Reyndi að bragðbæta baneitruðu máltíðina Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2025 10:56 Erin Patterson sem er sökuð um að hafa eitruð fyrir tengdafjölskyldu sinni með baneitruðum svepp. AP/James Ross Áströlsk kona sem er sökuð um að hafa myrt skyldmenni sín með baneitruðum sveppum viðurkenndi fyrir dómi að villtir sveppir kynnu að hafa verið í banvænni máltíð sem hún gaf þeim. Hún hefði bætt þurrkuðum sveppum út í réttinn vegna þess að hann hefði verið of bragðlaus. Þrír gestir létust og einn veiktist alvarlega eftir matarboð hjá Erin Patterson í Viktoríuríki í Ástralíu júlí í fyrra. Gestirnir voru foreldrar fyrrverandi eiginmanns Patterson, móðursystir hans og eiginmaður hennar. Í ljós kom að grænserkur, einn eitraðasti sveppur heims, var í réttinum sem Patterson bauð upp á, Wellington-steik. Patterson er ákærð fyrir manndráp á fyrrverandi tengdaforeldrum sínum og systur tengdamóður sinnar en tilraun til manndráps á eiginmanni þeirrar síðastnefndu. Sá veiktist hastarlega en komst lífs af. Réttarhöldin yfir Patterson hafa staðið í mánuð og hefur ákæruvaldið leitt fram fjölda vitna og kynnt sönnunargögn í málinu. Patterson bar fyrst vitni sjálf í morgun en hún neitar allri sök. Dauði fólksins hafi verið hörmulegt slys. Hún sagðist hafa ákveðið að bæta þurrkuðum sveppum sem hún keypti í asískri matvöruverslun í Melbourne út í réttinn þar sem henni þótti vanta bragð í hann. Sveppina sótti hún í ílát í búri. Þegar hún var spurð að því hvort að aðrar sveppategundir kynnu að hafa verið í ílátinu táraðist Patterson. „Nún held ég að það sé mögulegt að það hafi verið villtir sveppir þarna líka,“ sagði hún, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ældi eftir að hafa úðað í sig gulrótarköku Hélt Patterson fram að hún hefði sjálf ælt eftir máltíðina en það var eftir að hún tróð í sig gulrótarköku sem fyrrverandi tengdamóðir hennar kom með eftir að gestirnir voru farnir. Komið hafði fram við réttarhöldin að Patterson hefði glímt við lotugræðgi um árabil. Hún hefði þó ekki borðað mikið af matnum, aðeins fjórðung eða þriðjung af því sem var á disknum hennar, vegna þess að hún hefði verið upptekin við að tala. Ian Wilkinson, eini gesturinn sem komst lífs, af sagði fyrir dómi að Patterson hefði verið með öðruvísi matardisk en gestirnir. Patterson kannaðist ekki við lýsingar hans þegar hún bar vitni í dag. Ian Wilkinson, eini matargestur Patterson sem komst lífs af, við dómshúsið í Morwell í Ástralíu í morgun. Eiginkona hans, mágkona og svili létust.AP/James Ross/AAP Gekkst Patterson við því að hafa logið að skyldmennum sínum um að hún hefði verið greind með krabbamein. Hún hafi í raun og veru verið á leið í offituaðgerð en logið þessu til þess að tryggja að hún fengi hjálp með börnin hennar á meðan hún gengist undir hnífinn. „Ég man að ég hugsaði að ég vildi ekki segja neinum hvað ég ætlaði að láta gera. Ég skammaðist mín mikið fyrir það,“ sagði Patterson. Saksóknarar halda því fram að Patterson hafi tælt skyldmenni sín í matarboðið undir því yfirskyni að hún vildi ræða við þau um krabbameinsgreininguna. Eyddi gögnum á meðan lögreglan gerði húsleit Patterson eyddi í þrígang öllum gögnum út af símanum sínum eftir matarboðið örlagaríka, meðal annars á meðan lögreglumenn leituðu á heimili hennar. Þá losaði hún sig við matarþurrkara sem hún átti. Bar hún því við að hún hefði óttast að hún yrði sökuð um að hafa drepið gesti sína. Hún hefði verið skelfingu lostin eftir að fyrrverandi eignmaður hennar spurði hana út í matarþurrkarann og hvort hún hefði notað hann til þess að eitra fyrir foreldrum hans. Ástralía Sveppir Erlend sakamál Tengdar fréttir Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Verjendur ástralskrar konu sem er sökuð um að hafa drepið tengdafjölskyldu sína með eitruðum sveppum segja að hún muni halda því fram að það hafi verið „hörmulegt óhapp“. Réttarhöld yfir konunni hófust í dag en hún er ákærð fyrir þrjú morð og tilraun til manndráps. 30. apríl 2025 11:24 Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Saksóknarar í Ástralíu hafa fellt niður hluta af ákæru á hendur fimmtugri konu sem er sökuð um að hafa drepið þrennt með því að gefa þeim eitraða sveppi. Hún á enn yfir höfði sér ákæru um þrjú mannsdráp og eina tilraun til manndráps. 