Karlar, piltar og strákar Jón Pétur Zimsen skrifar 3. júní 2025 16:02 Eftir að hafa lesið góðan pistil Þráins Farestveit, afbrotafræðings og framkvæmdastjóra Verndar, í Morgunblaðinu langar mig að stinga niður penna og taka saman nokkrar tölfræðiupplýsingar sem byggja á opinberum tölum og rannsóknum frá Hagstofu Íslands, Fangelsismálastofnun, Landlæknisembættinu og Vinnueftirlitinu (sjá að neðan). Það er ljóst að karlar og drengir standa frammi fyrir áskorunum sem nauðsynlegt er að ávarpa því ekki margir leggja sig fram við að vera málsvarar þessa hóps þó stór sé. Hér er ekki verið að fórnarlambsvæða karla heldur að benda á tölfræði sem almennt hefur fengið litla athygli, hvað þá aðgerðir. Öll tengjumst við sonum, dætrum, mæðrum, feðrum, öfum og ömmum sem gætu átt undir högg að sækja. Þá á kyn ekki að skipta máli hvort við látum okkur málin varða. 90% allra fanga eru karlar. Karla fá lengri dóma fyrir sömu brot (Norðurlönd, Bretland og Frakkland). Karlar lifa að meðaltali 3,1 ári skemur en konur. Forsjá barna eftir skilnað: Konur fá yfir 80% tilfella aðal forsjá. Skilnaðartíðni og áhrif: Karlar missa oftar tengsl við börn sín og upplifa félagslega vanlíðan. Tíðni sjálfsvíga karla er tvöföld á við kvenna. 85% alvarlegra vinnuslysa lenda á körlum. Aðeins 31,3% karla 25–34 ára hafa lokið háskólanámi. Karlar eru oftar atvinnulausir. 71% heimilislausra eru karlar. Skertur aðgangur að félagsþjónustu sem tekur mið af þörfum karla. 3,5x fleiri karlar eru ekki í skóla né vinnu (NEED) á aldrinum 16-20 ára. 47% stráka eru undir lágmarksviðmiði í lesskilningi við lok grunnskóla. Strákar fá oftar greiningar á ADHD og eiga í meiri hegðunarvanda í skólum. Brottfall úr framhaldsskóla er hærra meðal stráka en stelpna. Lítið hlutfall karla í kennslu (undir 15% í leikskólum) dregur úr fyrirmyndum í skólum. Menntunarskortur hefur áhrif á framtíðartekjur, sjálfstraust og heilsu. Samantektin sýnir að karlar og drengir á Íslandi standa frammi fyrir alvarlegum og kerfislægum áskorunum. Karlar geta gert ýmislegt til að bæta aðstæður sínar sjálfir eins og konur en viðurkenning á áskorunum þeirra er töluvert skemur komin á veg en áskorunum kvenna, á meðan heldur þessi vonda tölfræði að raungerast. Markviss inngrip í menntakerfi, heilbrigðisþjónustu og félagskerfi eru nauðsynleg til að snúa við þessari þróun og tryggja öllum eins jöfn tækifæri og mögulegt er. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa lesið góðan pistil Þráins Farestveit, afbrotafræðings og framkvæmdastjóra Verndar, í Morgunblaðinu langar mig að stinga niður penna og taka saman nokkrar tölfræðiupplýsingar sem byggja á opinberum tölum og rannsóknum frá Hagstofu Íslands, Fangelsismálastofnun, Landlæknisembættinu og Vinnueftirlitinu (sjá að neðan). Það er ljóst að karlar og drengir standa frammi fyrir áskorunum sem nauðsynlegt er að ávarpa því ekki margir leggja sig fram við að vera málsvarar þessa hóps þó stór sé. Hér er ekki verið að fórnarlambsvæða karla heldur að benda á tölfræði sem almennt hefur fengið litla athygli, hvað þá aðgerðir. Öll tengjumst við sonum, dætrum, mæðrum, feðrum, öfum og ömmum sem gætu átt undir högg að sækja. Þá á kyn ekki að skipta máli hvort við látum okkur málin varða. 90% allra fanga eru karlar. Karla fá lengri dóma fyrir sömu brot (Norðurlönd, Bretland og Frakkland). Karlar lifa að meðaltali 3,1 ári skemur en konur. Forsjá barna eftir skilnað: Konur fá yfir 80% tilfella aðal forsjá. Skilnaðartíðni og áhrif: Karlar missa oftar tengsl við börn sín og upplifa félagslega vanlíðan. Tíðni sjálfsvíga karla er tvöföld á við kvenna. 85% alvarlegra vinnuslysa lenda á körlum. Aðeins 31,3% karla 25–34 ára hafa lokið háskólanámi. Karlar eru oftar atvinnulausir. 71% heimilislausra eru karlar. Skertur aðgangur að félagsþjónustu sem tekur mið af þörfum karla. 3,5x fleiri karlar eru ekki í skóla né vinnu (NEED) á aldrinum 16-20 ára. 47% stráka eru undir lágmarksviðmiði í lesskilningi við lok grunnskóla. Strákar fá oftar greiningar á ADHD og eiga í meiri hegðunarvanda í skólum. Brottfall úr framhaldsskóla er hærra meðal stráka en stelpna. Lítið hlutfall karla í kennslu (undir 15% í leikskólum) dregur úr fyrirmyndum í skólum. Menntunarskortur hefur áhrif á framtíðartekjur, sjálfstraust og heilsu. Samantektin sýnir að karlar og drengir á Íslandi standa frammi fyrir alvarlegum og kerfislægum áskorunum. Karlar geta gert ýmislegt til að bæta aðstæður sínar sjálfir eins og konur en viðurkenning á áskorunum þeirra er töluvert skemur komin á veg en áskorunum kvenna, á meðan heldur þessi vonda tölfræði að raungerast. Markviss inngrip í menntakerfi, heilbrigðisþjónustu og félagskerfi eru nauðsynleg til að snúa við þessari þróun og tryggja öllum eins jöfn tækifæri og mögulegt er. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun