„Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. júní 2025 13:16 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fór yfir stöðuna á fundi í dag en næsta stýrivaxtaákvörðun verður í ágúst. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir óvissu fyrir hendi í hagkerfinu og því erfitt að segja til um hvort hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Þá séu áhyggjur uppi vegna byggingariðnaðarins þar sem verktakar geti setið uppi með óseldar íbúðir ef það hægist á sölu á fasteignamarkaði. Þá ítrekar hann mikilvægi þess að innlent greiðslumiðlunarkerfi verði tryggt. Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans var birt í morgun. Í henni kemur fram að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum en eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Mikil óvissa sé þó í alþjóðamálum og hafi sveiflur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum aukist. „Það eru bara svo margir óvissuþættir. Við eða ég tel það enn þá að þessi ferill, sem er búinn að vera í gangi núna síðustu tólf, tuttugu mánuði varðandi það að verðbólga er búin að vera að ganga niður og við höfum getað lækkað vexti, að það sé að kólna hagkerfið og við séum að komast í betra jafnvægi ég hef mikla trú á því að það haldi áfram. Hins vegar höfum við áhyggjur af því að það verði erfitt, þessi síðasti vegur, að markmiðinu sem er 2,5. Því að við munum mögulega sitja fastir með 3,5 prósenta verðbólgu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Óljóst hvort stýrivextir lækki í bráð Erfitt sé því að segja til um hvort að hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Margir sem eru með óverðtryggð lán velta nú fyrir sér hvort að þeir eigi að festa vexti. Ásgeir segir erfitt að meta það en bendir á að ef fólk festi þá sé auðvelt að breyta aftur. „Ég er eiginlega bara í sömu stöðu eins og fólkið í landinu. Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast. Ég vil gjarnan að þetta héldi áfram. Að við gætu séð mjúka lendingu, verðbólgu ganga niður, vexti lækka og við förum í jafnvægi en auðvitað óttumst við að eitthvað annað komi upp á. “ Fram kemur í yfirlýsingunni að umsvif byggingariðnaðarins hafi verið töluverð og útlit fyrir áþekkt framboð nýbygginga og síðustu ár. „Auðvitað höfum við áhyggjur af grein eins og byggingargeiranum. Ef það fer að hægjast á sölu á fasteignamarkaði að verktakar sitji uppi með óseldar íbúðir. Það er svona klassískur áhættuþáttur.“ Frá fundinum í morgun. Vísir/Sigurjón Greiðslulausnir óháðar útlöndum Á fundi Seðlabankans í morgun vegna yfirlýsingarinnar var sérstaklega rætt um greiðslumiðlun og mikilvægi þess að breyta henni. Í dag fer greiðslumiðlun Íslendinga að einhverju leyti fram í gegnum útlönd sem felur ákveðna áhættu í för með sér. „Fyrsta lagi að við séum með greiðslulausnir sem séu ekki háðar útlöndum. Það er það fyrsta. Það er þá eitthvað sem við erum að þróa núna og vonandi náum að klára fyrir áramót. Þar sem fólk getur í rauninni haft aðgang að bankareikningum sínum til þess að greiða hluti án þess að við séum háð því að við séum tengd útlöndum.“ Seðlabankinn Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira
Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans var birt í morgun. Í henni kemur fram að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum en eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Mikil óvissa sé þó í alþjóðamálum og hafi sveiflur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum aukist. „Það eru bara svo margir óvissuþættir. Við eða ég tel það enn þá að þessi ferill, sem er búinn að vera í gangi núna síðustu tólf, tuttugu mánuði varðandi það að verðbólga er búin að vera að ganga niður og við höfum getað lækkað vexti, að það sé að kólna hagkerfið og við séum að komast í betra jafnvægi ég hef mikla trú á því að það haldi áfram. Hins vegar höfum við áhyggjur af því að það verði erfitt, þessi síðasti vegur, að markmiðinu sem er 2,5. Því að við munum mögulega sitja fastir með 3,5 prósenta verðbólgu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Óljóst hvort stýrivextir lækki í bráð Erfitt sé því að segja til um hvort að hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Margir sem eru með óverðtryggð lán velta nú fyrir sér hvort að þeir eigi að festa vexti. Ásgeir segir erfitt að meta það en bendir á að ef fólk festi þá sé auðvelt að breyta aftur. „Ég er eiginlega bara í sömu stöðu eins og fólkið í landinu. Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast. Ég vil gjarnan að þetta héldi áfram. Að við gætu séð mjúka lendingu, verðbólgu ganga niður, vexti lækka og við förum í jafnvægi en auðvitað óttumst við að eitthvað annað komi upp á. “ Fram kemur í yfirlýsingunni að umsvif byggingariðnaðarins hafi verið töluverð og útlit fyrir áþekkt framboð nýbygginga og síðustu ár. „Auðvitað höfum við áhyggjur af grein eins og byggingargeiranum. Ef það fer að hægjast á sölu á fasteignamarkaði að verktakar sitji uppi með óseldar íbúðir. Það er svona klassískur áhættuþáttur.“ Frá fundinum í morgun. Vísir/Sigurjón Greiðslulausnir óháðar útlöndum Á fundi Seðlabankans í morgun vegna yfirlýsingarinnar var sérstaklega rætt um greiðslumiðlun og mikilvægi þess að breyta henni. Í dag fer greiðslumiðlun Íslendinga að einhverju leyti fram í gegnum útlönd sem felur ákveðna áhættu í för með sér. „Fyrsta lagi að við séum með greiðslulausnir sem séu ekki háðar útlöndum. Það er það fyrsta. Það er þá eitthvað sem við erum að þróa núna og vonandi náum að klára fyrir áramót. Þar sem fólk getur í rauninni haft aðgang að bankareikningum sínum til þess að greiða hluti án þess að við séum háð því að við séum tengd útlöndum.“
Seðlabankinn Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira