Faglegt mat eða lukka? III: Tækifæri fyrir löggjafann Bogi Ragnarsson skrifar 8. júní 2025 08:00 Þann 28. maí 2025 fékk ég höfnun frá þróunarsjóði námsgagna eftir að hafa óskað eftir styrk fyrir þróunarverkefnið stafbok.is sem hafði verið í þróun í rúman áratug. Ég lét ekki staðar numið við höfnunarbréfið. Ég hafði samband við talsmann Þróunarsjóðsins og spurði hvort mögulegt væri að fá skýringar á höfnuninni. Svarið sem ég fékk var að stjórn sjóðsins tæki ákvörðun – en að hann hefði tekið eftir einu atriði sem gæti hafa haft áhrif: að bækur stafbókarverkefnisins væru ekki ókeypis. Ég svaraði því til að þetta væri ekki í samræmi við fordæmi. Á síðastliðnum árum hafa önnur útgáfufélög fengið fullan styrk fyrir stakar bækur þrátt fyrir að þær bækur séu mun dýrari en bækur stafbókarinnar og ekki aðgengilegar án endurgjalds. Ég krafðist þess að fá að sjá lista yfir þau verkefni sem höfðu hlotið úthlutun, og þótt slíkur listi sé yfirleitt birtur mörgum vikum eftir úthlutun, fékk ég hann afhentan daginn eftir. Með fylgdi örstutt lýsing á hverju verkefni í flestum tilvikum. Jafnframt bað ég um aðgang að matlista fyrir mitt verkefni – samkvæmt reglum sjóðsins og einnig matlista annarra verkefna, svo hægt væri að skoða matsferlið í samhengi. Ég lagði þá fram ósk um að fá að sjá ópersónugreinanlegar umsóknir til samanburðar. Hingað til hef ég ekki fengið ítarlegan rökstuðning né aðgang að því sem ætti að vera sjálfsagður hluti gagnsæis í opinberri stjórnsýslu. Það sem átti að vera faglegt og gegnsætt ferli líður fyrir skort á skýrum viðmiðum, samræmi og svörum. Af hverju ég segi þessa sögu Ég hef fulla trú á því að íslenskt menntakerfi geti verið skapandi, sanngjarnt og opið fyrir nýjum leiðum. Því er mikilvægt að virða frumkvæði, nýsköpun og sjálfstætt starf. Stafbókarverkefnið er afrakstur þúsunda klukkustunda – skrifað út frá beinum tengslum við kennslu og reynslu nemenda. Það er byggt á þekkingu, fagmennsku og eldmóði – og hefur þegar fest sig í sessi. Því er eðlilegt að spurt sé: Af hverju fær slíkt verkefni ekki stuðning? Ef það er vegna þess að bækurnar eru ekki gefnar út gjaldfrjálst – þá verður einnig að spyrja hvers vegna aðrir aðilar fá styrki fyrir dýrari bókum. Ef það er vegna formsatriða – þá hlýtur spurningin að snúast að því hvort formið sé orðið mikilvægara en innihaldið. Ég er ekki að biðja um sérmeðferð. Ég kalla eftir faglegu og gagnsæju mati sem allir geti treyst – þar sem sjálfstæðir höfundar, sem starfa utan stofnana, fá sanngjarna meðferð. Ég bið um að sjálfstæðir höfundar, sem vinna án launa, án fasts stuðnings og utan kerfis, fái að njóta sannmælis og eðlilegs mats. Í vikunni rennur lögbundinn frestur sjóðsins til rökstuðnings út. Ég vona að þá fáist skýr svör. Óháð því mun ég halda áfram. Vegna þess að verkefnið er stærra en umsóknin. Það snýst um framtíð námsefnisgerðar, aðgengi að námi og trú á að nýjar hugmyndir séu hluti af íslenskri menntastefnu. Í lokaþætti greinaraðarinnar, sem birtist á morgun: Hvernig á umsækjandi að skilja faglegt mat þegar engin viðmið eru birt og enginn rökstuðningur fylgir? Ég skoða hvernig skortur á gagnsæi og mælikvörðum gerir þróun námsefnis að spurningunni um lukku – en ekki fagmennsku. Jafnframt bendi ég á að þetta sé tækifæri fyrir löggjafarvaldið til að fylgjast með framkvæmdarvaldinu í rauntíma – og nýta það í vinnslu frumvarpsins um námsgögn sem nú liggur fyrir Alþingi. