en það ráðist af innheimtu bílastæðatekna. Framkvæmdir á bílastæðum séu kostnaðarsamar og fjármögnun geti því tekið nokkur ár.
Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Akureyri Múlaþing Reykjavík Bílastæði Isavia Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Innheimta bílastæðagjöld við innanlandsvelli á morgun Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hefur gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla á morgun. Um er að ræða flugvöllinn á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. 24. júní 2024 14:29 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Innheimta bílastæðagjöld við innanlandsvelli á morgun Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hefur gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla á morgun. Um er að ræða flugvöllinn á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. 24. júní 2024 14:29