Klóra sér í kollinum yfir stórri reikistjörnu á braut um litla stjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2025 10:49 Teikning listamanns af gasrisanum á braut um rauða dverginn TOI-6894. Parið er í stjörnumerkinu ljóninu, um 240 ljósárum frá jörðinni. Rannsóknir á því voru gerðar með TESS-geimsjónauka NASA og VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Háskólinn í Warwick Stjörnufræðingar gætu þurft að endurskoða hugmyndir sínar um hvernig reikistjörnur myndast eftir að þeir uppgötvuðu stóra reikistjörnu á braut um litla stjörnu. Stjarnan er sú minnsta sem vitað er til að hýsi svo stóra reikistjörnu. Fram að þessu hefur tilgáta stjarnfræðinga um reikistjörnumyndun verið sú að í kringum litlar stjörnur sé ekki nægilegur efniviður til þess að stærri reikistjörnur nái að myndast. Því ættu aðeins reikistjörnur á stærð við jörðina eða Mars að finnast í kringum smærri stjörnur. Því kom uppgötvunin á gasrisa á stærð við Satúrnus á braut um rauðu dvergstjörnuna TOI-6894 þeim verulega á óvart. Móðurstjarnan er fjörutíu prósent minni en minnstu stjörnurnar með stórar reikistjörnur sem vitað var um áður. Hún hefur um fimmtung af massa sólarinnar okkar en um 250 sinnum daufari. „Þessi uppgötvun vekur þá spurningu hvernig svona lítil stjarna getur hýst svo stóra reikistjörnu og við eigum eftir að svara henni,“ segir Edward Bryant, stjörnufræðingur við Háskólann í Warwick á Englandi og aðalhöfundur greinar um uppgötvunina, við Reuters-fréttastofuna. Gasrisar í Vetrarbrautinni gætu verið mun fleiri en talið var Gasrisinn sem gengur um TOI-6894 er aðeins stærri að þvermáli en Satúrnus en nokkuð minni en Júpíter. Hann er hins vegar mun massaminni en þessir tveir risar sólkerfisins okkar, með um 56 prósent af massa Satúrnusar en aðeins sautján prósent af massa Júpíters. Árið á reikistjörnunni er aðeins þrír dagar en hún er um fjörutíu sinnum nær móðurstjörnu sinni en jörðin er við sólina. Þótt að heitt sé við yfirborð reikistjörnunnar fellur hún þó ekki undir skilgreiningu á svonefndum heitum Júpíterum, gasrisum sem ganga þétt utan um móðurstjörnur sínar. Bryant segir að uppgötvunin þýði að mun fleiri gasrisar gætu verið í Vetrarbrautinni en áður var talið enda eru rauðar dvergstjörnur þær algengustu í henni. „Þessar niðurstöður gefa til kynna að jafnvel minnstu stjörnurnar í alheiminum geti í sumum tilfellum myndað mjög stórar reikistjörnur. Þetta þvingar okkur til þess að hugsa upp á nýtt sum líkön okkar um reikistjörnumyndun,“ segir Vincent Van Eylen frá Mullard-geimvísisindarannsóknarstofu University College í London og einn meðhöfundanna greinarinnar um rannsóknina. Til stendur að rannsaka efnasamsetningu reikistjörnunnar með James Webb-geimsjónaukanum á næsta ári. Bryant segist reikna með að hún sé með risavaxninn kjarna en gaslögin utan um hann séu aðallega úr vetni og helíni. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Fjarreikistjarna sem er að gufa upp og skilur eftir sig hala utan um móðurstjörnu sína er sögð gefa vísindamönnum einstakt tækifæri til þess að rannsaka efnasamsetningu bergreikistjarna. Aðeins örfáar deyjandi reikistjörnur af þessu tagi hafa fundist til þessa. 23. apríl 2025 14:27 Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Fram að þessu hefur tilgáta stjarnfræðinga um reikistjörnumyndun verið sú að í kringum litlar stjörnur sé ekki nægilegur efniviður til þess að stærri reikistjörnur nái að myndast. Því ættu aðeins reikistjörnur á stærð við jörðina eða Mars að finnast í kringum smærri stjörnur. Því kom uppgötvunin á gasrisa á stærð við Satúrnus á braut um rauðu dvergstjörnuna TOI-6894 þeim verulega á óvart. Móðurstjarnan er fjörutíu prósent minni en minnstu stjörnurnar með stórar reikistjörnur sem vitað var um áður. Hún hefur um fimmtung af massa sólarinnar okkar en um 250 sinnum daufari. „Þessi uppgötvun vekur þá spurningu hvernig svona lítil stjarna getur hýst svo stóra reikistjörnu og við eigum eftir að svara henni,“ segir Edward Bryant, stjörnufræðingur við Háskólann í Warwick á Englandi og aðalhöfundur greinar um uppgötvunina, við Reuters-fréttastofuna. Gasrisar í Vetrarbrautinni gætu verið mun fleiri en talið var Gasrisinn sem gengur um TOI-6894 er aðeins stærri að þvermáli en Satúrnus en nokkuð minni en Júpíter. Hann er hins vegar mun massaminni en þessir tveir risar sólkerfisins okkar, með um 56 prósent af massa Satúrnusar en aðeins sautján prósent af massa Júpíters. Árið á reikistjörnunni er aðeins þrír dagar en hún er um fjörutíu sinnum nær móðurstjörnu sinni en jörðin er við sólina. Þótt að heitt sé við yfirborð reikistjörnunnar fellur hún þó ekki undir skilgreiningu á svonefndum heitum Júpíterum, gasrisum sem ganga þétt utan um móðurstjörnur sínar. Bryant segir að uppgötvunin þýði að mun fleiri gasrisar gætu verið í Vetrarbrautinni en áður var talið enda eru rauðar dvergstjörnur þær algengustu í henni. „Þessar niðurstöður gefa til kynna að jafnvel minnstu stjörnurnar í alheiminum geti í sumum tilfellum myndað mjög stórar reikistjörnur. Þetta þvingar okkur til þess að hugsa upp á nýtt sum líkön okkar um reikistjörnumyndun,“ segir Vincent Van Eylen frá Mullard-geimvísisindarannsóknarstofu University College í London og einn meðhöfundanna greinarinnar um rannsóknina. Til stendur að rannsaka efnasamsetningu reikistjörnunnar með James Webb-geimsjónaukanum á næsta ári. Bryant segist reikna með að hún sé með risavaxninn kjarna en gaslögin utan um hann séu aðallega úr vetni og helíni.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Fjarreikistjarna sem er að gufa upp og skilur eftir sig hala utan um móðurstjörnu sína er sögð gefa vísindamönnum einstakt tækifæri til þess að rannsaka efnasamsetningu bergreikistjarna. Aðeins örfáar deyjandi reikistjörnur af þessu tagi hafa fundist til þessa. 23. apríl 2025 14:27 Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Fjarreikistjarna sem er að gufa upp og skilur eftir sig hala utan um móðurstjörnu sína er sögð gefa vísindamönnum einstakt tækifæri til þess að rannsaka efnasamsetningu bergreikistjarna. Aðeins örfáar deyjandi reikistjörnur af þessu tagi hafa fundist til þessa. 23. apríl 2025 14:27
Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03