29. apríl 2025 14:36 Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Þrír gestir létust og einn veiktist alvarlega eftir matarboð hjá Erin Patterson í Viktoríuríki í Ástralíu júlí í fyrra. Gestirnir voru foreldrar fyrrverandi eiginmanns Patterson, móðursystir hans og eiginmaður hennar. Í ljós kom að grænserkur, einn eitraðasti sveppur heims, var í réttinum sem Patterson bauð upp á, Wellington-steik. Patterson er ákærð fyrir manndráp á fyrrverandi tengdaforeldrum sínum og systur tengdamóður sinnar en tilraun til manndráps á eiginmanni þeirrar síðastnefndu. Sá veiktist hastarlega en komst lífs af. Réttarhöldin yfir Patterson hafa staðið í mánuð og hefur ákæruvaldið leitt fram fjölda vitna og kynnt sönnunargögn í málinu. Patterson bar fyrst vitni sjálf í morgun en hún neitar allri sök. Dauði fólksins hafi verið hörmulegt slys. Hún sagðist hafa ákveðið að bæta þurrkuðum sveppum sem hún keypti í asískri matvöruverslun í Melbourne út í réttinn þar sem henni þótti vanta bragð í hann. Sveppina sótti hún í ílát í búri. Þegar hún var spurð að því hvort að aðrar sveppategundir kynnu að hafa verið í ílátinu táraðist Patterson. „Nún held ég að það sé mögulegt að það hafi verið villtir sveppir þarna líka,“ sagði hún, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ældi eftir að hafa úðað í sig gulrótarköku Hélt Patterson fram að hún hefði sjálf ælt eftir máltíðina en það var eftir að hún tróð í sig gulrótarköku sem fyrrverandi tengdamóðir hennar kom með eftir að gestirnir voru farnir. Komið hafði fram við réttarhöldin að Patterson hefði glímt við lotugræðgi um árabil. Hún hefði þó ekki borðað mikið af matnum, aðeins fjórðung eða þriðjung af því sem var á disknum hennar, vegna þess að hún hefði verið upptekin við að tala. Ian Wilkinson, eini gesturinn sem komst lífs, af sagði fyrir dómi að Patterson hefði verið með öðruvísi matardisk en gestirnir. Patterson kannaðist ekki við lýsingar hans þegar hún bar vitni í dag. Ian Wilkinson, eini matargestur Patterson sem komst lífs af, við dómshúsið í Morwell í Ástralíu í morgun. Eiginkona hans, mágkona og svili létust.AP/James Ross/AAP Gekkst Patterson við því að hafa logið að skyldmennum sínum um að hún hefði verið greind með krabbamein. Hún hafi í raun og veru verið á leið í offituaðgerð en logið þessu til þess að tryggja að hún fengi hjálp með börnin hennar á meðan hún gengist undir hnífinn. „Ég man að ég hugsaði að ég vildi ekki segja neinum hvað ég ætlaði að láta gera. Ég skammaðist mín mikið fyrir það,“ sagði Patterson. Saksóknarar halda því fram að Patterson hafi tælt skyldmenni sín í matarboðið undir því yfirskyni að hún vildi ræða við þau um krabbameinsgreininguna. Eyddi gögnum á meðan lögreglan gerði húsleit Patterson eyddi í þrígang öllum gögnum út af símanum sínum eftir matarboðið örlagaríka, meðal annars á meðan lögreglumenn leituðu á heimili hennar. Þá losaði hún sig við matarþurrkara sem hún átti. Bar hún því við að hún hefði óttast að hún yrði sökuð um að hafa drepið gesti sína. Hún hefði verið skelfingu lostin eftir að fyrrverandi eignmaður hennar spurði hana út í matarþurrkarann og hvort hún hefði notað hann til þess að eitra fyrir foreldrum hans.
Ástralía Sveppir Erlend sakamál Tengdar fréttir Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Verjendur ástralskrar konu sem er sökuð um að hafa drepið tengdafjölskyldu sína með eitruðum sveppum segja að hún muni halda því fram að það hafi verið „hörmulegt óhapp“. Réttarhöld yfir konunni hófust í dag en hún er ákærð fyrir þrjú morð og tilraun til manndráps. 30. apríl 2025 11:24 Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Saksóknarar í Ástralíu hafa fellt niður hluta af ákæru á hendur fimmtugri konu sem er sökuð um að hafa drepið þrennt með því að gefa þeim eitraða sveppi. Hún á enn yfir höfði sér ákæru um þrjú mannsdráp og eina tilraun til manndráps. 29. apríl 2025 14:36 Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Verjendur ástralskrar konu sem er sökuð um að hafa drepið tengdafjölskyldu sína með eitruðum sveppum segja að hún muni halda því fram að það hafi verið „hörmulegt óhapp“. Réttarhöld yfir konunni hófust í dag en hún er ákærð fyrir þrjú morð og tilraun til manndráps. 30. apríl 2025 11:24
Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Saksóknarar í Ástralíu hafa fellt niður hluta af ákæru á hendur fimmtugri konu sem er sökuð um að hafa drepið þrennt með því að gefa þeim eitraða sveppi. Hún á enn yfir höfði sér ákæru um þrjú mannsdráp og eina tilraun til manndráps. 29. apríl 2025 14:36
Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44