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Þann 28. maí 2025 fékk ég höfnun frá þróunarsjóði námsgagna eftir að hafa óskað eftir styrk fyrir þróunarverkefnið stafbok.is sem hafði verið í þróun í rúman áratug. Ég lét ekki staðar numið við höfnunarbréfið. Ég hafði samband við talsmann Þróunarsjóðsins og spurði hvort mögulegt væri að fá skýringar á höfnuninni. Svarið sem ég fékk var að stjórn sjóðsins tæki ákvörðun – en að hann hefði tekið eftir einu atriði sem gæti hafa haft áhrif: að bækur stafbókarverkefnisins væru ekki ókeypis. Ég svaraði því til að þetta væri ekki í samræmi við fordæmi. Á síðastliðnum árum hafa önnur útgáfufélög fengið fullan styrk fyrir stakar bækur þrátt fyrir að þær bækur séu mun dýrari en bækur stafbókarinnar og ekki aðgengilegar án endurgjalds. Ég krafðist þess að fá að sjá lista yfir þau verkefni sem höfðu hlotið úthlutun, og þótt slíkur listi sé yfirleitt birtur mörgum vikum eftir úthlutun, fékk ég hann afhentan daginn eftir. Með fylgdi örstutt lýsing á hverju verkefni í flestum tilvikum. Jafnframt bað ég um aðgang að matlista fyrir mitt verkefni – samkvæmt reglum sjóðsins og einnig matlista annarra verkefna, svo hægt væri að skoða matsferlið í samhengi. Ég lagði þá fram ósk um að fá að sjá ópersónugreinanlegar umsóknir til samanburðar. Hingað til hef ég ekki fengið ítarlegan rökstuðning né aðgang að því sem ætti að vera sjálfsagður hluti gagnsæis í opinberri stjórnsýslu. Það sem átti að vera faglegt og gegnsætt ferli líður fyrir skort á skýrum viðmiðum, samræmi og svörum. Af hverju ég segi þessa sögu Ég hef fulla trú á því að íslenskt menntakerfi geti verið skapandi, sanngjarnt og opið fyrir nýjum leiðum. Því er mikilvægt að virða frumkvæði, nýsköpun og sjálfstætt starf. Stafbókarverkefnið er afrakstur þúsunda klukkustunda – skrifað út frá beinum tengslum við kennslu og reynslu nemenda. Það er byggt á þekkingu, fagmennsku og eldmóði – og hefur þegar fest sig í sessi. Því er eðlilegt að spurt sé: Af hverju fær slíkt verkefni ekki stuðning? Ef það er vegna þess að bækurnar eru ekki gefnar út gjaldfrjálst – þá verður einnig að spyrja hvers vegna aðrir aðilar fá styrki fyrir dýrari bókum. Ef það er vegna formsatriða – þá hlýtur spurningin að snúast að því hvort formið sé orðið mikilvægara en innihaldið. Ég er ekki að biðja um sérmeðferð. Ég kalla eftir faglegu og gagnsæju mati sem allir geti treyst – þar sem sjálfstæðir höfundar, sem starfa utan stofnana, fá sanngjarna meðferð. Ég bið um að sjálfstæðir höfundar, sem vinna án launa, án fasts stuðnings og utan kerfis, fái að njóta sannmælis og eðlilegs mats. Í vikunni rennur lögbundinn frestur sjóðsins til rökstuðnings út. Ég vona að þá fáist skýr svör. Óháð því mun ég halda áfram. Vegna þess að verkefnið er stærra en umsóknin. Það snýst um framtíð námsefnisgerðar, aðgengi að námi og trú á að nýjar hugmyndir séu hluti af íslenskri menntastefnu. Í lokaþætti greinaraðarinnar, sem birtist á morgun: Hvernig á umsækjandi að skilja faglegt mat þegar engin viðmið eru birt og enginn rökstuðningur fylgir? Ég skoða hvernig skortur á gagnsæi og mælikvörðum gerir þróun námsefnis að spurningunni um lukku – en ekki fagmennsku. Jafnframt bendi ég á að þetta sé tækifæri fyrir löggjafarvaldið til að fylgjast með framkvæmdarvaldinu í rauntíma – og nýta það í vinnslu frumvarpsins um námsgögn sem nú liggur fyrir Alþingi. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun